Enski boltinn

Jón Daði: Gylfi besti samherjinn en Pepe erfiðasti mótherjinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Daði með sinn erfiðasta mótherja, Pepe, á hælunum.
Jón Daði með sinn erfiðasta mótherja, Pepe, á hælunum. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson er í skemmtilegri yfirheyrslu hjá liði sínu, Reading, í dag.

Þar greinir Jón Daði meðal annars frá því að hans stærsta stund á ferlinum hafi verið að skora gegn Austurríki á EM.

Selfyssingurinn segir einnig að Gylfi Þór Sigurðsson sé besti samherji sem hann hafi haft. Jón segir að Gylfi sé ótrúlegur íþróttamaður og atvinnumaður sem sé til fyrirmyndar á allan hátt.

Erfiðasti mótherjinn er aftur á móti Portúgalinn Pepe sem Jón fékk að glíma við á EM. Framherjinn segir að Pepe sé einkar harður í horn að taka.

Yfirheyrsluna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×