Aron Einar finnur fyrir árunum níu á Englandi og íhugar að taka aftur upp handboltann Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. maí 2017 10:00 Það er alveg ástæða fyrir ævintýralegum innköstum Arons Einars. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff og landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, býst við að vera áfram hjá velska liðinu í B-deildinni á Englandi en hann var algjör lykilmaður þar á síðustu leiktíð undir stjórn Neils Warnocks. Aron er búinn að spila á Englandi síðan hann var 19 ára gamall en Championship-deildin er ein sú erfiðasta sem hægt er að spila í. Leikirnir eru 46 á hverju tímabili og harkan mikil. Þetta er farið að taka sinn toll viðurkennir Akureyringurinn. „Ég er búinn að vera á Englandi í níu ár. Það var eitt ár sem við vorum í úrvalsdeildinni en annars er ég búinn að spila í átta ár í Championship-deildinni. Þetta er aðeins farið að taka á líkamann,“ segir Aron Einar í viðtali við Harmageddon en hann fagnaði 28 ára afmæli sínu á dögunum. „Ég er ekki orðinn neitt gamall en ég er alveg farinn að finna fyrir þessum 400 deildarleikjum sem ég hef spilað.“Aron Einar ætlar stefnir á leikjamet Rúnars Kristinssonar sem eru 104 leikir.vísir/gettyLíklega áfram hjá Cardiff Aron Einar spilaði sinn 70. landsleik á dögunum en hann er langt frá því byrjaður að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna til að framlengja sjálfan fótboltaferilinn. „Ég er ekki alveg á þeim stað enn þá. Það er leikjamet þarna sem ég á eftir að ná. Það er mér efst í huga,“ segir Aron Einar sem býst við að taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar með Cardiff. „Ég á eitt ár eftir af samningnum og ég ræddi við Warnock áður en ég fór heim. Hann bauð mér að framlengja um eitt ár til viðbótar. Ég sagðist bara ætla að skoða það en svo veit maður aldrei hvernig stöðu maður verður í janúar. Þetta er rólegt eins og er og ég er ekkert að drífa mig neitt en hugsanlega tek ég hálft ár í viðbót. Ég reikna ekki með því að Warnock selji mig í sumar.“ Aron Einar var á sínum yngri árum frábær handboltamaður en bróðir hans, Arnór Þór Gunnarsson er hægri hornamaður íslenska landsliðsins og leikmaður Bergischer í Þýskalandi. Aron elskar handbolta og hefur hugsað um að taka hann aftur upp þegar fótboltaferlinum lýkur. „Um daginn hugsaði ég að ég væri til í að taka eitt ár í handboltanum. Taka bara eitt ár einhversstaðar. Það gæti samt breyst á næsta ári. Ég bara veit það ekki,“ segir Aron aðspurður um hvað gerist þegar ferlinum lýkur í fótboltanum. „Pabbi er mikill handboltamaður og var smá fúll þegar ég ákvað að velja fótboltann. Ég held hann hafi jafnað sig í leiknum á móti Englandi,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.Hvaða lið er tilbúið með samning? Gætum jafnvel komið saman https://t.co/5tO94cVr4P @ronnimall— Arnór Þór Gunnarsson (@ArnorGunnarsson) May 16, 2017 Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff og landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, býst við að vera áfram hjá velska liðinu í B-deildinni á Englandi en hann var algjör lykilmaður þar á síðustu leiktíð undir stjórn Neils Warnocks. Aron er búinn að spila á Englandi síðan hann var 19 ára gamall en Championship-deildin er ein sú erfiðasta sem hægt er að spila í. Leikirnir eru 46 á hverju tímabili og harkan mikil. Þetta er farið að taka sinn toll viðurkennir Akureyringurinn. „Ég er búinn að vera á Englandi í níu ár. Það var eitt ár sem við vorum í úrvalsdeildinni en annars er ég búinn að spila í átta ár í Championship-deildinni. Þetta er aðeins farið að taka á líkamann,“ segir Aron Einar í viðtali við Harmageddon en hann fagnaði 28 ára afmæli sínu á dögunum. „Ég er ekki orðinn neitt gamall en ég er alveg farinn að finna fyrir þessum 400 deildarleikjum sem ég hef spilað.“Aron Einar ætlar stefnir á leikjamet Rúnars Kristinssonar sem eru 104 leikir.vísir/gettyLíklega áfram hjá Cardiff Aron Einar spilaði sinn 70. landsleik á dögunum en hann er langt frá því byrjaður að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna til að framlengja sjálfan fótboltaferilinn. „Ég er ekki alveg á þeim stað enn þá. Það er leikjamet þarna sem ég á eftir að ná. Það er mér efst í huga,“ segir Aron Einar sem býst við að taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar með Cardiff. „Ég á eitt ár eftir af samningnum og ég ræddi við Warnock áður en ég fór heim. Hann bauð mér að framlengja um eitt ár til viðbótar. Ég sagðist bara ætla að skoða það en svo veit maður aldrei hvernig stöðu maður verður í janúar. Þetta er rólegt eins og er og ég er ekkert að drífa mig neitt en hugsanlega tek ég hálft ár í viðbót. Ég reikna ekki með því að Warnock selji mig í sumar.“ Aron Einar var á sínum yngri árum frábær handboltamaður en bróðir hans, Arnór Þór Gunnarsson er hægri hornamaður íslenska landsliðsins og leikmaður Bergischer í Þýskalandi. Aron elskar handbolta og hefur hugsað um að taka hann aftur upp þegar fótboltaferlinum lýkur. „Um daginn hugsaði ég að ég væri til í að taka eitt ár í handboltanum. Taka bara eitt ár einhversstaðar. Það gæti samt breyst á næsta ári. Ég bara veit það ekki,“ segir Aron aðspurður um hvað gerist þegar ferlinum lýkur í fótboltanum. „Pabbi er mikill handboltamaður og var smá fúll þegar ég ákvað að velja fótboltann. Ég held hann hafi jafnað sig í leiknum á móti Englandi,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.Hvaða lið er tilbúið með samning? Gætum jafnvel komið saman https://t.co/5tO94cVr4P @ronnimall— Arnór Þór Gunnarsson (@ArnorGunnarsson) May 16, 2017
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti