Fjöldamorðið í Srebrenica: Vilja fá staðfest að verkefnið hafi verið ómögulegt Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2017 13:00 Grafreitur og minnisvarði um fjöldamorðið í Srebrenica. Vísir/Getty Hollenskir hermenn sem sendir voru til friðargæslu í bænum Srebrenica sumarið 1995 hafa um árabil verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir versta fjöldamorð Evrópu frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú sækjast minnst 220 fyrrverandi meðlimir herdeildarinnar sem gengur undir nafninu „Dutchbat“ eftir bótum frá ríkinu og að viðurkennt verði að verkefnið sem þeim hafi verið úthlutað hafi verið ómögulegt. Hershöfðinginn fyrrverandi Ratko Mladic var í gær dæmdur af Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í málefnum fyrrum Júgóslavíu fyrir aðild sína að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal fjöldamorðsins í Srebrenica þar sem um átta þúsund menn og drengir voru myrtir og komið fyrir í fjöldagröfum. Útskýringarmyndband BBC um fjöldamorðið sem birt var 2015.Friðargæsluliðar voru sendir til Srebrenica sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu sem átakalaust svæði árið 1993. Þangað hafði mikill fjöldi múslima sem höfðu verið reknir frá öðrum hlutum Bosníu flúið og leitað skjóls. Friðargæsluliðarnir, sem höfðu verið sendir án nægilegs búnaðar og undirbúnings til að tryggja öryggi á svæðinu hörfuðu undan vel vopnuðum og vönum hermönnum Mladic. Friðargæsluliðarnir voru sigraðir þann 11. júlí 1995.Samkvæmt upprifjun Business Insider hafði fjöldamorðið verið skipulagt fyrir fram. Serbar höfðu tekið fjölmörg þorp múslima á svæðinu umhverfis Srebrenica og rekið fólk þaðan til bæjarins. Þar að auki höfðu þeir skotið á svæðið úr sprengjuvörpum. Ratko Mladic ræðir hér að neðan við flóttamenn og fjölmiðla í Srebrenica degi áður en morðin byrjuðu. Þá sagði hann að fólkið yrði flutt á brott og þau væru örugg. Konur og börn voru flutt af svæðinu en um átta þúsund menn og drengir urðu eftir svo þeir gætu verið „yfirheyrðir“.Sameinuðu þjóðirnar töldu þörf á sex þúsund friðargæsluliðum á svæðinu, en hollensku hermennirnir voru einungis um sex hundruð.Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar komst dómstóll í Hollandi að þeirri niðurstöðu á árinu að hollenska ríkið bæri að hluta til ábyrgð á dauða 350 manna sem höfðu leitað skjóls hjá friðargæsluliðunum. Þeir voru afhentir hermönnum Mladic eftir að þeir höfðu tekið 30 friðargæsluliða í gíslingu.Ríkinu var gert að greiða fjölskyldum mannanna bætur. AFP segir fjölmargar heimildir fyrir því að ríkisstjórn Hollands á þeim tíma hafi tekið að sér friðargæsluverkefnið eingöngu á grundvelli hugsjóna og án þess að skoða hvort að verkefnið væri í raun mögulegt.Mynd frá 1. mars 1994 sem sýnir hollenskan friðargæsluliða ræða við heimamenn í Bosníu.Vísir/AFPFyrrverandi varnarmálaráðherra Hollands, Jeanine Hennis-Plasschaert, viðurkenndi í fyrra að friðargæsluliðarnir hefðu verið sendir án undirbúnings, búnaðar og upplýsinga til þess að vernda frið sem var ekki lengur til staðar. „Þetta var óraunhæft verkefni við ómögulegar aðstæður,“ sagði hún. Einn hermaður Dutchbat sem AFP ræddi við fyrir tveimur árum segist sjá verulega eftir loforði sem hann gaf. „Ég var 21 árs og kunni tungumálið ekki vel,“ sagði Edo van den Berg. „Ég reyndi samt að róa íbúa með því að segja: Við erum hér, þetta verður allt í lagi. Þetta fór ekki vel. Ég hefði aldrei átt að lofa það að allt yrði í lagi.“ Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Hollenskir hermenn sem sendir voru til friðargæslu í bænum Srebrenica sumarið 1995 hafa um árabil verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir versta fjöldamorð Evrópu frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú sækjast minnst 220 fyrrverandi meðlimir herdeildarinnar sem gengur undir nafninu „Dutchbat“ eftir bótum frá ríkinu og að viðurkennt verði að verkefnið sem þeim hafi verið úthlutað hafi verið ómögulegt. Hershöfðinginn fyrrverandi Ratko Mladic var í gær dæmdur af Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í málefnum fyrrum Júgóslavíu fyrir aðild sína að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal fjöldamorðsins í Srebrenica þar sem um átta þúsund menn og drengir voru myrtir og komið fyrir í fjöldagröfum. Útskýringarmyndband BBC um fjöldamorðið sem birt var 2015.Friðargæsluliðar voru sendir til Srebrenica sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu sem átakalaust svæði árið 1993. Þangað hafði mikill fjöldi múslima sem höfðu verið reknir frá öðrum hlutum Bosníu flúið og leitað skjóls. Friðargæsluliðarnir, sem höfðu verið sendir án nægilegs búnaðar og undirbúnings til að tryggja öryggi á svæðinu hörfuðu undan vel vopnuðum og vönum hermönnum Mladic. Friðargæsluliðarnir voru sigraðir þann 11. júlí 1995.Samkvæmt upprifjun Business Insider hafði fjöldamorðið verið skipulagt fyrir fram. Serbar höfðu tekið fjölmörg þorp múslima á svæðinu umhverfis Srebrenica og rekið fólk þaðan til bæjarins. Þar að auki höfðu þeir skotið á svæðið úr sprengjuvörpum. Ratko Mladic ræðir hér að neðan við flóttamenn og fjölmiðla í Srebrenica degi áður en morðin byrjuðu. Þá sagði hann að fólkið yrði flutt á brott og þau væru örugg. Konur og börn voru flutt af svæðinu en um átta þúsund menn og drengir urðu eftir svo þeir gætu verið „yfirheyrðir“.Sameinuðu þjóðirnar töldu þörf á sex þúsund friðargæsluliðum á svæðinu, en hollensku hermennirnir voru einungis um sex hundruð.Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar komst dómstóll í Hollandi að þeirri niðurstöðu á árinu að hollenska ríkið bæri að hluta til ábyrgð á dauða 350 manna sem höfðu leitað skjóls hjá friðargæsluliðunum. Þeir voru afhentir hermönnum Mladic eftir að þeir höfðu tekið 30 friðargæsluliða í gíslingu.Ríkinu var gert að greiða fjölskyldum mannanna bætur. AFP segir fjölmargar heimildir fyrir því að ríkisstjórn Hollands á þeim tíma hafi tekið að sér friðargæsluverkefnið eingöngu á grundvelli hugsjóna og án þess að skoða hvort að verkefnið væri í raun mögulegt.Mynd frá 1. mars 1994 sem sýnir hollenskan friðargæsluliða ræða við heimamenn í Bosníu.Vísir/AFPFyrrverandi varnarmálaráðherra Hollands, Jeanine Hennis-Plasschaert, viðurkenndi í fyrra að friðargæsluliðarnir hefðu verið sendir án undirbúnings, búnaðar og upplýsinga til þess að vernda frið sem var ekki lengur til staðar. „Þetta var óraunhæft verkefni við ómögulegar aðstæður,“ sagði hún. Einn hermaður Dutchbat sem AFP ræddi við fyrir tveimur árum segist sjá verulega eftir loforði sem hann gaf. „Ég var 21 árs og kunni tungumálið ekki vel,“ sagði Edo van den Berg. „Ég reyndi samt að róa íbúa með því að segja: Við erum hér, þetta verður allt í lagi. Þetta fór ekki vel. Ég hefði aldrei átt að lofa það að allt yrði í lagi.“
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira