Logi: Óútskýranlegt hrun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2017 20:03 Logi og strákarnir hans eru komnir í fallbaráttu. vísir/ernir „Þetta er óútskýranlegt hrun á þremur mínútum. Við fengum á okkur mark þegar maður stendur frír nánast á marklínu, annað mark þegar það er skotið í mann og inn og svona komu þessi mörk. Með svona klaufagangi. Það er ótrúlegt að upplifa þetta eftir að hafa keyrt yfir FH-inga í upphafi leiks. Við hefðum getað verið 4-0 yfir þegar við fengum á okkur fyrsta markið,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir tapið fyrir FH í Víkinni í kvöld. Víkingar voru með öll völd á vellinum og 2-0 yfir þegar Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, skallaði hornspyrnu Stevens Lennon í netið á 37. mínútu. Þegar Pétur Guðmundsson flautaði til hálfleiks var staðan orðin 2-4, FH í vil. Ótrúlegur viðsnúningur á ekki lengri tíma. „Eðli málsins samkvæmt er ég mjög ósáttur. Þetta er algjörlega óútskýranlegt og maður veit ekki hvað grípur um sig; hvernig menn geta koðnað niður eins og þarna gerðist,“ sagði Logi sem sá eitt og annað jákvætt við leik sinna manna í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera að reyna en það er kannski skiljanlegt að trúin sé ekkert rosalega mikil þegar FH er komið tveimur mörkum yfir og liðið hefur gert sig sekt um að spila illa.“ Fyrir ekki svo löngu áttu Víkingar möguleika á að blanda sér fyrir alvöru í baráttuna um Evrópusæti. Nú er Fossvogsliðið aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. „Taflan lýgur ekki. Tölurnar eru fyrir framan okkur. Það er ljóst, og ég sagði það eftir síðasta leik, að við þurfum einhver stig úr þessum leikjum sem eftir eru ef við ætlum ekki að lenda í frekari vandræðum,“ sagði Logi að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Víkingur - FH 2-4 | Ótrúlegur viðsnúningur í Víkinni FH lenti 2-0 undir en kom til baka og vann flottan endurkomusigur. 14. september 2017 19:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Þetta er óútskýranlegt hrun á þremur mínútum. Við fengum á okkur mark þegar maður stendur frír nánast á marklínu, annað mark þegar það er skotið í mann og inn og svona komu þessi mörk. Með svona klaufagangi. Það er ótrúlegt að upplifa þetta eftir að hafa keyrt yfir FH-inga í upphafi leiks. Við hefðum getað verið 4-0 yfir þegar við fengum á okkur fyrsta markið,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir tapið fyrir FH í Víkinni í kvöld. Víkingar voru með öll völd á vellinum og 2-0 yfir þegar Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, skallaði hornspyrnu Stevens Lennon í netið á 37. mínútu. Þegar Pétur Guðmundsson flautaði til hálfleiks var staðan orðin 2-4, FH í vil. Ótrúlegur viðsnúningur á ekki lengri tíma. „Eðli málsins samkvæmt er ég mjög ósáttur. Þetta er algjörlega óútskýranlegt og maður veit ekki hvað grípur um sig; hvernig menn geta koðnað niður eins og þarna gerðist,“ sagði Logi sem sá eitt og annað jákvætt við leik sinna manna í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera að reyna en það er kannski skiljanlegt að trúin sé ekkert rosalega mikil þegar FH er komið tveimur mörkum yfir og liðið hefur gert sig sekt um að spila illa.“ Fyrir ekki svo löngu áttu Víkingar möguleika á að blanda sér fyrir alvöru í baráttuna um Evrópusæti. Nú er Fossvogsliðið aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. „Taflan lýgur ekki. Tölurnar eru fyrir framan okkur. Það er ljóst, og ég sagði það eftir síðasta leik, að við þurfum einhver stig úr þessum leikjum sem eftir eru ef við ætlum ekki að lenda í frekari vandræðum,“ sagði Logi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Víkingur - FH 2-4 | Ótrúlegur viðsnúningur í Víkinni FH lenti 2-0 undir en kom til baka og vann flottan endurkomusigur. 14. september 2017 19:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Víkingur - FH 2-4 | Ótrúlegur viðsnúningur í Víkinni FH lenti 2-0 undir en kom til baka og vann flottan endurkomusigur. 14. september 2017 19:45