Isabel óttast það þegar sænski læknirinn losnar úr fangelsi: „Ég er virkilega hrædd“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2017 22:23 Isabel Eriksson var í viðtali hjá Skavlan í kvöld. SVT/Sænska lögreglan Isabel Eriksson, sem rænt var af sænskum lækni í september 2015 og haldið fanginni í um viku, óttast það mjög þegar manninum verður sleppt úr fangelsi eftir nokkur ár. Læknirinn var dæmdur í tíu ára fangelsi í héraðsdómi en dómnum var áfrýjað og var hann þá mildaður í átta ár. Með góðri hegðun þarf hann þó mögulega ekki að sitja af sér allan dóminn og gæti því losnað úr fangelsi fyrr. „Ég er virkilega hrædd og það er í raun skelfilegt að hann eigi möguleika á að losna fyrr,“ sagði Eriksson í sjónvarpsþættinu Skavlan í kvöld. Hún nýtur verndar og hefur skipt um nafn. Þá hefur hún gengið til sálfræðings til að vinna úr áfallinu sem hún varð fyrir vegna ránsins. Hún kynntist lækninum, Martin Trenneborg, þegar hún vann sem fylgdarkona í Stokkhólmi. Hann hafði kynnt sig áður en þau hittust sem Bandaríkjamann sem byggi í London. Þau hittust svo en þá byrlaði læknirinn Eriksson ólyfjan og ók með hana á bæ sem hann átti í sveitinni á Skáni. Þar hafði hann komið upp hljóðeinangruðu herbergi og ætlaði að halda Eriksson fanginni í mörg ár. Þorði ekki að stunda kynlíf með henni „Ég vaknaði og var með nál í handleggnum sem ég reif úr. Ég reyndi svo að ráðast á hann en ég var svo lyfjuð að ég gat það varla. Hann greip svo um úlnliðinn á mér og sagði að ef ég myndi reyna eitthvað svona aftur þá myndi hann hlekkja mig við rúmið og bara gefa skorpubrauð að borða,“ sagði Eriksson í kvöld. Í frétt Vísis fyrr í dag kom fram að maðurinn þarfnaðist mikillar nándar. Hann vildi að hann og Eriksson svæfu saman og hann þurfti stöðuga líkamlega snertingu en hann þorði þó ekki að stunda kynlíf með henni þar sem hann óttaðist að hún væri með kynsjúkdóma. Læknirinn tók því blóðprufur úr Eriksson til að kanna hvort hún væri með einhverja sjúkdóma. „Hann langaði til að stunda óvarið kynlíf,“ sagði Eriksson í Skavlan í kvöld. Niðurstöðurnar komu hins vegar ekki áður en hún slapp frá honum og því nauðgaði hann henni aldrei. Þá rétti hann henni eitt sinn byssu og bað hana að skjóta hann. „Hann sagði að hann gæti ekki farið í fangelsi og þess vegna vildi hann að ég myndi skjóta hann. En það kom í ljós að þetta var ekki alvörubyssa heldur var hann bara að prófa mig og hvað ég gæti hugsanlega gert. Það var heppilegt að ég tók ekki í gikkinn.“Hér má sjá þátt Skavlan en viðtalið við Eriksson byrjar um það bil á mínútu 37:30. Tengdar fréttir Sænski læknirinn hafði gert samning fyrir konuna sem kvað á um hvernig hann mætti misnota hana Réttarhöld hafin yfir sænska lækninum sem er ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi. 25. janúar 2016 12:51 Sænski læknirinn dæmdur í tíu ára fangelsi Læknirinn var sakfelldur fyrir að hafa haldið konu fanginni í hljóðeinangruðu byrgi á Skáni í fimm daga í haust. 23. febrúar 2016 10:23 Isabel var rænt af sænska lækninum: "Hann vildi að við svæfum saman“ Konan, sem var rænt af sænskum lækni í september 2015 og haldið fanginni í um viku, verður í viðtali í þætti Fredirk Skavlan á SVT og NRK í kvöld. 13. janúar 2017 10:13 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Isabel Eriksson, sem rænt var af sænskum lækni í september 2015 og haldið fanginni í um viku, óttast það mjög þegar manninum verður sleppt úr fangelsi eftir nokkur ár. Læknirinn var dæmdur í tíu ára fangelsi í héraðsdómi en dómnum var áfrýjað og var hann þá mildaður í átta ár. Með góðri hegðun þarf hann þó mögulega ekki að sitja af sér allan dóminn og gæti því losnað úr fangelsi fyrr. „Ég er virkilega hrædd og það er í raun skelfilegt að hann eigi möguleika á að losna fyrr,“ sagði Eriksson í sjónvarpsþættinu Skavlan í kvöld. Hún nýtur verndar og hefur skipt um nafn. Þá hefur hún gengið til sálfræðings til að vinna úr áfallinu sem hún varð fyrir vegna ránsins. Hún kynntist lækninum, Martin Trenneborg, þegar hún vann sem fylgdarkona í Stokkhólmi. Hann hafði kynnt sig áður en þau hittust sem Bandaríkjamann sem byggi í London. Þau hittust svo en þá byrlaði læknirinn Eriksson ólyfjan og ók með hana á bæ sem hann átti í sveitinni á Skáni. Þar hafði hann komið upp hljóðeinangruðu herbergi og ætlaði að halda Eriksson fanginni í mörg ár. Þorði ekki að stunda kynlíf með henni „Ég vaknaði og var með nál í handleggnum sem ég reif úr. Ég reyndi svo að ráðast á hann en ég var svo lyfjuð að ég gat það varla. Hann greip svo um úlnliðinn á mér og sagði að ef ég myndi reyna eitthvað svona aftur þá myndi hann hlekkja mig við rúmið og bara gefa skorpubrauð að borða,“ sagði Eriksson í kvöld. Í frétt Vísis fyrr í dag kom fram að maðurinn þarfnaðist mikillar nándar. Hann vildi að hann og Eriksson svæfu saman og hann þurfti stöðuga líkamlega snertingu en hann þorði þó ekki að stunda kynlíf með henni þar sem hann óttaðist að hún væri með kynsjúkdóma. Læknirinn tók því blóðprufur úr Eriksson til að kanna hvort hún væri með einhverja sjúkdóma. „Hann langaði til að stunda óvarið kynlíf,“ sagði Eriksson í Skavlan í kvöld. Niðurstöðurnar komu hins vegar ekki áður en hún slapp frá honum og því nauðgaði hann henni aldrei. Þá rétti hann henni eitt sinn byssu og bað hana að skjóta hann. „Hann sagði að hann gæti ekki farið í fangelsi og þess vegna vildi hann að ég myndi skjóta hann. En það kom í ljós að þetta var ekki alvörubyssa heldur var hann bara að prófa mig og hvað ég gæti hugsanlega gert. Það var heppilegt að ég tók ekki í gikkinn.“Hér má sjá þátt Skavlan en viðtalið við Eriksson byrjar um það bil á mínútu 37:30.
Tengdar fréttir Sænski læknirinn hafði gert samning fyrir konuna sem kvað á um hvernig hann mætti misnota hana Réttarhöld hafin yfir sænska lækninum sem er ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi. 25. janúar 2016 12:51 Sænski læknirinn dæmdur í tíu ára fangelsi Læknirinn var sakfelldur fyrir að hafa haldið konu fanginni í hljóðeinangruðu byrgi á Skáni í fimm daga í haust. 23. febrúar 2016 10:23 Isabel var rænt af sænska lækninum: "Hann vildi að við svæfum saman“ Konan, sem var rænt af sænskum lækni í september 2015 og haldið fanginni í um viku, verður í viðtali í þætti Fredirk Skavlan á SVT og NRK í kvöld. 13. janúar 2017 10:13 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Sænski læknirinn hafði gert samning fyrir konuna sem kvað á um hvernig hann mætti misnota hana Réttarhöld hafin yfir sænska lækninum sem er ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi. 25. janúar 2016 12:51
Sænski læknirinn dæmdur í tíu ára fangelsi Læknirinn var sakfelldur fyrir að hafa haldið konu fanginni í hljóðeinangruðu byrgi á Skáni í fimm daga í haust. 23. febrúar 2016 10:23
Isabel var rænt af sænska lækninum: "Hann vildi að við svæfum saman“ Konan, sem var rænt af sænskum lækni í september 2015 og haldið fanginni í um viku, verður í viðtali í þætti Fredirk Skavlan á SVT og NRK í kvöld. 13. janúar 2017 10:13