Aron Einar finnur fyrir árunum níu á Englandi og íhugar að taka aftur upp handboltann Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. maí 2017 10:00 Það er alveg ástæða fyrir ævintýralegum innköstum Arons Einars. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff og landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, býst við að vera áfram hjá velska liðinu í B-deildinni á Englandi en hann var algjör lykilmaður þar á síðustu leiktíð undir stjórn Neils Warnocks. Aron er búinn að spila á Englandi síðan hann var 19 ára gamall en Championship-deildin er ein sú erfiðasta sem hægt er að spila í. Leikirnir eru 46 á hverju tímabili og harkan mikil. Þetta er farið að taka sinn toll viðurkennir Akureyringurinn. „Ég er búinn að vera á Englandi í níu ár. Það var eitt ár sem við vorum í úrvalsdeildinni en annars er ég búinn að spila í átta ár í Championship-deildinni. Þetta er aðeins farið að taka á líkamann,“ segir Aron Einar í viðtali við Harmageddon en hann fagnaði 28 ára afmæli sínu á dögunum. „Ég er ekki orðinn neitt gamall en ég er alveg farinn að finna fyrir þessum 400 deildarleikjum sem ég hef spilað.“Aron Einar ætlar stefnir á leikjamet Rúnars Kristinssonar sem eru 104 leikir.vísir/gettyLíklega áfram hjá Cardiff Aron Einar spilaði sinn 70. landsleik á dögunum en hann er langt frá því byrjaður að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna til að framlengja sjálfan fótboltaferilinn. „Ég er ekki alveg á þeim stað enn þá. Það er leikjamet þarna sem ég á eftir að ná. Það er mér efst í huga,“ segir Aron Einar sem býst við að taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar með Cardiff. „Ég á eitt ár eftir af samningnum og ég ræddi við Warnock áður en ég fór heim. Hann bauð mér að framlengja um eitt ár til viðbótar. Ég sagðist bara ætla að skoða það en svo veit maður aldrei hvernig stöðu maður verður í janúar. Þetta er rólegt eins og er og ég er ekkert að drífa mig neitt en hugsanlega tek ég hálft ár í viðbót. Ég reikna ekki með því að Warnock selji mig í sumar.“ Aron Einar var á sínum yngri árum frábær handboltamaður en bróðir hans, Arnór Þór Gunnarsson er hægri hornamaður íslenska landsliðsins og leikmaður Bergischer í Þýskalandi. Aron elskar handbolta og hefur hugsað um að taka hann aftur upp þegar fótboltaferlinum lýkur. „Um daginn hugsaði ég að ég væri til í að taka eitt ár í handboltanum. Taka bara eitt ár einhversstaðar. Það gæti samt breyst á næsta ári. Ég bara veit það ekki,“ segir Aron aðspurður um hvað gerist þegar ferlinum lýkur í fótboltanum. „Pabbi er mikill handboltamaður og var smá fúll þegar ég ákvað að velja fótboltann. Ég held hann hafi jafnað sig í leiknum á móti Englandi,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.Hvaða lið er tilbúið með samning? Gætum jafnvel komið saman https://t.co/5tO94cVr4P @ronnimall— Arnór Þór Gunnarsson (@ArnorGunnarsson) May 16, 2017 Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff og landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, býst við að vera áfram hjá velska liðinu í B-deildinni á Englandi en hann var algjör lykilmaður þar á síðustu leiktíð undir stjórn Neils Warnocks. Aron er búinn að spila á Englandi síðan hann var 19 ára gamall en Championship-deildin er ein sú erfiðasta sem hægt er að spila í. Leikirnir eru 46 á hverju tímabili og harkan mikil. Þetta er farið að taka sinn toll viðurkennir Akureyringurinn. „Ég er búinn að vera á Englandi í níu ár. Það var eitt ár sem við vorum í úrvalsdeildinni en annars er ég búinn að spila í átta ár í Championship-deildinni. Þetta er aðeins farið að taka á líkamann,“ segir Aron Einar í viðtali við Harmageddon en hann fagnaði 28 ára afmæli sínu á dögunum. „Ég er ekki orðinn neitt gamall en ég er alveg farinn að finna fyrir þessum 400 deildarleikjum sem ég hef spilað.“Aron Einar ætlar stefnir á leikjamet Rúnars Kristinssonar sem eru 104 leikir.vísir/gettyLíklega áfram hjá Cardiff Aron Einar spilaði sinn 70. landsleik á dögunum en hann er langt frá því byrjaður að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna til að framlengja sjálfan fótboltaferilinn. „Ég er ekki alveg á þeim stað enn þá. Það er leikjamet þarna sem ég á eftir að ná. Það er mér efst í huga,“ segir Aron Einar sem býst við að taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar með Cardiff. „Ég á eitt ár eftir af samningnum og ég ræddi við Warnock áður en ég fór heim. Hann bauð mér að framlengja um eitt ár til viðbótar. Ég sagðist bara ætla að skoða það en svo veit maður aldrei hvernig stöðu maður verður í janúar. Þetta er rólegt eins og er og ég er ekkert að drífa mig neitt en hugsanlega tek ég hálft ár í viðbót. Ég reikna ekki með því að Warnock selji mig í sumar.“ Aron Einar var á sínum yngri árum frábær handboltamaður en bróðir hans, Arnór Þór Gunnarsson er hægri hornamaður íslenska landsliðsins og leikmaður Bergischer í Þýskalandi. Aron elskar handbolta og hefur hugsað um að taka hann aftur upp þegar fótboltaferlinum lýkur. „Um daginn hugsaði ég að ég væri til í að taka eitt ár í handboltanum. Taka bara eitt ár einhversstaðar. Það gæti samt breyst á næsta ári. Ég bara veit það ekki,“ segir Aron aðspurður um hvað gerist þegar ferlinum lýkur í fótboltanum. „Pabbi er mikill handboltamaður og var smá fúll þegar ég ákvað að velja fótboltann. Ég held hann hafi jafnað sig í leiknum á móti Englandi,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.Hvaða lið er tilbúið með samning? Gætum jafnvel komið saman https://t.co/5tO94cVr4P @ronnimall— Arnór Þór Gunnarsson (@ArnorGunnarsson) May 16, 2017
Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira