Yfirvöld í Norður-Kóreu segja hreyfilinn sem prófaður var í gær geta gert ríkinu kleift að skjóta gervihnöttum á loft jafnvel og bestu þjóðir heimsins. Þar með væri hægt að nota hreyfilinn á svokallaðar Intercontinental ballistic eldflaugar (ICBM). Með þeim gæti Norður-Kórea hugsanlega gert kjarnorkuárásir víða um heiminn.

Tilraunin var gerð í kjölfar yfirlýsingar Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fyrirbyggjandi árásir á Norður-Kóreu koma til greina. Tillerson hefur verið í heimsóknum víða í Asíu.
Þrátt fyrir fjölmargar eldflaugatilraunir og fimm kjarnorkuvopnatilraunir frá 2006 eru sérfræðingar ekki sammála um getu Norður-Kóreu. Hins vegar er ljóst að ríkið hefur náð árangri. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja að vísindamönnum þeirra hafi tekist að minnka kjarnorkusprengju svo mikið að hægt væri að koma henni fyrir í ICBM-eldflaug.
Sérfræðingar hafa þó dregið þær yfirlýsingar í efa. Ekki er nóg að gera sprengjuna minna, heldur þyrfti hún einnig að þola gífurlega mikinn þrýsting, hita og titring sem myndi myndast við endurkomu vopnsins inn í gufuhvolf jarðarinnar.