Isabel var rænt af sænska lækninum: "Hann vildi að við svæfum saman“ atli ísleifsson skrifar 13. janúar 2017 10:13 Isabel Eriksson verður í viðtali í þætti Fredrik Skavlan í kvöld. Læknirinn er sagður hafa dulbúið sig með þessum grímum á meðan hann ók með konuna meðvitundarlausa frá Stokkhólmi að býlinu á Skáni. SVT/Sænska lögreglan Konan, sem var rænt af sænskum lækni í september 2015 og haldið fanginni í um viku, verður í viðtali í þætti Fredirk Skavlan í sænska og norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Í frétt SVT er birt brot úr viðtalinu þar sem Isabel Eriksson segir frá því hvernig henni var byrlað ólyfjan í Stokkhólmi og hún flutt á býli mannsins suður á Skáni þar sem hún vaknaði í byrgi með sprautu í handleggnum. „Ég sé málmklætt loft og mann sem situr á stól við hliðina á mér og horfir á mig og ég sé nál í handleggnum sem ég ríf strax af mér,“ segir Eriksson. Þetta er í fyrsta sinn sem hún ræðir reynslu sína opinberlega, en málið vakti gríðarlega athygli í Svíþjóð og raunar víðar. Maðurinn sem rændi henni, Martin Trenneborg, er 39 ára gamall og starfaði á þeim tíma sem læknir. Hann var í héraðsdómi dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir mannrán. Dómnum var áfrýjað og dómurinn mildaður í átta ára fangelsi. Þá tóku heilbrigðisyfirvöld ákvörðun um að svipta hann réttindum sínum.Byrgið.sænska lögreglanVildi líkamlega snertinguVið réttarhöld sagðist maðurinn hafa á þeim tíma sem hann rændi Eriksson hafa fundið fyrir því sem hann lýsti sem „geðrænni truflun“. Þá sagðist hann hafa viljað eignast kærustu og því hafi hann rænt konunni. Í frétt SVT segir að Eriksson að maðurinn þarfnist mikillar nándar. „Hann vildi að við svæfum saman… og það var auðvitað skelfilegt að sofa við hliðina á manni sem hefur rænt manni. Hann vildi stöðuga líkamlega snertingu.“ Í fyrri fréttum Vísis af málinu kom fram að maðurinn hefði komið svefntöflum fyrir í jarðarberjum sem konan neytti og var henni ekið á bæ læknisins í sveitinni á Skáni skömmu síðar. Þar hafði maðurinn komið upp hljóðeinangruðu byrgi þar sem ætlunin var að halda henni fanginni í mörg ár.Teikning af sænska lækninum Martin Trenneborg og verjanda hans Mari Schaub í réttarsal í Stokkhólmi.Vísir/EPAFór aftur til Stokkhólms Upp komst um málið þegar læknirinn komst að því að lögreglan væri að leita að konunni. Það gerðist þegar hann ákvað að aka aftur til Stokkhólms með konuna svo hún gæti náð í föt á heimili sínu. Þegar þangað var komið kom í ljós að lögreglan hafði brotið upp hurðina á heimili hennar og skipt um lás. Læknirinn er sagður hafa orðið skelfingu lostinn þegar hann komst að því. Hann ákvað því að skipa konunni að fara á lögreglustöð í Stokkhólmi þar sem hún átti að segja lögreglunni að það amaði ekkert að henni og því mætti hætta leitinni að henni. Maðurinn fór með henni á lögreglustöðina og hafði skammbyssu meðferðis. Hafði hann hótað að myrða konuna ef hún gerði ekki eins og hann sagði. Þegar á lögreglustöðina var komið ákváðu lögreglumennirnir að taka konuna afsíðis og yfirheyra hana, þar sem þeir áttu bágt með að trúa hennar frásögn. Kom þá í ljós að hún var fangi læknisins og var hann handtekinn í kjölfarið. Tengdar fréttir Sænski læknirinn hafði gert samning fyrir konuna sem kvað á um hvernig hann mætti misnota hana Réttarhöld hafin yfir sænska lækninum sem er ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi. 25. janúar 2016 12:51 Sænskur læknir ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi Upp komst um málið þegar hann bað konuna um að segja lögreglu að hætta leit að henni. 16. janúar 2016 23:03 Sænski læknirinn dæmdur í tíu ára fangelsi Læknirinn var sakfelldur fyrir að hafa haldið konu fanginni í hljóðeinangruðu byrgi á Skáni í fimm daga í haust. 23. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Konan, sem var rænt af sænskum lækni í september 2015 og haldið fanginni í um viku, verður í viðtali í þætti Fredirk Skavlan í sænska og norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Í frétt SVT er birt brot úr viðtalinu þar sem Isabel Eriksson segir frá því hvernig henni var byrlað ólyfjan í Stokkhólmi og hún flutt á býli mannsins suður á Skáni þar sem hún vaknaði í byrgi með sprautu í handleggnum. „Ég sé málmklætt loft og mann sem situr á stól við hliðina á mér og horfir á mig og ég sé nál í handleggnum sem ég ríf strax af mér,“ segir Eriksson. Þetta er í fyrsta sinn sem hún ræðir reynslu sína opinberlega, en málið vakti gríðarlega athygli í Svíþjóð og raunar víðar. Maðurinn sem rændi henni, Martin Trenneborg, er 39 ára gamall og starfaði á þeim tíma sem læknir. Hann var í héraðsdómi dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir mannrán. Dómnum var áfrýjað og dómurinn mildaður í átta ára fangelsi. Þá tóku heilbrigðisyfirvöld ákvörðun um að svipta hann réttindum sínum.Byrgið.sænska lögreglanVildi líkamlega snertinguVið réttarhöld sagðist maðurinn hafa á þeim tíma sem hann rændi Eriksson hafa fundið fyrir því sem hann lýsti sem „geðrænni truflun“. Þá sagðist hann hafa viljað eignast kærustu og því hafi hann rænt konunni. Í frétt SVT segir að Eriksson að maðurinn þarfnist mikillar nándar. „Hann vildi að við svæfum saman… og það var auðvitað skelfilegt að sofa við hliðina á manni sem hefur rænt manni. Hann vildi stöðuga líkamlega snertingu.“ Í fyrri fréttum Vísis af málinu kom fram að maðurinn hefði komið svefntöflum fyrir í jarðarberjum sem konan neytti og var henni ekið á bæ læknisins í sveitinni á Skáni skömmu síðar. Þar hafði maðurinn komið upp hljóðeinangruðu byrgi þar sem ætlunin var að halda henni fanginni í mörg ár.Teikning af sænska lækninum Martin Trenneborg og verjanda hans Mari Schaub í réttarsal í Stokkhólmi.Vísir/EPAFór aftur til Stokkhólms Upp komst um málið þegar læknirinn komst að því að lögreglan væri að leita að konunni. Það gerðist þegar hann ákvað að aka aftur til Stokkhólms með konuna svo hún gæti náð í föt á heimili sínu. Þegar þangað var komið kom í ljós að lögreglan hafði brotið upp hurðina á heimili hennar og skipt um lás. Læknirinn er sagður hafa orðið skelfingu lostinn þegar hann komst að því. Hann ákvað því að skipa konunni að fara á lögreglustöð í Stokkhólmi þar sem hún átti að segja lögreglunni að það amaði ekkert að henni og því mætti hætta leitinni að henni. Maðurinn fór með henni á lögreglustöðina og hafði skammbyssu meðferðis. Hafði hann hótað að myrða konuna ef hún gerði ekki eins og hann sagði. Þegar á lögreglustöðina var komið ákváðu lögreglumennirnir að taka konuna afsíðis og yfirheyra hana, þar sem þeir áttu bágt með að trúa hennar frásögn. Kom þá í ljós að hún var fangi læknisins og var hann handtekinn í kjölfarið.
Tengdar fréttir Sænski læknirinn hafði gert samning fyrir konuna sem kvað á um hvernig hann mætti misnota hana Réttarhöld hafin yfir sænska lækninum sem er ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi. 25. janúar 2016 12:51 Sænskur læknir ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi Upp komst um málið þegar hann bað konuna um að segja lögreglu að hætta leit að henni. 16. janúar 2016 23:03 Sænski læknirinn dæmdur í tíu ára fangelsi Læknirinn var sakfelldur fyrir að hafa haldið konu fanginni í hljóðeinangruðu byrgi á Skáni í fimm daga í haust. 23. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Sænski læknirinn hafði gert samning fyrir konuna sem kvað á um hvernig hann mætti misnota hana Réttarhöld hafin yfir sænska lækninum sem er ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi. 25. janúar 2016 12:51
Sænskur læknir ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi Upp komst um málið þegar hann bað konuna um að segja lögreglu að hætta leit að henni. 16. janúar 2016 23:03
Sænski læknirinn dæmdur í tíu ára fangelsi Læknirinn var sakfelldur fyrir að hafa haldið konu fanginni í hljóðeinangruðu byrgi á Skáni í fimm daga í haust. 23. febrúar 2016 10:23