Lögreglan telur augljóst að árásarmaðurinn tengist stærra neti hryðjuverkamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2017 14:37 Salman Abedi var fæddur árið 1994. Lögreglan í Manchester telur augljóst að Salman Abedi, maðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena á mánudagskvöld, tengist stærra neti hryðjuverkamanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar nú síðdegis þegar Ian Hopkins, lögreglustjóri, var spurður að því hvort að verið væri að leita að öðrum manni sem gerði sprengjuna sem Abedi notaði, en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að leitað væri að „sprengjugerðarmanni.“ Þannig telur öryggisblaðamaður BBC að Abedi hafi verið nokkurs konar burðardýr, það er að hann hafi ekki búið sprengjuna til sjálfur.Segir son sinn saklausan Þá gaf lögreglustjórinn ekki upp hvort að lögreglan hefði fundið „sprengjuverksmiðjuna“ en sagði að lögreglan væri að leita ítarlega um alla Manchester-borg. Þannig var mikill viðbúnaður í miðborginni í dag vegna húsleitar lögreglu. Lögreglustjórinn staðfesti að lögreglukona hefði verið á meðal þeirra sem lést í árásinni en gaf ekki upp nafn hennar að svo stöddu. AP-fréttastofan ræddi í dag við föður Abedi sem segir að sonur sinn sé saklaus. Þá sagði hann jafnframt að einn hinna handteknu væri annar sonur hans, hinn 23 ára gamli Ismail Abedi. „Við trúum ekki á það að drepa saklaust fólk, þetta erum ekki við,“ sagði Abedi eldri við AP og staðfesti einnig að Abedi hefði verið í Líbíu fyrir sex vikum og hefði ætlað sér að fara til Sádi-Arabíu. Eins og greint hefur verið frá hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar verið hækkað í Bretlandi og hermenn verið kallaðir út. Alls hafa fjórir verið handteknir vegna árásarinnar. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41 Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Lögreglan í Manchester telur augljóst að Salman Abedi, maðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena á mánudagskvöld, tengist stærra neti hryðjuverkamanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar nú síðdegis þegar Ian Hopkins, lögreglustjóri, var spurður að því hvort að verið væri að leita að öðrum manni sem gerði sprengjuna sem Abedi notaði, en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að leitað væri að „sprengjugerðarmanni.“ Þannig telur öryggisblaðamaður BBC að Abedi hafi verið nokkurs konar burðardýr, það er að hann hafi ekki búið sprengjuna til sjálfur.Segir son sinn saklausan Þá gaf lögreglustjórinn ekki upp hvort að lögreglan hefði fundið „sprengjuverksmiðjuna“ en sagði að lögreglan væri að leita ítarlega um alla Manchester-borg. Þannig var mikill viðbúnaður í miðborginni í dag vegna húsleitar lögreglu. Lögreglustjórinn staðfesti að lögreglukona hefði verið á meðal þeirra sem lést í árásinni en gaf ekki upp nafn hennar að svo stöddu. AP-fréttastofan ræddi í dag við föður Abedi sem segir að sonur sinn sé saklaus. Þá sagði hann jafnframt að einn hinna handteknu væri annar sonur hans, hinn 23 ára gamli Ismail Abedi. „Við trúum ekki á það að drepa saklaust fólk, þetta erum ekki við,“ sagði Abedi eldri við AP og staðfesti einnig að Abedi hefði verið í Líbíu fyrir sex vikum og hefði ætlað sér að fara til Sádi-Arabíu. Eins og greint hefur verið frá hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar verið hækkað í Bretlandi og hermenn verið kallaðir út. Alls hafa fjórir verið handteknir vegna árásarinnar.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41 Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41
Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17