Erlent

Tugir létust í loftárás í Sýrlandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maður situr í rústum moskunnar í kvöld.
Maður situr í rústum moskunnar í kvöld. vísir/getty
Að minnsta kosti 42 létust í loftárás sem gerð var á mosku í sýrlensku þorpi sem er á valdi uppreisnarmenn en þorpið er skammt frá Aleppó að því er fram kemur í frétt BBC. Mikill fjöldi fólks var samankominn í moskunni fyrir kvöldbænir þegar árásin var gerð en flestir hinna látnu eru almennir borgarar.

Í frétt BBC segir að ekki liggi fyrir hverjir hafi gert árásina en sýrlenski herinn, rússneski herinn og bandaríski herinn hafa allir staðið fyrir loftárásum á svæðinu.

Blaðamaðurinn Samuel Oakford greinir hins vegar frá því á Twitter-síðu sinni að hann hafi fengið staðfestingu á því frá bandarískum embættismönnum að árásin hafi verið gerð af Bandaríkjaher.

Skotmarkið hafi verið fundarstaður hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída sem á að hafa verið hinu megin við götuna frá moskunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×