Enski boltinn

Byrjunarlið Sunderland átti fleiri leiki fyrir Everton en byrjunarlið Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jack Rodwell lék yfir 100 leiki fyrir Everton.
Jack Rodwell lék yfir 100 leiki fyrir Everton. vísir/getty
Stuðningsmenn Everton könnuðust við nokkur andlit í liði Sunderland sem mætti á Goodison Park í 3. umferð enska deildabikarsins í gær.

Byrjunarlið Sunderland í gær átti nefnilega fleiri leiki að baki fyrir Everton heldur en byrjunarlið Everton.

Í byrjunarliði Sunderland voru þrír fyrrverandi leikmenn Everton sem spiluðu samtals 238 leiki fyrir Bítlaborgarfélagið á sínum tíma. Á meðan höfðu þeir 11 sem byrjuðu hjá Everton aðeins leikið samtals 230 leiki fyrir félagið.

Jack Rodwell er uppalinn hjá Everton og lék á sínum tíma 109 leiki fyrir félagið. Darron Gibson lék 69 leiki fyrir Everton og James Vaughn 60.

David Moyes, sem stýrði Sunderland á síðasta tímabili, fékk nokkra fyrrverandi leikmenn Everton til félagsins í fyrra. Það dugði þó skammt því Sunderland féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Everton vann leikinn í gær með þremur mörkum gegn engu og mætir Chelsea í 5. umferðinni.


Tengdar fréttir

Everton sækir Chelsea heim

Í kvöld var dregið í næstu umferð í enska deildabikarnum og eru nokkrar áhugaverðar rimmur á dagskrá.

Ekkert óvænt í deildabikarnum

Stóru liðin í enska boltanum voru ekki í neinu rugli í deildabikarnum í kvöld og unnu sína leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×