Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júní 2017 21:27 Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. vísir/anton brink Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. „Þetta eru mikil vonbrigði, að ein stærsta þjóð í heimi skuli draga sig út,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, í samtali við Vísi. Hún segir þó um leið að athyglisvert hafi verið að fylgjast með viðbrögðum annarra þjóða í aðdraganda tilkynningarinnar. „Það er jafnframt athyglisvert og gott að sjá að aðrar stærri þjóðir eins og Kína hafa verið að þétta raðirnar með Evrópusambandinu og standa fast á því að við framfylgjum Parísarsamkomulaginu.“Donald Trump er ekki einráður Donald Trump hefur ítrekað gagnrýnt samkomulagið og ákvörðun hans um að draga Bandaríkin út úr því virðist ekki hafa komið heimsbyggðinni á óvart. Björt segir mikilvægt að muna að Bandaríkjaforseti sé ekki einráður í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. „Hann er ekki einráður um losun gróðurhúsalofttegunda frá Bandaríkjunum og það sem við höfum verið að sjá er að atvinnulífið er á móti honum. Atvinnuvegir í Kaliforníu og Flórída hafa vitað það að fyrirtæki eiga mjög mikið undir því að vera umhverfisvæn og loftslagsmeðvituð vegna þess að neytendur kjósa slíkar vörur og kjósa að skipta við þannig fyrirtæki.“ Hún bindur miklar vonir við það að Bandaríkjamenn fari ekki á sveif með forsetanum. „Hreinlega út af því að fólk veit betur. Og það er ljóstýra,“ segir Björt. En hvaða áhrif mun úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsamkomulaginu hafa á stefnu Íslendinga í loftslagsmálum? „Ísland kvikar ekkert frá sinni stefnu heldur þéttir raðirnar með öðrum, við erum búin að undirrita Parísarsamkomulagið. Ef eitthvað er þá viljum við gera enn betur við þessi tíðindi og vera í enn meira samstarfi við hinar fjölmörgu þjóðir sem átta sig á vandanum,“ segir Björt. „Það er á hreinu að við viljum standa saman í áframhaldinu. Við lýsum yfir vonbrigðum yfir því að Trump hafi tekið þessa ákvörðun. Við höldum ótrauð áfram.“ Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Donald Trump tekur ákvörðun um Parísarsamkomulagið - Bein útsending Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. „Þetta eru mikil vonbrigði, að ein stærsta þjóð í heimi skuli draga sig út,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, í samtali við Vísi. Hún segir þó um leið að athyglisvert hafi verið að fylgjast með viðbrögðum annarra þjóða í aðdraganda tilkynningarinnar. „Það er jafnframt athyglisvert og gott að sjá að aðrar stærri þjóðir eins og Kína hafa verið að þétta raðirnar með Evrópusambandinu og standa fast á því að við framfylgjum Parísarsamkomulaginu.“Donald Trump er ekki einráður Donald Trump hefur ítrekað gagnrýnt samkomulagið og ákvörðun hans um að draga Bandaríkin út úr því virðist ekki hafa komið heimsbyggðinni á óvart. Björt segir mikilvægt að muna að Bandaríkjaforseti sé ekki einráður í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. „Hann er ekki einráður um losun gróðurhúsalofttegunda frá Bandaríkjunum og það sem við höfum verið að sjá er að atvinnulífið er á móti honum. Atvinnuvegir í Kaliforníu og Flórída hafa vitað það að fyrirtæki eiga mjög mikið undir því að vera umhverfisvæn og loftslagsmeðvituð vegna þess að neytendur kjósa slíkar vörur og kjósa að skipta við þannig fyrirtæki.“ Hún bindur miklar vonir við það að Bandaríkjamenn fari ekki á sveif með forsetanum. „Hreinlega út af því að fólk veit betur. Og það er ljóstýra,“ segir Björt. En hvaða áhrif mun úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsamkomulaginu hafa á stefnu Íslendinga í loftslagsmálum? „Ísland kvikar ekkert frá sinni stefnu heldur þéttir raðirnar með öðrum, við erum búin að undirrita Parísarsamkomulagið. Ef eitthvað er þá viljum við gera enn betur við þessi tíðindi og vera í enn meira samstarfi við hinar fjölmörgu þjóðir sem átta sig á vandanum,“ segir Björt. „Það er á hreinu að við viljum standa saman í áframhaldinu. Við lýsum yfir vonbrigðum yfir því að Trump hafi tekið þessa ákvörðun. Við höldum ótrauð áfram.“
Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Donald Trump tekur ákvörðun um Parísarsamkomulagið - Bein útsending Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Donald Trump tekur ákvörðun um Parísarsamkomulagið - Bein útsending Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37