Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2017 21:40 Reykháfar kolaorkuvers bera við þinghúsið í Washington. Bandaríkin eru á leið úr alþjóðasamstarfi gegn loftslagsbreytingum. Vísir/EPA Meirihluti Bandaríkjamanna er ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að draga land þeirra út úr Parísarsamkomulaginu gegn loftslagsbreytingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Flestir telja brotthvarfið veikja forystu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Helmingi fleiri svarendur eru andsnúnir ákvörðun forsetans en fylgjandi henni samkvæmt niðurstöðum könnunar Washington Post og ABC-fréttastofunnar. Aðeins 28% svarenda studdu að Bandaríkin hætti þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn hnattrænni hlýnun. Eins og vænta mátti leiddi könnunin í ljós mikla flokkadrætti. Alls studdu 67% repúblikana ákvörðunina á móti 22% óháðra kjósenda og aðeins 8% demókrata. Á móti voru rúmlega sex af hverjum tíu óháðum á móti og átta af hverjum tíu demókrötum.Efast um uppgefnar ástæður Trump Trump fullyrti að ástæða ákvörðunarinnar um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu væri sú að það kæmi illa við efnahag landsins. Könnunin bendir til þess að kjósendur efist um þær skýringar. Aðeins um þriðjungur svarenda taldi að ákvörðunin kæmi til með að hjálpa efnahag Bandaríkjanna. Aftur á móti töldu 42% að hún myndi skaða efnahaginn. Ákvörðun Trump hefur vakið harða gagnrýni annarra þjóðarleiðtoga, fulltrúa stórfyrirtækja, vísindamanna og annarra sérfræðinga. Með brotthvarfi sínu bættust Bandaríkin í hóp með Sýrlandi og Níkaragva sem hafa ekki gengist undir samkomulagið. Í Sýrlandi hefur borgarastríð geisað í rúm sex ár og Níkaragva skrifaði ekki undir þar sem þarlend stjórnvöld töldu samkomulagið ekki ganga nógu langt. Bandaríkin hafa losað meira magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni en nokkurt annað ríki. Þau eru enn annar stærsti losandi koltvísýrings á eftir Kína. Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Meirihluti Bandaríkjamanna er ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að draga land þeirra út úr Parísarsamkomulaginu gegn loftslagsbreytingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Flestir telja brotthvarfið veikja forystu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Helmingi fleiri svarendur eru andsnúnir ákvörðun forsetans en fylgjandi henni samkvæmt niðurstöðum könnunar Washington Post og ABC-fréttastofunnar. Aðeins 28% svarenda studdu að Bandaríkin hætti þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn hnattrænni hlýnun. Eins og vænta mátti leiddi könnunin í ljós mikla flokkadrætti. Alls studdu 67% repúblikana ákvörðunina á móti 22% óháðra kjósenda og aðeins 8% demókrata. Á móti voru rúmlega sex af hverjum tíu óháðum á móti og átta af hverjum tíu demókrötum.Efast um uppgefnar ástæður Trump Trump fullyrti að ástæða ákvörðunarinnar um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu væri sú að það kæmi illa við efnahag landsins. Könnunin bendir til þess að kjósendur efist um þær skýringar. Aðeins um þriðjungur svarenda taldi að ákvörðunin kæmi til með að hjálpa efnahag Bandaríkjanna. Aftur á móti töldu 42% að hún myndi skaða efnahaginn. Ákvörðun Trump hefur vakið harða gagnrýni annarra þjóðarleiðtoga, fulltrúa stórfyrirtækja, vísindamanna og annarra sérfræðinga. Með brotthvarfi sínu bættust Bandaríkin í hóp með Sýrlandi og Níkaragva sem hafa ekki gengist undir samkomulagið. Í Sýrlandi hefur borgarastríð geisað í rúm sex ár og Níkaragva skrifaði ekki undir þar sem þarlend stjórnvöld töldu samkomulagið ekki ganga nógu langt. Bandaríkin hafa losað meira magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni en nokkurt annað ríki. Þau eru enn annar stærsti losandi koltvísýrings á eftir Kína.
Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37