Forsætisráðherrann fær ekki að segja af sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Saad Hariri í Líbanon í gær. Nordicphotos/AFP Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanon, afhenti Michel Aoun forseta afsagnarbréf sitt í gær. Hariri tilkynnti um afsögn sína í upphafi mánaðar þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu en hafði ekki getað afhent afsagnarbréfið þar sem hann dvaldi um stund þar í landi áður en hann hélt til Frakklands og þaðan heim til Líbanons. „Ég afhenti hæstvirtum forseta afsagnarbréf mitt en hann bað mig um að fresta afsögn minni tímabundið á meðan hann íhugar ástæður afsagnarinnar. Ég tjáði samþykki mitt fyrir þessari ákvörðun og vona að hún leiði til ábyrgra viðræðna um framhaldið,“ sagði Hariri sem ljóst er að mun gegna forsætisráðherraembættinu enn um sinn. Ástæðurnar sem Aoun hyggst kanna hafa verið ræddar í þaula allt frá því Hariri flutti ávarp sitt í sádiarabísku höfuðborginni Riyadh. Stjórnmálaskýrendur víða um heim sem og heimildarmenn fjölmiðla innan líbönsku ríkisstjórnarinnar fullyrða að Sádi-Arabar hafi í raun neytt Hariri til að segja af sér vegna þess hve litlum árangri hann hafði náð í baráttunni gegn Hezbollah-samtökunum. Heimildarmaður CNN sagði til að mynda að orðalag ávarpsins væri gjörólíkt orðalagi Hariri og því væri líklegt að Sádi-Arabar hefðu skrifað ávarpið. Einnig hafa Sádi-Arabar verið ásakaðir um að hafa haldið Hariri í Sádi-Arabíu gegn vilja hans. Þótt bæði Sádi-Arabar og Hariri sjálfur hafi neitað þessum ásökunum töldu forseti og utanríkisráðherra Frakklands nauðsynlegt að skerast í leikinn og ræða við málsaðila. Fullvissaði Jean-Yves Le Drian í heimsókn sinni til Sádi-Arabíu að Hariri væri frjáls ferða sinna. Rótin að þessum vanda Líbanons liggur í því að ríkið er nú miðpunktur eins konar kalds stríðs Írans og Sádi-Arabíu sem keppa nú um völd og áhrif á svæðinu. Íran styður Hezbollah en Sádi-Arabar hafa aftur á móti lengi stutt Líbanon, einkum Framtíðarhreyfinguna sem Hariri er í forsvari fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons. 17. nóvember 2017 07:00 Forsætisráðherrann sagður fangi Sádi-Araba Líbanska ríkisstjórnin telur að Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons sem tilkynnti um afsögn sína um síðustu helgi, sé haldið gegn vilja sínum í Sádi-Arabíu. 11. nóvember 2017 07:00 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanon, afhenti Michel Aoun forseta afsagnarbréf sitt í gær. Hariri tilkynnti um afsögn sína í upphafi mánaðar þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu en hafði ekki getað afhent afsagnarbréfið þar sem hann dvaldi um stund þar í landi áður en hann hélt til Frakklands og þaðan heim til Líbanons. „Ég afhenti hæstvirtum forseta afsagnarbréf mitt en hann bað mig um að fresta afsögn minni tímabundið á meðan hann íhugar ástæður afsagnarinnar. Ég tjáði samþykki mitt fyrir þessari ákvörðun og vona að hún leiði til ábyrgra viðræðna um framhaldið,“ sagði Hariri sem ljóst er að mun gegna forsætisráðherraembættinu enn um sinn. Ástæðurnar sem Aoun hyggst kanna hafa verið ræddar í þaula allt frá því Hariri flutti ávarp sitt í sádiarabísku höfuðborginni Riyadh. Stjórnmálaskýrendur víða um heim sem og heimildarmenn fjölmiðla innan líbönsku ríkisstjórnarinnar fullyrða að Sádi-Arabar hafi í raun neytt Hariri til að segja af sér vegna þess hve litlum árangri hann hafði náð í baráttunni gegn Hezbollah-samtökunum. Heimildarmaður CNN sagði til að mynda að orðalag ávarpsins væri gjörólíkt orðalagi Hariri og því væri líklegt að Sádi-Arabar hefðu skrifað ávarpið. Einnig hafa Sádi-Arabar verið ásakaðir um að hafa haldið Hariri í Sádi-Arabíu gegn vilja hans. Þótt bæði Sádi-Arabar og Hariri sjálfur hafi neitað þessum ásökunum töldu forseti og utanríkisráðherra Frakklands nauðsynlegt að skerast í leikinn og ræða við málsaðila. Fullvissaði Jean-Yves Le Drian í heimsókn sinni til Sádi-Arabíu að Hariri væri frjáls ferða sinna. Rótin að þessum vanda Líbanons liggur í því að ríkið er nú miðpunktur eins konar kalds stríðs Írans og Sádi-Arabíu sem keppa nú um völd og áhrif á svæðinu. Íran styður Hezbollah en Sádi-Arabar hafa aftur á móti lengi stutt Líbanon, einkum Framtíðarhreyfinguna sem Hariri er í forsvari fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons. 17. nóvember 2017 07:00 Forsætisráðherrann sagður fangi Sádi-Araba Líbanska ríkisstjórnin telur að Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons sem tilkynnti um afsögn sína um síðustu helgi, sé haldið gegn vilja sínum í Sádi-Arabíu. 11. nóvember 2017 07:00 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons. 17. nóvember 2017 07:00
Forsætisráðherrann sagður fangi Sádi-Araba Líbanska ríkisstjórnin telur að Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons sem tilkynnti um afsögn sína um síðustu helgi, sé haldið gegn vilja sínum í Sádi-Arabíu. 11. nóvember 2017 07:00
Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00