Macron blæs til stórsóknar gegn kynbundnu ofbeldi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 23:10 Emmanuel Macron, forseti Frakklands,boðar aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. Vísir/Getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitir stórsókn gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta kom fram í ræðu forsetans sem hann hélt í París í dag af tilefni sextán daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn í dag var alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf átaksins sem haldið er til vitundarvakningar um umfang vandans. Hann segir að Frakkland sé „sjúkt af kynjamisrétti.“ Frá þessu er greint á vef AFP. Macron hóf ræðuhöldin á því að biðja um mínútu þögn til þess að heiðra minningu þeirra hundrað tuttugu og þriggja kvenna sem drepnar voru af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðasta ári. „Frakkland getur ekki lengur verið á meðal þeirra landa þar sem konur óttast um öryggi sitt,“ segir Macron sem heitir því að baráttan gegn „hræðilegu og skammarlegu“ ofbeldi gegn konum verði eitt af aðalmálefnum ríkisstjórnarinnar. Í ræðunni varpar forsetinn ljósi á þær aðgerðir sem hann hyggst ráðast í á kjörtímabilinu. Farið verður í herferð gegn kynferðislegri áreitni gegn konum á götum úti en götuáreiti er umfangsmikið vandamál í Frakklandi. Þá talar forsetinn fyrir því að herða á lögunum um aldur einstaklinga og samræði. Hann vill breyta lögunum þannig að það sé lögbrot að hafa samræði við barn sem er yngra en fimmtán ára. Macron vill auðvelda konum að leggja fram kæru og hyggst hann búa svo um hnútana að konur geti komist í beint samband við lögregluna í gegnum netið á öllum tímum sólarhringsins. Þá ætlar Macron sjálfur að taka þátt í vitundarvakningu um kynferðislega áreitni í skólum landsins. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitir stórsókn gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta kom fram í ræðu forsetans sem hann hélt í París í dag af tilefni sextán daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn í dag var alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf átaksins sem haldið er til vitundarvakningar um umfang vandans. Hann segir að Frakkland sé „sjúkt af kynjamisrétti.“ Frá þessu er greint á vef AFP. Macron hóf ræðuhöldin á því að biðja um mínútu þögn til þess að heiðra minningu þeirra hundrað tuttugu og þriggja kvenna sem drepnar voru af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðasta ári. „Frakkland getur ekki lengur verið á meðal þeirra landa þar sem konur óttast um öryggi sitt,“ segir Macron sem heitir því að baráttan gegn „hræðilegu og skammarlegu“ ofbeldi gegn konum verði eitt af aðalmálefnum ríkisstjórnarinnar. Í ræðunni varpar forsetinn ljósi á þær aðgerðir sem hann hyggst ráðast í á kjörtímabilinu. Farið verður í herferð gegn kynferðislegri áreitni gegn konum á götum úti en götuáreiti er umfangsmikið vandamál í Frakklandi. Þá talar forsetinn fyrir því að herða á lögunum um aldur einstaklinga og samræði. Hann vill breyta lögunum þannig að það sé lögbrot að hafa samræði við barn sem er yngra en fimmtán ára. Macron vill auðvelda konum að leggja fram kæru og hyggst hann búa svo um hnútana að konur geti komist í beint samband við lögregluna í gegnum netið á öllum tímum sólarhringsins. Þá ætlar Macron sjálfur að taka þátt í vitundarvakningu um kynferðislega áreitni í skólum landsins.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira