Valur getur orðið meistari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2017 06:00 Andri Rúnar Bjarnason í leik gegn Val sem getur orðið meistari í dag. vísir/stefán Valur á í dag möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug en þá fara allir leikir nítjándu umferðar fram. Þrátt fyrir að lítil spenna sé um sjálfan titilinn hafa öll lið deildarinnar að einhverju að keppa í dag. „Ég held að það sé pottþétt að titillinn sé svo gott sem tryggður hjá Val,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur íþróttadeildar um Pepsi-deildina. Valur kemst með sigri á KA norðan heiða í dag í 43 stig en aðeins Stjarnan og FH geta náð 43 stigum úr þessu en þurfa þá að vinna alla leiki sína sem eftir eru. Það þýðir að titillinn er Valsmanna með sigri á Akureyri, ef Stjarnan og FH misstíga sig bæði. Valur er næstsigursælasta félag í sögu Íslandsmótsins með 20 titla. Sá næsti verður hins vegar aðeins annar titill félagsins í 30 ár en síðast urðu Valsmenn meistarar fyrir áratug.Baráttan um Evrópusæti ÍBV er þegar með öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sigur liðsins í Borgunarbikarnum. Tvö önnur lið komast í keppnina, þau sem hafna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stjarnan (31 stig) og FH (28 stig og leikur til góða) standa þar best að vígi en KR kemur næst á eftir með 26 stig. „Því miður fyrir KR-inga þá er KR ekki að fara í Evrópukeppnina miðað við spilamennsku liðsins,“ segir Hjörvar en Vesturbæingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og steinlágu fyrir ÍBV á heimavelli í síðasta leik, 3-0. „FH-ingar eru einfaldlega betri en KR-ingar í dag. En ef KR ætlar sér að vera með í baráttunni um Evrópusæti þá verða þeir að vinna í Kópavogi í dag og ég held að það gæti verið afar erfitt,“ segir hann.Jón Þór Hauksson stýrði ÍA til sigurs í síðustu umferð. Þrátt fyrir sigurinn eru Skagamenn í vondum málum.vísir/vilhelmÁtta lið í fallbaráttu? Mesta spennan í deildinni er líklega um hvaða tvö lið falla. ÍA stendur reyndar langverst að vígi í þeirri baráttu með þrettán stig – sjö stigum frá öruggu sæti. En Skagamenn halda enn í vonina á meðan hún er enn til staðar. Eitt stig skilur að liðin í næstu þremur sætum fyrir ofan. Fjölnir og Víkingur Ólafsvík eru með 20 stig en ÍBV, sem mætir Grindavík í dag, er með nítján. „Hingað til hefur það nægt í 12 liða deild að vera með 21 stig til að halda sér uppi. Það er fremur lítið og við munum að Þróttur féll með 22 stig í tíu liða deild árið 2003. Það gæti alveg gerst að lið gæti fallið með 25 stig í ár,“ bendir Hjörvar á. Það þýðir að Víkingur Reykjavík (23 stig), KA og Breiðablik (24 stig hvort) sem og spútniklið Grindavíkur (25 stig) eru öll enn í fallhættu. „Grindvíkingar eru ekki alveg sloppnir. Ef Eyjamenn vinna þá í kvöld, þá er Grindavík, sem var eitt heitasta liðið í byrjun tímabils, komið í vesen,“ sagði Hjörvar. Grindavík hefur vissulega snöggkólnað en liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Markametið í hættu Ef Grindavík ætlar sér að eiga góðan endasprett þarf liðið að fá stórt framlag frá Andra Rúnari Bjarnasyni, markahæsta leikmanni deildarinnar, sem enn er að gæla við að bæta markamet efstu deildar á Íslandi. Það stendur í nítján mörkum og er orðið 39 ára gamalt. Andri Rúnar hefur skorað fimmtán mörk í sumar en enginn hefur skorað fleiri á sama tímabilinu síðan Björgólfur Takefusa skoraði sextán mörk árið 2009, ári eftir að liðum var fjölgað í tólf í efstu deild. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 17.00 nema viðureign Stjörnunnar og Víkings Ólafsvíkur sem hefst klukkan 19.15. Fylgst verður grannt með gangi mála í öllum leikjum á íþróttavef Vísis og umferðin gerð upp á ítarlegan máta í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Valur á í dag möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug en þá fara allir leikir nítjándu umferðar fram. Þrátt fyrir að lítil spenna sé um sjálfan titilinn hafa öll lið deildarinnar að einhverju að keppa í dag. „Ég held að það sé pottþétt að titillinn sé svo gott sem tryggður hjá Val,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur íþróttadeildar um Pepsi-deildina. Valur kemst með sigri á KA norðan heiða í dag í 43 stig en aðeins Stjarnan og FH geta náð 43 stigum úr þessu en þurfa þá að vinna alla leiki sína sem eftir eru. Það þýðir að titillinn er Valsmanna með sigri á Akureyri, ef Stjarnan og FH misstíga sig bæði. Valur er næstsigursælasta félag í sögu Íslandsmótsins með 20 titla. Sá næsti verður hins vegar aðeins annar titill félagsins í 30 ár en síðast urðu Valsmenn meistarar fyrir áratug.Baráttan um Evrópusæti ÍBV er þegar með öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sigur liðsins í Borgunarbikarnum. Tvö önnur lið komast í keppnina, þau sem hafna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stjarnan (31 stig) og FH (28 stig og leikur til góða) standa þar best að vígi en KR kemur næst á eftir með 26 stig. „Því miður fyrir KR-inga þá er KR ekki að fara í Evrópukeppnina miðað við spilamennsku liðsins,“ segir Hjörvar en Vesturbæingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og steinlágu fyrir ÍBV á heimavelli í síðasta leik, 3-0. „FH-ingar eru einfaldlega betri en KR-ingar í dag. En ef KR ætlar sér að vera með í baráttunni um Evrópusæti þá verða þeir að vinna í Kópavogi í dag og ég held að það gæti verið afar erfitt,“ segir hann.Jón Þór Hauksson stýrði ÍA til sigurs í síðustu umferð. Þrátt fyrir sigurinn eru Skagamenn í vondum málum.vísir/vilhelmÁtta lið í fallbaráttu? Mesta spennan í deildinni er líklega um hvaða tvö lið falla. ÍA stendur reyndar langverst að vígi í þeirri baráttu með þrettán stig – sjö stigum frá öruggu sæti. En Skagamenn halda enn í vonina á meðan hún er enn til staðar. Eitt stig skilur að liðin í næstu þremur sætum fyrir ofan. Fjölnir og Víkingur Ólafsvík eru með 20 stig en ÍBV, sem mætir Grindavík í dag, er með nítján. „Hingað til hefur það nægt í 12 liða deild að vera með 21 stig til að halda sér uppi. Það er fremur lítið og við munum að Þróttur féll með 22 stig í tíu liða deild árið 2003. Það gæti alveg gerst að lið gæti fallið með 25 stig í ár,“ bendir Hjörvar á. Það þýðir að Víkingur Reykjavík (23 stig), KA og Breiðablik (24 stig hvort) sem og spútniklið Grindavíkur (25 stig) eru öll enn í fallhættu. „Grindvíkingar eru ekki alveg sloppnir. Ef Eyjamenn vinna þá í kvöld, þá er Grindavík, sem var eitt heitasta liðið í byrjun tímabils, komið í vesen,“ sagði Hjörvar. Grindavík hefur vissulega snöggkólnað en liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Markametið í hættu Ef Grindavík ætlar sér að eiga góðan endasprett þarf liðið að fá stórt framlag frá Andra Rúnari Bjarnasyni, markahæsta leikmanni deildarinnar, sem enn er að gæla við að bæta markamet efstu deildar á Íslandi. Það stendur í nítján mörkum og er orðið 39 ára gamalt. Andri Rúnar hefur skorað fimmtán mörk í sumar en enginn hefur skorað fleiri á sama tímabilinu síðan Björgólfur Takefusa skoraði sextán mörk árið 2009, ári eftir að liðum var fjölgað í tólf í efstu deild. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 17.00 nema viðureign Stjörnunnar og Víkings Ólafsvíkur sem hefst klukkan 19.15. Fylgst verður grannt með gangi mála í öllum leikjum á íþróttavef Vísis og umferðin gerð upp á ítarlegan máta í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira