Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2017 06:00 Shinzo Abe forsætisráðherra vill endurnýja umboð sitt. vísir/epa Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, boðaði í gær til þingkosninga. Kjörtímabilinu átti að ljúka á næsta ári en nú er ljóst að Abe mun rjúfa þing á fimmtudaginn. Ekki er búið að greina frá því hvenær kjördagur verður en japanskir fjölmiðlar halda því fram að 22. október sé líklegasta dagsetningin. Abe sagði í gær að ákvörðunin væri tekin þar sem hann vildi endurnýja umboð sitt til að takast á við öryggiskreppuna sem hefur orðið í landinu vegna vaxandi ógnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur tvisvar skotið eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. Þá tilkynnti forsætisráðherrann einnig um innspýtingu í mennta- og velferðarkerfi Japans. Til stendur að verja nærri tveimur billjónum króna en Abe sagði innspýtinguna nauðsynlega til þess að undirbúa þjóðina fyrir framtíðina. Ástæðuna fyrir því að Abe hefur boðað til kosninga má rekja til þess að flokkur hans mælist nú vinsælli en undanfarna mánuði, að því er BBC greinir frá. Halda greinendur BBC því fram að með því að boða til kosninga ári á undan áætlun sé hægt að nýta sér þann meðbyr sem flokkurinn hefur fengið vegna ástandsins á Kóreuskaga. Stuðningur við Abe mældist til að mynda tæp þrjátíu prósent í júlí en nú í september styður um helmingur japönsku þjóðarinnar forsætisráðherrann. Veik staða stjórnarandstöðu bendir einnig til þess að Abe muni vinna góðan sigur í kosningunum. Frjálslyndir demókratar, flokkur Abe, mældist með 41 prósents fylgi í nýlegri könnun TV Tokyo. Til samanburðar mældist stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Demókratar, með um sjö prósenta fylgi. Frjálslyndir demókratar hafa verið í samsteypustjórn með Komeito-flokknum á kjörtímabilinu með rúmlega tvo þriðju hluta þingsæta. Meirihlutinn er svo stór þar sem Abe vill breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að staða hersins verði formlega viðurkennd. Miðað við skoðanakannanir er óvíst hvort sá ofurmeirihluti haldi. Fleiri ríki en Japan gripu til aðgerða í gær vegna ástandsins á Kóreuskaga. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ákvað í gær að útvíkka hið umdeilda ferðabann sitt svo það nái einnig til ríkisborgara Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. Hingað til hefur bannið einungis náð til fimm múslimaríkja, það er Líbýu, Írans, Sýrlands, Jemens og Sómalíu. Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Hefur Trump kallað Kim geðveikan eldflaugamann og Kim kallað Trump elliæran geðsjúkling. Í tilkynningu í gær sagði Trump að bannið væri útvíkkað vegna þess að það væri forgangsmál að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Ekki væri boðlegt að veita fólki inngöngu í landið sem ekki væri hægt að ganga úr skugga um að myndi ekki valda skaða. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, boðaði í gær til þingkosninga. Kjörtímabilinu átti að ljúka á næsta ári en nú er ljóst að Abe mun rjúfa þing á fimmtudaginn. Ekki er búið að greina frá því hvenær kjördagur verður en japanskir fjölmiðlar halda því fram að 22. október sé líklegasta dagsetningin. Abe sagði í gær að ákvörðunin væri tekin þar sem hann vildi endurnýja umboð sitt til að takast á við öryggiskreppuna sem hefur orðið í landinu vegna vaxandi ógnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur tvisvar skotið eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. Þá tilkynnti forsætisráðherrann einnig um innspýtingu í mennta- og velferðarkerfi Japans. Til stendur að verja nærri tveimur billjónum króna en Abe sagði innspýtinguna nauðsynlega til þess að undirbúa þjóðina fyrir framtíðina. Ástæðuna fyrir því að Abe hefur boðað til kosninga má rekja til þess að flokkur hans mælist nú vinsælli en undanfarna mánuði, að því er BBC greinir frá. Halda greinendur BBC því fram að með því að boða til kosninga ári á undan áætlun sé hægt að nýta sér þann meðbyr sem flokkurinn hefur fengið vegna ástandsins á Kóreuskaga. Stuðningur við Abe mældist til að mynda tæp þrjátíu prósent í júlí en nú í september styður um helmingur japönsku þjóðarinnar forsætisráðherrann. Veik staða stjórnarandstöðu bendir einnig til þess að Abe muni vinna góðan sigur í kosningunum. Frjálslyndir demókratar, flokkur Abe, mældist með 41 prósents fylgi í nýlegri könnun TV Tokyo. Til samanburðar mældist stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Demókratar, með um sjö prósenta fylgi. Frjálslyndir demókratar hafa verið í samsteypustjórn með Komeito-flokknum á kjörtímabilinu með rúmlega tvo þriðju hluta þingsæta. Meirihlutinn er svo stór þar sem Abe vill breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að staða hersins verði formlega viðurkennd. Miðað við skoðanakannanir er óvíst hvort sá ofurmeirihluti haldi. Fleiri ríki en Japan gripu til aðgerða í gær vegna ástandsins á Kóreuskaga. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ákvað í gær að útvíkka hið umdeilda ferðabann sitt svo það nái einnig til ríkisborgara Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. Hingað til hefur bannið einungis náð til fimm múslimaríkja, það er Líbýu, Írans, Sýrlands, Jemens og Sómalíu. Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Hefur Trump kallað Kim geðveikan eldflaugamann og Kim kallað Trump elliæran geðsjúkling. Í tilkynningu í gær sagði Trump að bannið væri útvíkkað vegna þess að það væri forgangsmál að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Ekki væri boðlegt að veita fólki inngöngu í landið sem ekki væri hægt að ganga úr skugga um að myndi ekki valda skaða.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira