Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2017 08:00 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vann varnarsigur. vísir/afp Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU/CSU), lofaði í gær að vinna kjósendur þjóðernishyggjuflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) aftur á sitt band. Útlit er fyrir að kjósendur Kristilegra demókrata hafi margir hverjir flykkst til AfD. Þótt Kristilegir demókratar hafi fengið langflest atkvæði í þýsku kosningunum um helgina töpuðu þeir 8,5 prósentum atkvæða miðað við kosningarnar árið 2013. AfD fékk hins vegar 7,9 prósentustigum fleiri atkvæði. Fengu Kristilegir demókratar þannig sína verstu kosningu í nærri sjö áratugi. AfD eru augljósir sigurvegarar kosninganna. Einungis einn annar flokkur, Frjálslyndir demókratar (FDP), bætti við sig meira en einu prósentustigi. Bætti FDP við sig alls 5,9 prósentustigum en flokkurinn náði ekki inn á þing í síðustu kosningum eftir að hafa verið í ríkisstjórn með CDU/CSU. Þrátt fyrir velgengni AfD lýsti Frauke Petry, annar formanna flokksins, því yfir á stuttum blaðamannafundi í gær að hún hygðist ekki taka sæti á þingi fyrir AfD. Hún myndi frekar verða óháður þingmaður. Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. Um er að ræða samsteypustjórn FDP, Græningja, og Kristilegra demókrata sem hefðu saman 393 af 630 þingsætum. Slíkt stjórnarmynstur hefur verið kallað Jamaíkustjórn. Vísar það þess að einkennislitir flokkanna eru þeir sömu og eru í jamaíska fánanum. Aldrei hefur reynt á samstarf þessara flokka á þýska sambandsþinginu en flokkarnir starfa saman í þingi Slésvíkur-Holtsetalands. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU/CSU), lofaði í gær að vinna kjósendur þjóðernishyggjuflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) aftur á sitt band. Útlit er fyrir að kjósendur Kristilegra demókrata hafi margir hverjir flykkst til AfD. Þótt Kristilegir demókratar hafi fengið langflest atkvæði í þýsku kosningunum um helgina töpuðu þeir 8,5 prósentum atkvæða miðað við kosningarnar árið 2013. AfD fékk hins vegar 7,9 prósentustigum fleiri atkvæði. Fengu Kristilegir demókratar þannig sína verstu kosningu í nærri sjö áratugi. AfD eru augljósir sigurvegarar kosninganna. Einungis einn annar flokkur, Frjálslyndir demókratar (FDP), bætti við sig meira en einu prósentustigi. Bætti FDP við sig alls 5,9 prósentustigum en flokkurinn náði ekki inn á þing í síðustu kosningum eftir að hafa verið í ríkisstjórn með CDU/CSU. Þrátt fyrir velgengni AfD lýsti Frauke Petry, annar formanna flokksins, því yfir á stuttum blaðamannafundi í gær að hún hygðist ekki taka sæti á þingi fyrir AfD. Hún myndi frekar verða óháður þingmaður. Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. Um er að ræða samsteypustjórn FDP, Græningja, og Kristilegra demókrata sem hefðu saman 393 af 630 þingsætum. Slíkt stjórnarmynstur hefur verið kallað Jamaíkustjórn. Vísar það þess að einkennislitir flokkanna eru þeir sömu og eru í jamaíska fánanum. Aldrei hefur reynt á samstarf þessara flokka á þýska sambandsþinginu en flokkarnir starfa saman í þingi Slésvíkur-Holtsetalands.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira