Jón Rúnar í 1 á 1 með Gumma Ben: Mikil fjölgun iðkenda getur líka verið mínus fyrir félögin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 12:30 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er gestur Guðmundar Benediktssonar í þættinum 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Jón Rúnar talaði meðal annars um framtíðarsýn sína sem formanns FH en draumurinn hefur verið að vera komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eða riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þessi draumur hefur verið lengi. Þegar maður dreymir mjög lengi þá fer þetta kannski að vera bara draumur. Það verður eitthvað að halda þér gangandi og það heldur þér gangandi að reyna að vinna nýja sigra,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson í samtalinu við Gumma Ben. „Ég er búin að vera í þessu lengi og til þess að nálgast þessi markmið þá þurfum við að fara að huga að öðrum málum. Við þurfum að bregðast við,“ sagði Jón Rúnar og bætti við: „Ég vil ekki kalla það vandamál en það hefur gerst undanfarin ár að þátttaka barna og unglinga hjá bæðum stelpum og strákum, sérstaklega í fótbolta, hefur aukist gríðarlega. Þetta er auðvitað mjög gott í stóru myndinni en þetta getur líka verið ákveðinn mínus fyrir félög,“ segir Jón Rúnar. „Ég held að aðstaðan á alltof mörgum stöðum, meðal annars hér, ræður ekki orðið við fjöldann. Þá er aðstaðan farin að vera takmarkandi þáttur. Mér finnst vera kominn tími til að fara að horfa á þetta upp á nýtt og skilgreina það,“ segir Jón Rúnar. Sumir eru að æfa fótbolta til að vera í félagsskapnum en aðrir eru að æfa til að ná langt „Báðir þessir hópar eru jafnmikilvægir en þeir eru ólíkir. Við getum kennt ýmislegt í sambandi við unglingastarf en ef við ætlum okkur það að ná afrekum þá verðum við að byrja skilgreina þetta upp á nýtt,“ segir Jón Rúnar. „Menn eru alltaf að tala um mikilvægi þessi að börn og unglingar taki þátt í íþróttastarfi. Það er síðan talað um brottfall eins og það sé eitthvað svakalega mikið skipsbrot. Ég held að stór hluti þess að unglinga hætta er vegna þess að allir eru látnir æfa fjórum sinnum í viku. Ef þú gerir það ekki þá ertu dottinn út úr hópnum. Við þurfum að geta verið með módel fyrir þá sem eru í þessu af félagslegum ástæðum,“ segir Jón Rúnar. Það má sjá brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir ofan. 1 á 1 með Gumma Ben með verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er gestur Guðmundar Benediktssonar í þættinum 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Jón Rúnar talaði meðal annars um framtíðarsýn sína sem formanns FH en draumurinn hefur verið að vera komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eða riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þessi draumur hefur verið lengi. Þegar maður dreymir mjög lengi þá fer þetta kannski að vera bara draumur. Það verður eitthvað að halda þér gangandi og það heldur þér gangandi að reyna að vinna nýja sigra,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson í samtalinu við Gumma Ben. „Ég er búin að vera í þessu lengi og til þess að nálgast þessi markmið þá þurfum við að fara að huga að öðrum málum. Við þurfum að bregðast við,“ sagði Jón Rúnar og bætti við: „Ég vil ekki kalla það vandamál en það hefur gerst undanfarin ár að þátttaka barna og unglinga hjá bæðum stelpum og strákum, sérstaklega í fótbolta, hefur aukist gríðarlega. Þetta er auðvitað mjög gott í stóru myndinni en þetta getur líka verið ákveðinn mínus fyrir félög,“ segir Jón Rúnar. „Ég held að aðstaðan á alltof mörgum stöðum, meðal annars hér, ræður ekki orðið við fjöldann. Þá er aðstaðan farin að vera takmarkandi þáttur. Mér finnst vera kominn tími til að fara að horfa á þetta upp á nýtt og skilgreina það,“ segir Jón Rúnar. Sumir eru að æfa fótbolta til að vera í félagsskapnum en aðrir eru að æfa til að ná langt „Báðir þessir hópar eru jafnmikilvægir en þeir eru ólíkir. Við getum kennt ýmislegt í sambandi við unglingastarf en ef við ætlum okkur það að ná afrekum þá verðum við að byrja skilgreina þetta upp á nýtt,“ segir Jón Rúnar. „Menn eru alltaf að tala um mikilvægi þessi að börn og unglingar taki þátt í íþróttastarfi. Það er síðan talað um brottfall eins og það sé eitthvað svakalega mikið skipsbrot. Ég held að stór hluti þess að unglinga hætta er vegna þess að allir eru látnir æfa fjórum sinnum í viku. Ef þú gerir það ekki þá ertu dottinn út úr hópnum. Við þurfum að geta verið með módel fyrir þá sem eru í þessu af félagslegum ástæðum,“ segir Jón Rúnar. Það má sjá brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir ofan. 1 á 1 með Gumma Ben með verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira