Ólafur er sá langelsti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 06:30 Óli Jóh á hliðarlínunni. vísir/Anton Þegar flestir þjálfarar eru sestir í helgan stein þá er Ólafur Jóhannesson enn að sýna yngri þjálfurunum í Pepsi-deildinni hvernig þjálfarar fara að því að gera lið að meisturum. Hann hélt upp á sextugsafmælið í lok júní og aðeins tæpum tveimur mánuðum síðar tryggði Valsliðið sér titilinn þrátt fyrir að tvær umferðir væru enn eftir af Íslandsmótinu. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs sem þjálfara og í þremur af þessum fjórum skiptum hefur titillinn verið í höfn fyrir lokaumferðina. Það var aðeins sá fyrsti, haustið 2004, sem vannst ekki fyrr en í síðustu umferð. Með því að vinna titilinn í ár, ellefu árum eftir að sá síðasti kom í hús, þá setti Ólafur nýtt met í efstu deild á Íslandi. Elsti Íslandsmeistaraþjálfarinn fyrir þetta tímabil var Yuri Sedov sem gerði Víkinga að Íslandsmeisturum tvö ár í röð í byrjun níunda áratugarins.Kom 51 árs til Íslands Sovétmaðurinn Yuri Sedov fæddist í Moskvu í mars 1929 og var því orðinn 51 árs þegar hann kom til Íslands árið 1980. Víkingar unnu titilinn bæði 1981 og 1982 en seinna árið var Sedov því orðinn 53 ára gamall. Sedov sló fyrra árið met Óla B. Jónssonar. Ólafur er því að bæta þetta met um heil sjö ár. Ólafur var áður í þriðja til fimmta sæti á listanum frá því að hann gerði FH að Íslandsmeisturum 49 ára gamall sumarið 2006. Júrí Ilitchev (Valur 1976) og Óli B. Jónsson (Valur 1967) voru einnig 49 ára þegar þeir gerðu lið að Íslandsmeisturum á sínum tíma á sjöunda og áttunda áratugi síðustu aldar.Tveir með 9 af 14 titlum Lærlingur Ólafs, Heimir Guðjónsson, hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla frá því að hann tók við liði FH af Ólafi fyrir níu árum. Heimir var fyrst fyrirliðinn hjá Ólafi og svo aðstoðarþjálfari hans eftir að skórnir fóru upp á hillu. Þeir félagar hafa því saman unnið 9 af 14 Íslandsmeistaratitlum í boði frá 2004. Ólafur var nálægt því að bæta annað met en ellefu ár eru á milli Íslandsmeistaratitla hans. Ríkharður Jónsson gerði ÍA að Íslandsmeisturum með tólf ára millibili (1958 og 1970). Ríkharður þjálfaði reyndar Íslandsmeistaralið ÍA framan af sumri 1960 en Guðjón Finnbogason tók svo við um mitt sumar og gerði liðið að meisturum. Það liðu síðan tíu ár á milli titla hjá Herði Helgasyni (1984 og 1994) en þessir tveir ásamt Ólafi skera sig úr á þessum lista yfir lengstu bið á milli titla. Ólafur er bæði sérstakur og óútreiknanlegur í samskiptum sínum við fjölmiðla og það er ekki hægt að halda því fram að blaðamenn viti hvar þeir hafa hann. Hann heldur öllum á tánum í kringum sig og leikmönnum sínum örugglega líka. Það eru nefnilega ekki allir sem eru með aðalmarkaskorara liðsins á bekknum í leik þar sem liðið getur orðið meistari. Patrick Pedersen fékk hins vegar ekki mínútu í sigurleiknum á móti Fjölni á sunnudaginn. Það kom ekki að sök því Valsmenn skoruðu fjögur mörk í leiknum og tryggðu sér titilinn.Finnur efnivið í meistaralið Þjálfaraaðferðir Ólafs bera árangur og smiðurinn finnur sér alltaf efnivið í meistaralið þegar hann þjálfar í efstu deild. Hann bjó til meistaralið í FH þegar flestir voru búnir að afskrifa hann og enginn hafði unnið titil áður hjá félaginu og hann hefur nú endurtekið dæmið á Hlíðarenda. Margir bjuggust ekki við miklu þegar hann tók við Valsliðinu 57 ára gamall og álitu að hans tími væri liðinn. Valsliðið hefur hins vegar unnið titil á hverju ári og er nú Íslandsmeistari í fyrsta sinn í áratug. Ólafur hefur þar með unnið stóran titil á sjö tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. FH vann titil á hverju ári frá 2004 til 2007 (3 Íslandsmeistaratitlar og bikarmeistaratitill) og Valsmenn hafa unnið titil undanfarin þrjú ár (2 bikarmeistaratitla og Íslandsmeistaratitil). Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Þegar flestir þjálfarar eru sestir í helgan stein þá er Ólafur Jóhannesson enn að sýna yngri þjálfurunum í Pepsi-deildinni hvernig þjálfarar fara að því að gera lið að meisturum. Hann hélt upp á sextugsafmælið í lok júní og aðeins tæpum tveimur mánuðum síðar tryggði Valsliðið sér titilinn þrátt fyrir að tvær umferðir væru enn eftir af Íslandsmótinu. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs sem þjálfara og í þremur af þessum fjórum skiptum hefur titillinn verið í höfn fyrir lokaumferðina. Það var aðeins sá fyrsti, haustið 2004, sem vannst ekki fyrr en í síðustu umferð. Með því að vinna titilinn í ár, ellefu árum eftir að sá síðasti kom í hús, þá setti Ólafur nýtt met í efstu deild á Íslandi. Elsti Íslandsmeistaraþjálfarinn fyrir þetta tímabil var Yuri Sedov sem gerði Víkinga að Íslandsmeisturum tvö ár í röð í byrjun níunda áratugarins.Kom 51 árs til Íslands Sovétmaðurinn Yuri Sedov fæddist í Moskvu í mars 1929 og var því orðinn 51 árs þegar hann kom til Íslands árið 1980. Víkingar unnu titilinn bæði 1981 og 1982 en seinna árið var Sedov því orðinn 53 ára gamall. Sedov sló fyrra árið met Óla B. Jónssonar. Ólafur er því að bæta þetta met um heil sjö ár. Ólafur var áður í þriðja til fimmta sæti á listanum frá því að hann gerði FH að Íslandsmeisturum 49 ára gamall sumarið 2006. Júrí Ilitchev (Valur 1976) og Óli B. Jónsson (Valur 1967) voru einnig 49 ára þegar þeir gerðu lið að Íslandsmeisturum á sínum tíma á sjöunda og áttunda áratugi síðustu aldar.Tveir með 9 af 14 titlum Lærlingur Ólafs, Heimir Guðjónsson, hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla frá því að hann tók við liði FH af Ólafi fyrir níu árum. Heimir var fyrst fyrirliðinn hjá Ólafi og svo aðstoðarþjálfari hans eftir að skórnir fóru upp á hillu. Þeir félagar hafa því saman unnið 9 af 14 Íslandsmeistaratitlum í boði frá 2004. Ólafur var nálægt því að bæta annað met en ellefu ár eru á milli Íslandsmeistaratitla hans. Ríkharður Jónsson gerði ÍA að Íslandsmeisturum með tólf ára millibili (1958 og 1970). Ríkharður þjálfaði reyndar Íslandsmeistaralið ÍA framan af sumri 1960 en Guðjón Finnbogason tók svo við um mitt sumar og gerði liðið að meisturum. Það liðu síðan tíu ár á milli titla hjá Herði Helgasyni (1984 og 1994) en þessir tveir ásamt Ólafi skera sig úr á þessum lista yfir lengstu bið á milli titla. Ólafur er bæði sérstakur og óútreiknanlegur í samskiptum sínum við fjölmiðla og það er ekki hægt að halda því fram að blaðamenn viti hvar þeir hafa hann. Hann heldur öllum á tánum í kringum sig og leikmönnum sínum örugglega líka. Það eru nefnilega ekki allir sem eru með aðalmarkaskorara liðsins á bekknum í leik þar sem liðið getur orðið meistari. Patrick Pedersen fékk hins vegar ekki mínútu í sigurleiknum á móti Fjölni á sunnudaginn. Það kom ekki að sök því Valsmenn skoruðu fjögur mörk í leiknum og tryggðu sér titilinn.Finnur efnivið í meistaralið Þjálfaraaðferðir Ólafs bera árangur og smiðurinn finnur sér alltaf efnivið í meistaralið þegar hann þjálfar í efstu deild. Hann bjó til meistaralið í FH þegar flestir voru búnir að afskrifa hann og enginn hafði unnið titil áður hjá félaginu og hann hefur nú endurtekið dæmið á Hlíðarenda. Margir bjuggust ekki við miklu þegar hann tók við Valsliðinu 57 ára gamall og álitu að hans tími væri liðinn. Valsliðið hefur hins vegar unnið titil á hverju ári og er nú Íslandsmeistari í fyrsta sinn í áratug. Ólafur hefur þar með unnið stóran titil á sjö tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. FH vann titil á hverju ári frá 2004 til 2007 (3 Íslandsmeistaratitlar og bikarmeistaratitill) og Valsmenn hafa unnið titil undanfarin þrjú ár (2 bikarmeistaratitla og Íslandsmeistaratitil).
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira