Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Nordicphotos/AFP Samningstilboð Bretlands er snýr að réttindum Evrópusambandsborgara í Bretlandi og breskra ríkisborgara í ríkjum Evrópusambandsins vegna Brexit er ófullnægjandi. Frá þessu greindi Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í gær. Sagði Tusk að tilboð Breta fullnægði ekki væntingum sambandsins og það væri ekki nógu nákvæmt. Þá sagði Tusk að markmið Evrópusambandsins væri að tryggja full réttindi allra borgara þess sem og réttindi Breta á meginlandinu. „Tilboðið felur í sér hættu á því að staða umræddra borgara versni,“ sagði Tusk við blaðamenn. Samningstilboðið var kynnt á fundi í Brussel á fimmtudag. Í því er meðal annars kveðið á um að þær nærri þrjár milljónir borgara Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fái að vera þar áfram eftir Brexit. Hafi þeir verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur muni þeir fá jafnan aðgang að breska heilbrigðis- og menntakerfinu og ýmissi annarri þjónustu. Það ákvæði er hins vegar háð því að hið sama muni gilda um Breta á meginlandinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði tilboðið „ágætis byrjunarreit“. Hins vegar væri mörgum spurningum um Brexit enn ósvarað og talsverða vinnu ætti enn eftir að ráðast í.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB.Nordicphotos/AFPÁ fundinum sagði May tilboð ríkis síns sanngjarnt og sett fram af alvöru. „Það miðar að því að tryggja eftir fremsta megni stöðu þeirra sem sest hafa að í Bretlandi og byggt þar upp líf sitt,“ sagði May. Ýmsir tóku þó í sama streng og Tusk í gær. Þannig sagði Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, að hætta væri á því að borgarar Evrópusambandsins mættu annars konar meðferð en Bretar. „Allir í Evrópu vilja sanngjarna meðferð fyrir alla okkar ríkisborgara,“ sagði Muscat. Opinber afstaða Evrópusambandsins í málinu er sú að borgarar þess eigi að halda áfram að njóta sömu réttinda og Bretar svo lengi sem þeir lifa. Yrði það ekki virt myndi Evrópudómstóllinn hafa lögsögu í slíkum málum. Bretar vilja hins vegar að breska dómskerfið sjái um þau mál. Í gær sagði May að einkar jákvæð umræða hefði farið fram á milli Breta og annarra Evrópusambandsríkja um tilboðið. Hins vegar viðurkenndi hún að enginn einhugur væri um hvernig væntanlegum samningi yrði framfylgt. Ítrekaði hún að „hinir háttvirtu dómstólar Bretlands“ hefðu lögsögu í umræddum málum. „Til að vera alveg skýr þá munu umræddir borgarar Evrópusambandsins á Bretlandi fá að vera þar áfram og við munum tryggja réttindi þeirra. Mér finnst tilboð okkar afar vandlega íhugað og málið mun nú þróast áfram í samningaviðræðum,“ sagði forsætisráðherrann breski. Anne-Laure Donskoy, stofnandi samtakanna 3million sem hafa þann yfirlýsta tilgang að vernda réttindi þeirra þriggja milljóna Evrópusambandsborgara sem búa í Bretlandi, sagði við BBC að tilboð Breta ylli vonbrigðum og væri langt undir væntingum samtakanna. „Tilboðið er hvorki sanngjarnt né vandlega íhugað,“ sagði Donskoy. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Samningstilboð Bretlands er snýr að réttindum Evrópusambandsborgara í Bretlandi og breskra ríkisborgara í ríkjum Evrópusambandsins vegna Brexit er ófullnægjandi. Frá þessu greindi Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í gær. Sagði Tusk að tilboð Breta fullnægði ekki væntingum sambandsins og það væri ekki nógu nákvæmt. Þá sagði Tusk að markmið Evrópusambandsins væri að tryggja full réttindi allra borgara þess sem og réttindi Breta á meginlandinu. „Tilboðið felur í sér hættu á því að staða umræddra borgara versni,“ sagði Tusk við blaðamenn. Samningstilboðið var kynnt á fundi í Brussel á fimmtudag. Í því er meðal annars kveðið á um að þær nærri þrjár milljónir borgara Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fái að vera þar áfram eftir Brexit. Hafi þeir verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur muni þeir fá jafnan aðgang að breska heilbrigðis- og menntakerfinu og ýmissi annarri þjónustu. Það ákvæði er hins vegar háð því að hið sama muni gilda um Breta á meginlandinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði tilboðið „ágætis byrjunarreit“. Hins vegar væri mörgum spurningum um Brexit enn ósvarað og talsverða vinnu ætti enn eftir að ráðast í.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB.Nordicphotos/AFPÁ fundinum sagði May tilboð ríkis síns sanngjarnt og sett fram af alvöru. „Það miðar að því að tryggja eftir fremsta megni stöðu þeirra sem sest hafa að í Bretlandi og byggt þar upp líf sitt,“ sagði May. Ýmsir tóku þó í sama streng og Tusk í gær. Þannig sagði Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, að hætta væri á því að borgarar Evrópusambandsins mættu annars konar meðferð en Bretar. „Allir í Evrópu vilja sanngjarna meðferð fyrir alla okkar ríkisborgara,“ sagði Muscat. Opinber afstaða Evrópusambandsins í málinu er sú að borgarar þess eigi að halda áfram að njóta sömu réttinda og Bretar svo lengi sem þeir lifa. Yrði það ekki virt myndi Evrópudómstóllinn hafa lögsögu í slíkum málum. Bretar vilja hins vegar að breska dómskerfið sjái um þau mál. Í gær sagði May að einkar jákvæð umræða hefði farið fram á milli Breta og annarra Evrópusambandsríkja um tilboðið. Hins vegar viðurkenndi hún að enginn einhugur væri um hvernig væntanlegum samningi yrði framfylgt. Ítrekaði hún að „hinir háttvirtu dómstólar Bretlands“ hefðu lögsögu í umræddum málum. „Til að vera alveg skýr þá munu umræddir borgarar Evrópusambandsins á Bretlandi fá að vera þar áfram og við munum tryggja réttindi þeirra. Mér finnst tilboð okkar afar vandlega íhugað og málið mun nú þróast áfram í samningaviðræðum,“ sagði forsætisráðherrann breski. Anne-Laure Donskoy, stofnandi samtakanna 3million sem hafa þann yfirlýsta tilgang að vernda réttindi þeirra þriggja milljóna Evrópusambandsborgara sem búa í Bretlandi, sagði við BBC að tilboð Breta ylli vonbrigðum og væri langt undir væntingum samtakanna. „Tilboðið er hvorki sanngjarnt né vandlega íhugað,“ sagði Donskoy.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent