Draumamark Gylfa í miðri martröð Everton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2017 06:30 Í dag eru nákvæmlega fimm vikur síðan Ronald Koeman var látinn taka pokann sinn hjá Everton eftir 2-5 tap fyrir Arsenal á Goodison Park. Nú, fimm vikum síðar, er staða Everton engu skárri. Liðið er enn stjóralaust og tapar hverjum leiknum á fætur öðrum. Í síðustu tveimur leikjum hefur Everton mátt þola auðmýkjandi töp fyrir Atalanta og Southampton. Ítalirnir komu á Goodison Park í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og fóru heim með 1-5 sigur í farteskinu. Og í gær rúllaði Southampton yfir Everton, 4-1, á velli heilagrar Maríu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Everton og það var af dýrari gerðinni. Íslenski landsliðsmaðurinn lék þá á tvo varnarmenn Southampton og skaut boltanum í slána, stöngina, aftur í slána og inn og jafnaði metin í 1-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks. „Ég hef aldrei séð mark þar sem boltinn fer þrisvar sinnum í tréverkið áður en hann fer inn. Þvílíkt mark,“ skrifaði Southampton-hetjan Matt Le Tissier á Twitter. Það er maður sem veit sitthvað um falleg mörk enda skoraði hann þau nokkur á sínum tíma. Mark Gylfa, sem var hans fyrsta fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni, var þó aðeins plástur á sárið því Southampton var miklu sterkari aðilinn í leiknum í gær. Hálfleikstölurnar gáfu alls ekki rétta mynd af gangi mála. Dusan Tadic kom Southampton yfir á 18. mínútu eftir frábæra skyndisókn og sendingu Ryans Bertrand sem átti skínandi góðan leik eins og hinn bakvörðurinn, Cédric Soares. Bertrand lagði upp annað mark heimamanna fyrir Charlie Austin á 52. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Austin nánast alveg eins mark, með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri. Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Steven Davis, fyrirliði Southampton, svo fjórða markið með góðu skoti. Dýrlingarnir eru vel spilandi en oftast nær mjög bitlausir. Fyrir leikinn í gær var liðið aðeins búið að skora níu mörk í 12 deildarleikjum. Stíflan brast hins vegar gegn Everton sem hefur nú fengið á sig 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni, flest allra liða. Everton hefur ekki náð að fylla skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig í framlínunni. Það er slæmt en til að bæta gráu ofan á svart kann liðið ekki lengur að verjast. Phil Jagielka og sérstaklega Ashley Williams hafa elst hratt, Michael Keane hefur valdið vonbrigðum eftir að hafa komið frá Burnley og þá saknar Everton Seamus Coleman sárlega. Morgan Schneiderlin er ekki nema skugginn af sjálfum sér og Idrissa Gueye er ekki jafn öflugur og hann var á síðasta tímabili. David Unsworth stendur ráðalaus á hliðarlínunni. Hann er orðinn einn þaulsetnasti bráðabirgðastjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en stjóraleit Everton hefur ekki enn borið neinn árangur. Bítlaborgarliðið hefur gert hosur sínar grænar fyrir Marco Silva en Watford neitar að sleppa Portúgalanum. Menn á borð við Sam Allardyce og Ralf Rangnick hafa einnig verið orðaðir við Everton en liðið situr áfram uppi með Unsworth. „Við fáum á okkur of auðveld mörk. Ef leikmennirnir vissu ekki að þeir væru í erfiðri stöðu vita þeir það núna,“ sagði Unsworth eftir leikinn í gær. Hann lét sína menn einnig heyra það eftir útreiðina gegn Atalanta en það bar engan árangur. Unsworth er að vissu leyti vorkunn enda þarf hann að greiða úr flækjunni sem Koeman skildi eftir sig. Steve Walsh, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, hefur einnig fengið sinn skerf af gagnrýni og í síðustu viku bárust fréttir af því að hann sitji í heitu sæti. Walsh var áður hjá Leicester City og er eignaður heiðurinn af því að finna leikmenn á borð við N’Golo Kanté og Riyad Mahrez. Kaup Everton á hans vakt hafa hins vegar flest verið mislukkuð. Everton er úr leik í Evrópudeildinni og enska deildabikarnum og aðeins tveimur stigum frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Útlitið er svo sannarlega ekki bjart og miðað við frammistöðuna í síðustu leikjum er ekki líklegt að það birti til á Goodison Park á næstunni. Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega fimm vikur síðan Ronald Koeman var látinn taka pokann sinn hjá Everton eftir 2-5 tap fyrir Arsenal á Goodison Park. Nú, fimm vikum síðar, er staða Everton engu skárri. Liðið er enn stjóralaust og tapar hverjum leiknum á fætur öðrum. Í síðustu tveimur leikjum hefur Everton mátt þola auðmýkjandi töp fyrir Atalanta og Southampton. Ítalirnir komu á Goodison Park í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og fóru heim með 1-5 sigur í farteskinu. Og í gær rúllaði Southampton yfir Everton, 4-1, á velli heilagrar Maríu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Everton og það var af dýrari gerðinni. Íslenski landsliðsmaðurinn lék þá á tvo varnarmenn Southampton og skaut boltanum í slána, stöngina, aftur í slána og inn og jafnaði metin í 1-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks. „Ég hef aldrei séð mark þar sem boltinn fer þrisvar sinnum í tréverkið áður en hann fer inn. Þvílíkt mark,“ skrifaði Southampton-hetjan Matt Le Tissier á Twitter. Það er maður sem veit sitthvað um falleg mörk enda skoraði hann þau nokkur á sínum tíma. Mark Gylfa, sem var hans fyrsta fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni, var þó aðeins plástur á sárið því Southampton var miklu sterkari aðilinn í leiknum í gær. Hálfleikstölurnar gáfu alls ekki rétta mynd af gangi mála. Dusan Tadic kom Southampton yfir á 18. mínútu eftir frábæra skyndisókn og sendingu Ryans Bertrand sem átti skínandi góðan leik eins og hinn bakvörðurinn, Cédric Soares. Bertrand lagði upp annað mark heimamanna fyrir Charlie Austin á 52. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Austin nánast alveg eins mark, með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri. Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Steven Davis, fyrirliði Southampton, svo fjórða markið með góðu skoti. Dýrlingarnir eru vel spilandi en oftast nær mjög bitlausir. Fyrir leikinn í gær var liðið aðeins búið að skora níu mörk í 12 deildarleikjum. Stíflan brast hins vegar gegn Everton sem hefur nú fengið á sig 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni, flest allra liða. Everton hefur ekki náð að fylla skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig í framlínunni. Það er slæmt en til að bæta gráu ofan á svart kann liðið ekki lengur að verjast. Phil Jagielka og sérstaklega Ashley Williams hafa elst hratt, Michael Keane hefur valdið vonbrigðum eftir að hafa komið frá Burnley og þá saknar Everton Seamus Coleman sárlega. Morgan Schneiderlin er ekki nema skugginn af sjálfum sér og Idrissa Gueye er ekki jafn öflugur og hann var á síðasta tímabili. David Unsworth stendur ráðalaus á hliðarlínunni. Hann er orðinn einn þaulsetnasti bráðabirgðastjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en stjóraleit Everton hefur ekki enn borið neinn árangur. Bítlaborgarliðið hefur gert hosur sínar grænar fyrir Marco Silva en Watford neitar að sleppa Portúgalanum. Menn á borð við Sam Allardyce og Ralf Rangnick hafa einnig verið orðaðir við Everton en liðið situr áfram uppi með Unsworth. „Við fáum á okkur of auðveld mörk. Ef leikmennirnir vissu ekki að þeir væru í erfiðri stöðu vita þeir það núna,“ sagði Unsworth eftir leikinn í gær. Hann lét sína menn einnig heyra það eftir útreiðina gegn Atalanta en það bar engan árangur. Unsworth er að vissu leyti vorkunn enda þarf hann að greiða úr flækjunni sem Koeman skildi eftir sig. Steve Walsh, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, hefur einnig fengið sinn skerf af gagnrýni og í síðustu viku bárust fréttir af því að hann sitji í heitu sæti. Walsh var áður hjá Leicester City og er eignaður heiðurinn af því að finna leikmenn á borð við N’Golo Kanté og Riyad Mahrez. Kaup Everton á hans vakt hafa hins vegar flest verið mislukkuð. Everton er úr leik í Evrópudeildinni og enska deildabikarnum og aðeins tveimur stigum frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Útlitið er svo sannarlega ekki bjart og miðað við frammistöðuna í síðustu leikjum er ekki líklegt að það birti til á Goodison Park á næstunni.
Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti