Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2017 21:40 Reykháfar kolaorkuvers bera við þinghúsið í Washington. Bandaríkin eru á leið úr alþjóðasamstarfi gegn loftslagsbreytingum. Vísir/EPA Meirihluti Bandaríkjamanna er ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að draga land þeirra út úr Parísarsamkomulaginu gegn loftslagsbreytingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Flestir telja brotthvarfið veikja forystu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Helmingi fleiri svarendur eru andsnúnir ákvörðun forsetans en fylgjandi henni samkvæmt niðurstöðum könnunar Washington Post og ABC-fréttastofunnar. Aðeins 28% svarenda studdu að Bandaríkin hætti þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn hnattrænni hlýnun. Eins og vænta mátti leiddi könnunin í ljós mikla flokkadrætti. Alls studdu 67% repúblikana ákvörðunina á móti 22% óháðra kjósenda og aðeins 8% demókrata. Á móti voru rúmlega sex af hverjum tíu óháðum á móti og átta af hverjum tíu demókrötum.Efast um uppgefnar ástæður Trump Trump fullyrti að ástæða ákvörðunarinnar um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu væri sú að það kæmi illa við efnahag landsins. Könnunin bendir til þess að kjósendur efist um þær skýringar. Aðeins um þriðjungur svarenda taldi að ákvörðunin kæmi til með að hjálpa efnahag Bandaríkjanna. Aftur á móti töldu 42% að hún myndi skaða efnahaginn. Ákvörðun Trump hefur vakið harða gagnrýni annarra þjóðarleiðtoga, fulltrúa stórfyrirtækja, vísindamanna og annarra sérfræðinga. Með brotthvarfi sínu bættust Bandaríkin í hóp með Sýrlandi og Níkaragva sem hafa ekki gengist undir samkomulagið. Í Sýrlandi hefur borgarastríð geisað í rúm sex ár og Níkaragva skrifaði ekki undir þar sem þarlend stjórnvöld töldu samkomulagið ekki ganga nógu langt. Bandaríkin hafa losað meira magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni en nokkurt annað ríki. Þau eru enn annar stærsti losandi koltvísýrings á eftir Kína. Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Meirihluti Bandaríkjamanna er ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að draga land þeirra út úr Parísarsamkomulaginu gegn loftslagsbreytingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Flestir telja brotthvarfið veikja forystu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Helmingi fleiri svarendur eru andsnúnir ákvörðun forsetans en fylgjandi henni samkvæmt niðurstöðum könnunar Washington Post og ABC-fréttastofunnar. Aðeins 28% svarenda studdu að Bandaríkin hætti þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn hnattrænni hlýnun. Eins og vænta mátti leiddi könnunin í ljós mikla flokkadrætti. Alls studdu 67% repúblikana ákvörðunina á móti 22% óháðra kjósenda og aðeins 8% demókrata. Á móti voru rúmlega sex af hverjum tíu óháðum á móti og átta af hverjum tíu demókrötum.Efast um uppgefnar ástæður Trump Trump fullyrti að ástæða ákvörðunarinnar um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu væri sú að það kæmi illa við efnahag landsins. Könnunin bendir til þess að kjósendur efist um þær skýringar. Aðeins um þriðjungur svarenda taldi að ákvörðunin kæmi til með að hjálpa efnahag Bandaríkjanna. Aftur á móti töldu 42% að hún myndi skaða efnahaginn. Ákvörðun Trump hefur vakið harða gagnrýni annarra þjóðarleiðtoga, fulltrúa stórfyrirtækja, vísindamanna og annarra sérfræðinga. Með brotthvarfi sínu bættust Bandaríkin í hóp með Sýrlandi og Níkaragva sem hafa ekki gengist undir samkomulagið. Í Sýrlandi hefur borgarastríð geisað í rúm sex ár og Níkaragva skrifaði ekki undir þar sem þarlend stjórnvöld töldu samkomulagið ekki ganga nógu langt. Bandaríkin hafa losað meira magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni en nokkurt annað ríki. Þau eru enn annar stærsti losandi koltvísýrings á eftir Kína.
Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“