Guardiola: Óeðlilega miklir peningar en svona er þetta orðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2017 20:08 Pep Guardiola vonast til að fá góðan leik þegar hans menn í Manchester City mæta West Ham á Laugardalsvelli klukkan 14.00 á morgun. Hörður Magnússon ræddi við hann fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 en brosmildur og afslappaður Guardiola sagðist vera spenntur fyrir því að fá að spila á Íslandi. „Við erum fyrst og fremst ánægðir með að vera hérna á Íslandi. Þetta er land sem maður getur ekki heimsótt oft. Þetta er síðasti æfingaleikurinn okkar áður en enska úrvalsdeildin hefst. Vonandi tekst okkur að spila vel og að áhorfendur fái góðan leik.“ City hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu og Guardiola er ánægður með stöðu mála. „Leikmenn hafa lagt mikið á sig og sloppið við meiðsli. Við höfum spilað vel og náðum að leysa þau mál sem við ætluðum okkur að gera. Þess vegna erum við ánægðir.“ Stóru tíðindi dagsins og vikunnar eru félagaskipti Neymar til PSG frá Barcelona á 222 milljónir evra. Neymar verður þá langdýrasti leikmaður heims en Guardiola gerir ekki athugasemdir við að knattspyrnan sé að þróast á þennan hátt. „Knattspyrnan elur af sér marga aðdáendur og margar beinar útsendingar í sjónvarpi. Það er mikið af peningum í spilinu hjá mörgum félögum og þegar félög hafa efni á því að eyða mikið í leikmenn þá gera þau það.“ „Þetta er vinsæl íþrótt um allan heim og þess vegna er þetta hægt. Þannig er þetta orðið. Ef þú spyrð mig hvort þetta sé eðlilegt þá er svarið nei, enda mikið af peningum. Þetta hefur breyst mikið fyrir alla á undanförnum árum en vinsældir knattspyrnunnar hefur gert þetta mögulegt.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp um kaupverðið á Neymar: Ég hélt að það væru til reglur Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er ekki sammála Jose Mourinho um að Brasilíumaðurinn Neymar sé ekki dýr. 3. ágúst 2017 11:45 Guardiola gleymdi vegabréfinu Sem kunnugt er mætir Manchester City West Ham í æfingaleik á Laugardalsvelli á morgun. 3. ágúst 2017 12:49 Noble: Tapið gegn Íslandi plagar Joe hvern dag Mark Noble og Slaven Bilic ræddu við fréttamenn á Laugardalsvelli síðdegis. 3. ágúst 2017 16:40 Noble um árin með Eggerti: Mér samdi alltaf mjög vel við hann Mark Noble gat ekki annað en brosið þegar hann var spurður út í West Ham ævintýri Íslendinganna sem keypti félagið árið 2007. 3. ágúst 2017 19:28 Stórstjörnur City spila í Reykjavík Staðfest er að margar af stærstu stjörnum Manchester City spila gegn West Ham á Laugardalsvelli á föstudag. 3. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Pep Guardiola vonast til að fá góðan leik þegar hans menn í Manchester City mæta West Ham á Laugardalsvelli klukkan 14.00 á morgun. Hörður Magnússon ræddi við hann fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 en brosmildur og afslappaður Guardiola sagðist vera spenntur fyrir því að fá að spila á Íslandi. „Við erum fyrst og fremst ánægðir með að vera hérna á Íslandi. Þetta er land sem maður getur ekki heimsótt oft. Þetta er síðasti æfingaleikurinn okkar áður en enska úrvalsdeildin hefst. Vonandi tekst okkur að spila vel og að áhorfendur fái góðan leik.“ City hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu og Guardiola er ánægður með stöðu mála. „Leikmenn hafa lagt mikið á sig og sloppið við meiðsli. Við höfum spilað vel og náðum að leysa þau mál sem við ætluðum okkur að gera. Þess vegna erum við ánægðir.“ Stóru tíðindi dagsins og vikunnar eru félagaskipti Neymar til PSG frá Barcelona á 222 milljónir evra. Neymar verður þá langdýrasti leikmaður heims en Guardiola gerir ekki athugasemdir við að knattspyrnan sé að þróast á þennan hátt. „Knattspyrnan elur af sér marga aðdáendur og margar beinar útsendingar í sjónvarpi. Það er mikið af peningum í spilinu hjá mörgum félögum og þegar félög hafa efni á því að eyða mikið í leikmenn þá gera þau það.“ „Þetta er vinsæl íþrótt um allan heim og þess vegna er þetta hægt. Þannig er þetta orðið. Ef þú spyrð mig hvort þetta sé eðlilegt þá er svarið nei, enda mikið af peningum. Þetta hefur breyst mikið fyrir alla á undanförnum árum en vinsældir knattspyrnunnar hefur gert þetta mögulegt.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp um kaupverðið á Neymar: Ég hélt að það væru til reglur Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er ekki sammála Jose Mourinho um að Brasilíumaðurinn Neymar sé ekki dýr. 3. ágúst 2017 11:45 Guardiola gleymdi vegabréfinu Sem kunnugt er mætir Manchester City West Ham í æfingaleik á Laugardalsvelli á morgun. 3. ágúst 2017 12:49 Noble: Tapið gegn Íslandi plagar Joe hvern dag Mark Noble og Slaven Bilic ræddu við fréttamenn á Laugardalsvelli síðdegis. 3. ágúst 2017 16:40 Noble um árin með Eggerti: Mér samdi alltaf mjög vel við hann Mark Noble gat ekki annað en brosið þegar hann var spurður út í West Ham ævintýri Íslendinganna sem keypti félagið árið 2007. 3. ágúst 2017 19:28 Stórstjörnur City spila í Reykjavík Staðfest er að margar af stærstu stjörnum Manchester City spila gegn West Ham á Laugardalsvelli á föstudag. 3. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Klopp um kaupverðið á Neymar: Ég hélt að það væru til reglur Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er ekki sammála Jose Mourinho um að Brasilíumaðurinn Neymar sé ekki dýr. 3. ágúst 2017 11:45
Guardiola gleymdi vegabréfinu Sem kunnugt er mætir Manchester City West Ham í æfingaleik á Laugardalsvelli á morgun. 3. ágúst 2017 12:49
Noble: Tapið gegn Íslandi plagar Joe hvern dag Mark Noble og Slaven Bilic ræddu við fréttamenn á Laugardalsvelli síðdegis. 3. ágúst 2017 16:40
Noble um árin með Eggerti: Mér samdi alltaf mjög vel við hann Mark Noble gat ekki annað en brosið þegar hann var spurður út í West Ham ævintýri Íslendinganna sem keypti félagið árið 2007. 3. ágúst 2017 19:28
Stórstjörnur City spila í Reykjavík Staðfest er að margar af stærstu stjörnum Manchester City spila gegn West Ham á Laugardalsvelli á föstudag. 3. ágúst 2017 13:00