Merkel sýnir pólitísk klókindi varðandi hjónabönd samkynhneigðra Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2017 19:45 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. vísir/epa Þýska sambandsþingið samþykkt óvænt breytingar á hjúskaparlögum í dag sem heimila hjónaband samkynhneigðra. Angela Merkel kanslari greiddi atkvæði á móti og segir að hún hafi orðið fyrir umsátri í þinginu. Engu að síður sýnir hún mikil pólitísk klókindi í málinu. Angela Merkel og flokkur hennar Kristilegir demókratar eru í stjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata, en kosið verður til þingsins hinn 24. september. Samkynhneigðir komu saman við sambandsþingið og fögnuðu í dag. Kristilegir demókratar hafa lagst gegn hjónabandi samkynhneigðra hingað til en staðfest samvist hefur verið í lögum í mörg ár. Í viðtali frami fyrir áhorfendum við kvennatímaritið Bigitte á mánudag, svaraði Merkel spurningu frá Ulli Koeppe, 28 ára samkynhneigðum manni sem rúllaði boltanum af stað, um málið. „Valdamesti einstaklingur landsins sat í um 2 metra fjarlægð frá mér og þegar stjórnandi umræðna bauð upp á spurningar úr sal, vildi ég koma með spurningu frá mínum sjónarhóli. Ég vildi bara fá svar fyrir sjálfan mig án þess kannski að hrinda af stað þessari bylgju,“ segir Koeppe. Merkel svaraði að hún leggðist ekki lengur gegn því flokksmenn hennar greiddu atkvæði án flokksaga í frjálsri atkvæðagreiðslu á sambandsþinginu um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra.Góð ákvörðun fyrir þjóðina Sósíaldemókratar tóku kanslarann á orðinu og á síðasta degi þingsins fyrir kosningar var tillaga þeirra samþykkt með 393 atkvæðum gegn 226 og fjórir sátu hjá. Thomas Oppermann þingflokksformaður Sósíaldemókrata var að vonum ánægður. „Sú ákvörðun sem við tökum í dag er kannski ekki góð fyrir stjórnarsamstarfið en hún er góð fyrir þjóðina,“ sagði Oppermann. Þingmenn fögnuðu að lokinni atkvæðagreiðslu eins og áhorfendur á þingpöllum. Merkel segist hafa orðið fyrir pólitísku umsátri í þinginu og að lokinni atkvæðagreiðslunni sagði hún að í hennar huga væri hjónaband milli karls og konu og því hafi hún greitt atkvæði á móti breytingunni. En umræða um málið í landinu hafi verið löng og tilfinningaþrungin.Leiðir vonandi samheldni og frið „Þetta á einnig við um mig persónulega. Af þeim sökum vona ég að atkvæðagreiðslan í dag auki ekki aðeins virðingu fólks fyrir ólíkum skoðunum heldur stuðli einnig að aukinni félagslegri samheldni og friði,“ sagði kanslarinn við fréttamenn að atkvæðagreiðslunni lokinni. Hins vegar er ljóst að með þessu útspili hefur Merkel sýnt mikil pólitísk klókindi. Hún hefur róað báða vængi í eigin flokki og friðað aðra flokka sem allir utan hægri öfgaflokksins Alternative höfðu útilokað stjórnarsamstarf við flokk Merkel ef lög um hjónabönd samkynhneigðra yrðu ekki samþykkt, sem 83 prósent þjóðarinnar styður. Mikil gleði ríkti í fjölmennum hópi fyrir utan sambandsþingið og sagði Soern Landmann baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra þetta sögulega stund. „Þetta er sögulegur dagur fyrir Þýskaland. Þúsundir para af sama kyni öðluðust jafnrétti í dag og bundinn var endi á tvískipta flokkun í ástarmálum,“ sagði Landmann. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Sjá meira
Þýska sambandsþingið samþykkt óvænt breytingar á hjúskaparlögum í dag sem heimila hjónaband samkynhneigðra. Angela Merkel kanslari greiddi atkvæði á móti og segir að hún hafi orðið fyrir umsátri í þinginu. Engu að síður sýnir hún mikil pólitísk klókindi í málinu. Angela Merkel og flokkur hennar Kristilegir demókratar eru í stjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata, en kosið verður til þingsins hinn 24. september. Samkynhneigðir komu saman við sambandsþingið og fögnuðu í dag. Kristilegir demókratar hafa lagst gegn hjónabandi samkynhneigðra hingað til en staðfest samvist hefur verið í lögum í mörg ár. Í viðtali frami fyrir áhorfendum við kvennatímaritið Bigitte á mánudag, svaraði Merkel spurningu frá Ulli Koeppe, 28 ára samkynhneigðum manni sem rúllaði boltanum af stað, um málið. „Valdamesti einstaklingur landsins sat í um 2 metra fjarlægð frá mér og þegar stjórnandi umræðna bauð upp á spurningar úr sal, vildi ég koma með spurningu frá mínum sjónarhóli. Ég vildi bara fá svar fyrir sjálfan mig án þess kannski að hrinda af stað þessari bylgju,“ segir Koeppe. Merkel svaraði að hún leggðist ekki lengur gegn því flokksmenn hennar greiddu atkvæði án flokksaga í frjálsri atkvæðagreiðslu á sambandsþinginu um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra.Góð ákvörðun fyrir þjóðina Sósíaldemókratar tóku kanslarann á orðinu og á síðasta degi þingsins fyrir kosningar var tillaga þeirra samþykkt með 393 atkvæðum gegn 226 og fjórir sátu hjá. Thomas Oppermann þingflokksformaður Sósíaldemókrata var að vonum ánægður. „Sú ákvörðun sem við tökum í dag er kannski ekki góð fyrir stjórnarsamstarfið en hún er góð fyrir þjóðina,“ sagði Oppermann. Þingmenn fögnuðu að lokinni atkvæðagreiðslu eins og áhorfendur á þingpöllum. Merkel segist hafa orðið fyrir pólitísku umsátri í þinginu og að lokinni atkvæðagreiðslunni sagði hún að í hennar huga væri hjónaband milli karls og konu og því hafi hún greitt atkvæði á móti breytingunni. En umræða um málið í landinu hafi verið löng og tilfinningaþrungin.Leiðir vonandi samheldni og frið „Þetta á einnig við um mig persónulega. Af þeim sökum vona ég að atkvæðagreiðslan í dag auki ekki aðeins virðingu fólks fyrir ólíkum skoðunum heldur stuðli einnig að aukinni félagslegri samheldni og friði,“ sagði kanslarinn við fréttamenn að atkvæðagreiðslunni lokinni. Hins vegar er ljóst að með þessu útspili hefur Merkel sýnt mikil pólitísk klókindi. Hún hefur róað báða vængi í eigin flokki og friðað aðra flokka sem allir utan hægri öfgaflokksins Alternative höfðu útilokað stjórnarsamstarf við flokk Merkel ef lög um hjónabönd samkynhneigðra yrðu ekki samþykkt, sem 83 prósent þjóðarinnar styður. Mikil gleði ríkti í fjölmennum hópi fyrir utan sambandsþingið og sagði Soern Landmann baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra þetta sögulega stund. „Þetta er sögulegur dagur fyrir Þýskaland. Þúsundir para af sama kyni öðluðust jafnrétti í dag og bundinn var endi á tvískipta flokkun í ástarmálum,“ sagði Landmann.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Sjá meira