Höfðu varað við flóðum um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2017 14:15 Skemmdirnar í Moco eru gífurlegar. Vísir/Getty Minnst 290 eru látnir eftir mannskæða aurskriðu í suðurhluta Kólumbíu á laugardaginn. Gífurlegt magn vatns, grjóts, braks, timburs og aurs fór yfir stóran hluta Mocoa og um 330 eru slasaðir og fjölda manna er enn saknað. Stór hluti hinna látnu eru börn. Sérfræðingar, ríkisstofnanir og náttúruverndarsamtök höfðu varað við mögulegum flóðum um árabil. Íbúar voru jafnvel meðvitaðir um viðvaranirnar en hunsuðu þær. Þrátt fyrir allar viðvaranir hélt Macoa áfram að stækka inn á svæðið sem þótti hvað hættulegast. Ástandið hafði versnað á undanförnum árum vegna mikils skógarhöggs. Þegar rigning sem samsvarar meðalrigningu eins mánaðar féll af himnum ofan á föstudagskvöldið og laugardagsmorgun féll aurskriðan á bæinn.AP fréttaveitan hefur rætt við íbúa og þar á meðal var hin 68 ára gamla Deya Maria Toro. Hún vaknaði snemma um laugardagsmorguninn og áttaði sig á aðstæðunum. Hún flúði af svæðinu, en margir aðrir voru ekki svo heppnir.Þrjár af sex nærliggjandi ám Mocoa flæddu yfir bakka sína og úr urðu einhverjar verstu náttúruhamfarir undanfarinnar ára í Kólumbíu. Meðal heimilda sem fjölmiðlar ytra hafa bent á er skýrsla frá Landbúnaðarráðuneyti landsins sem skrifuð var árið 1989. Þar var varað við mögulegu flóði eins og lenti á Macoa um helgina. Þar að auki varaði þróunarfyrirtæki einnig við flóðum eftir að orkuver var byggt í bænum árið 1995. Aurskriðan eyðilagði orkuverið. Carlos Garces, sem flutti til Mocoa ásamt eiginkonu sinni og syni fyrir rúmum áratug, sagði hamfarirnar vera stjórnvöldum að kenna fyrir að hafa leyft þeim að byggja hús á svæðinu. „Það vissu allir að það kæmi flóð, en enginn gerði neitt.“ Áætlað er að um helmingur íbúa Mocoa, þar sem um 40 þúsund manns búa, hafi flutt til bæjarins eftir að hafa flúið átök annarsstaðar í landinu. Gífurleg uppbygging húsa hefur átt sér stað þar á síðustu tíu árum. Ríkissaksóknari Kólumbíu tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin og yfirheyra ætti bæjarstjóra Mocoa og aðra embættismenn. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Minnst 290 eru látnir eftir mannskæða aurskriðu í suðurhluta Kólumbíu á laugardaginn. Gífurlegt magn vatns, grjóts, braks, timburs og aurs fór yfir stóran hluta Mocoa og um 330 eru slasaðir og fjölda manna er enn saknað. Stór hluti hinna látnu eru börn. Sérfræðingar, ríkisstofnanir og náttúruverndarsamtök höfðu varað við mögulegum flóðum um árabil. Íbúar voru jafnvel meðvitaðir um viðvaranirnar en hunsuðu þær. Þrátt fyrir allar viðvaranir hélt Macoa áfram að stækka inn á svæðið sem þótti hvað hættulegast. Ástandið hafði versnað á undanförnum árum vegna mikils skógarhöggs. Þegar rigning sem samsvarar meðalrigningu eins mánaðar féll af himnum ofan á föstudagskvöldið og laugardagsmorgun féll aurskriðan á bæinn.AP fréttaveitan hefur rætt við íbúa og þar á meðal var hin 68 ára gamla Deya Maria Toro. Hún vaknaði snemma um laugardagsmorguninn og áttaði sig á aðstæðunum. Hún flúði af svæðinu, en margir aðrir voru ekki svo heppnir.Þrjár af sex nærliggjandi ám Mocoa flæddu yfir bakka sína og úr urðu einhverjar verstu náttúruhamfarir undanfarinnar ára í Kólumbíu. Meðal heimilda sem fjölmiðlar ytra hafa bent á er skýrsla frá Landbúnaðarráðuneyti landsins sem skrifuð var árið 1989. Þar var varað við mögulegu flóði eins og lenti á Macoa um helgina. Þar að auki varaði þróunarfyrirtæki einnig við flóðum eftir að orkuver var byggt í bænum árið 1995. Aurskriðan eyðilagði orkuverið. Carlos Garces, sem flutti til Mocoa ásamt eiginkonu sinni og syni fyrir rúmum áratug, sagði hamfarirnar vera stjórnvöldum að kenna fyrir að hafa leyft þeim að byggja hús á svæðinu. „Það vissu allir að það kæmi flóð, en enginn gerði neitt.“ Áætlað er að um helmingur íbúa Mocoa, þar sem um 40 þúsund manns búa, hafi flutt til bæjarins eftir að hafa flúið átök annarsstaðar í landinu. Gífurleg uppbygging húsa hefur átt sér stað þar á síðustu tíu árum. Ríkissaksóknari Kólumbíu tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin og yfirheyra ætti bæjarstjóra Mocoa og aðra embættismenn.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila