Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2017 13:03 Skemmtistaðurinn Reina stendur við Bosporussund. Vísir/afp Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. Árásarmannsins er enn leitað.NRK hefur tekið saman það sem vitað er um árásina á þessari stundu.Lögreglumaður og vegfarandi voru skotnir til bana fyrir utan skemmtistaðinn Reina í Istanbúl klukkan 1:15 að staðartíma, eða 22:15 að íslenskum tíma, áður en hann hélt inn.Milli 500 og 600 manns voru saman komnir á skemmtistaðnum til að halda upp á áramótin.Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir að árásarmaðurinn hafi skilið skotvopn sitt eftir áður en hann lagði á flótta frá staðnum. Hann staðfesti einnig að hann hafi ekki klæðst jólasveinabúning líkt og margir fjölmiðlar höfðu greint frá.Árásarmaðurinn á að hafa notast við AK-47.Í myndbandsupptöku, sem ekki hefur fengist staðfest hvort að sé ósvikið, má sjá þegar árásarmaðurinn yfirgefur næturklúbbinn og skýtur á fólk. Hann er þá ekki klæddur jólasveinabúning.Búið er að greina frá því að vel á annan tug erlendra ríkisborgara hafi fallið. Staðfest er að á meðal fórnarlamba er fólk frá Ísrael, Sádi-Arabíu, Marokkó, Líbanon, Líbíu, auk Tyrkja. Reuters greinir frá þessu. Sjónvarpsstöðin 7sur7 greinir einnig frá því að Belgi hafi fallið í árásinni.Auk hinna föllnu eiga Frakkar og Búlgari að vera í hópi þeirra sem særðust. Frá þessu greia Le Figaro og Dnes.Skemmtistaðurinn er í hverfinu Ortaköy við sjávarsíðuna. Fjölmargir stukku út í Bosporus á flótta frá árásarmanninum.Tyrkneskir fjölmiðlar þurfa í fréttaflutningi sínum að fylgja ströngum fyrirmælum frá yfirvöldum. Þetta er oft gert í tilraun til að koma í veg fyrir frekari ringulreið í kjölfar hryðjuverkaárása.Viðbúnaður var mikill í Tyrklandi í gærkvöldi þar sem um 17 þúsund lögreglumenn voru á ferli í Istanbúl. Margir þeirra voru klæddir borgaralega.Árásarmannsins er enn leitað.Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti sagði í yfirlýsingu að Tyrkland myndi berjast gegn árásum hryðjuverkahópa og þeirra sem standa þeim að baki en einnig gegn efnahagslegum, pólitískum og félagslegum árásum.Forsetinn sagði að markmið hryðjuverkamannanna væri að skapa glundroða og draga kjarkinn úr Tyrkjum með viðbjóðslegum árásum sem beint væri gegn óbreyttum borgurum. Tyrkir myndu hins vegar standa sameinaðir gegn slíku og ekkert fengi samstöðu þeirra sundrað.Samkvæmt samantekt New York Times hafa 411 látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Uppfært 15:50: Búið er að bera kennsl á 35 af hinum 39 fórnarlömbum árásarinnar. 25 karlmenn og fjórtán konur fórust í árásinni – ellefu tyrkneskir ríkisborgarar og 24 erlendir. Leitin að árásarmanninum stendur enn yfir. Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. Árásarmannsins er enn leitað.NRK hefur tekið saman það sem vitað er um árásina á þessari stundu.Lögreglumaður og vegfarandi voru skotnir til bana fyrir utan skemmtistaðinn Reina í Istanbúl klukkan 1:15 að staðartíma, eða 22:15 að íslenskum tíma, áður en hann hélt inn.Milli 500 og 600 manns voru saman komnir á skemmtistaðnum til að halda upp á áramótin.Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir að árásarmaðurinn hafi skilið skotvopn sitt eftir áður en hann lagði á flótta frá staðnum. Hann staðfesti einnig að hann hafi ekki klæðst jólasveinabúning líkt og margir fjölmiðlar höfðu greint frá.Árásarmaðurinn á að hafa notast við AK-47.Í myndbandsupptöku, sem ekki hefur fengist staðfest hvort að sé ósvikið, má sjá þegar árásarmaðurinn yfirgefur næturklúbbinn og skýtur á fólk. Hann er þá ekki klæddur jólasveinabúning.Búið er að greina frá því að vel á annan tug erlendra ríkisborgara hafi fallið. Staðfest er að á meðal fórnarlamba er fólk frá Ísrael, Sádi-Arabíu, Marokkó, Líbanon, Líbíu, auk Tyrkja. Reuters greinir frá þessu. Sjónvarpsstöðin 7sur7 greinir einnig frá því að Belgi hafi fallið í árásinni.Auk hinna föllnu eiga Frakkar og Búlgari að vera í hópi þeirra sem særðust. Frá þessu greia Le Figaro og Dnes.Skemmtistaðurinn er í hverfinu Ortaköy við sjávarsíðuna. Fjölmargir stukku út í Bosporus á flótta frá árásarmanninum.Tyrkneskir fjölmiðlar þurfa í fréttaflutningi sínum að fylgja ströngum fyrirmælum frá yfirvöldum. Þetta er oft gert í tilraun til að koma í veg fyrir frekari ringulreið í kjölfar hryðjuverkaárása.Viðbúnaður var mikill í Tyrklandi í gærkvöldi þar sem um 17 þúsund lögreglumenn voru á ferli í Istanbúl. Margir þeirra voru klæddir borgaralega.Árásarmannsins er enn leitað.Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti sagði í yfirlýsingu að Tyrkland myndi berjast gegn árásum hryðjuverkahópa og þeirra sem standa þeim að baki en einnig gegn efnahagslegum, pólitískum og félagslegum árásum.Forsetinn sagði að markmið hryðjuverkamannanna væri að skapa glundroða og draga kjarkinn úr Tyrkjum með viðbjóðslegum árásum sem beint væri gegn óbreyttum borgurum. Tyrkir myndu hins vegar standa sameinaðir gegn slíku og ekkert fengi samstöðu þeirra sundrað.Samkvæmt samantekt New York Times hafa 411 látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Uppfært 15:50: Búið er að bera kennsl á 35 af hinum 39 fórnarlömbum árásarinnar. 25 karlmenn og fjórtán konur fórust í árásinni – ellefu tyrkneskir ríkisborgarar og 24 erlendir. Leitin að árásarmanninum stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent