Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. nóvember 2017 11:00 Íranskar eldflaugar gnæfa yfir risavaxinni mynd af æðstaklerkinum Khamenei. Vísir/AFP Sádi-Arabía Rækilega hefur hitnað í kolunum í deilu Sádi-Araba og Írana. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur nú sakað Íransstjórn um beinar hernaðaraðgerðir gegn ríki sínu með því að sjá Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen, fyrir eldflaugum. Í símtali við Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í gær sagði bin Salman að hægt væri að túlka aðgerðir Íransstjórnar sem stríðsyfirlýsingu. „Krónprinsinn benti á að það að Íransstjórn sjái Hútum fyrir eldflaugum sé álitið bein hernaðaraðgerð Íransstjórnar og mögulega stríðsyfirlýsing gegn konungsríkinu,“ segir í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Sádi-Arabíu sendi frá sér í gær.Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu.Vísir/AFPHútar hafa nú í tvö ár barist við ríkisstjórnina í Jemen sem nýtur stuðnings Sádi-Araba. Íran er sagt styðja Húta en ríkisstjórn landsins hefur alla tíð neitað því að sjá uppreisnarmönnunum fyrir vopnum. Hægt er að túlka átökin sem hluta af eins konar köldu stríði Írana og Sádi-Araba. Jonathan Marcus, greinandi hjá BBC, sagði í gær að ríkin tvö væru að berjast í köldu stríði um áhrif og völd í Miðausturlöndum. Fjölmiðlar sem eru á bandi Húta greindu frá því á laugardag að uppreisnarmennirnir hefðu skotið eldflaug af gerðinni Burkan H2 að alþjóðaflugvelli Khaleds konungs fyrir utan sádiarabísku höfuðborgina Riyadh. Sádi-Arabar náðu að skjóta eldflaugina niður og enginn fórst í árásinni. Mannréttindabaráttusamtökin Human Rights Watch sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar sem í sagði að hún væri stríðsglæpur og beindist nær eingöngu gegn almennum borgurum.Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans.Vísir/AFPAdel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, fullyrti í viðtali við CNN á mánudag að hin líbönsku Hezbollah-samtök, sem einnig njóta stuðnings Írana, tengdust árásinni. „Þetta var írönsk eldflaug sem Hezbollah skaut frá landsvæðinu sem Hútar hafa tekið í Jemen.“ „Ítök Írana á svæðinu ógna öryggi nágrannaríkjanna og heimsbyggðarinnar allrar,“ sagði al-Jubeir enn fremur. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, gefur lítið fyrir ásakanir al-Jubeir. „Sádi-Arabar sprengja Jemen í tætlur. Þeir drepa þúsundir saklausra borgara, meðal annars ungbörn, valda kóleru og hungursneyð en kenna Írönum auðvitað um allt saman,“ tísti Zarif. Eldflaugaskotið er ekki eina atvikið sem nú veldur titringi í heimshlutanum. Afsögn Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, á laugardag er einnig til þess fallin að kynda undir í þessu kalda stríði. „Íran stýrir þessu svæði og ákvarðanatöku bæði í Sýrlandi og Írak. Ég vil segja Írönum og fylgjendum þeirra að þeir munu tapa í valdabaráttu sinni innan Arabaríkjanna,“ sagði al-Hariri í ávarpi þar sem hann tilkynnti um afsögnina.Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons.Vísir/AFPAl-Hariri þótti líta út fyrir að vera í uppnámi þegar hann flutti ávarpið. Talaði hann meðal annars um að honum fyndist lífi sínu ógnað vegna stöðu sinnar. Þá sakaði hann Írana jafnframt um að breiða út ótta og óreiðu og valda eyðileggingu. Íransstjórn væri jafnframt að styðja Hezbollah í því verkefni samtakanna að byggja upp ríki innan ríkis. Lyse Doucet, yfirumsjónarmaður erlendra frétta hjá BBC, greinir frá því að í samtölum sínum við ónefndan líbanskan ráðherra hafi ráðherrann sagt að orðalagið í ávarpi al-Hariri hafi ekki verið hans eigið. Í umfjöllun BBC kemur fram að heimildir miðilsins hermi að Sádi-Arabar hafi verið orðnir þreyttir á árangursleysi baráttu al-Hariri við Hezbollah. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið fundur al-Hariri á föstudag með Ali Akbar Velayati, ráðgjafa Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerks Írans. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Sádi-Arabía Rækilega hefur hitnað í kolunum í deilu Sádi-Araba og Írana. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur nú sakað Íransstjórn um beinar hernaðaraðgerðir gegn ríki sínu með því að sjá Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen, fyrir eldflaugum. Í símtali við Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í gær sagði bin Salman að hægt væri að túlka aðgerðir Íransstjórnar sem stríðsyfirlýsingu. „Krónprinsinn benti á að það að Íransstjórn sjái Hútum fyrir eldflaugum sé álitið bein hernaðaraðgerð Íransstjórnar og mögulega stríðsyfirlýsing gegn konungsríkinu,“ segir í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Sádi-Arabíu sendi frá sér í gær.Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu.Vísir/AFPHútar hafa nú í tvö ár barist við ríkisstjórnina í Jemen sem nýtur stuðnings Sádi-Araba. Íran er sagt styðja Húta en ríkisstjórn landsins hefur alla tíð neitað því að sjá uppreisnarmönnunum fyrir vopnum. Hægt er að túlka átökin sem hluta af eins konar köldu stríði Írana og Sádi-Araba. Jonathan Marcus, greinandi hjá BBC, sagði í gær að ríkin tvö væru að berjast í köldu stríði um áhrif og völd í Miðausturlöndum. Fjölmiðlar sem eru á bandi Húta greindu frá því á laugardag að uppreisnarmennirnir hefðu skotið eldflaug af gerðinni Burkan H2 að alþjóðaflugvelli Khaleds konungs fyrir utan sádiarabísku höfuðborgina Riyadh. Sádi-Arabar náðu að skjóta eldflaugina niður og enginn fórst í árásinni. Mannréttindabaráttusamtökin Human Rights Watch sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar sem í sagði að hún væri stríðsglæpur og beindist nær eingöngu gegn almennum borgurum.Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans.Vísir/AFPAdel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, fullyrti í viðtali við CNN á mánudag að hin líbönsku Hezbollah-samtök, sem einnig njóta stuðnings Írana, tengdust árásinni. „Þetta var írönsk eldflaug sem Hezbollah skaut frá landsvæðinu sem Hútar hafa tekið í Jemen.“ „Ítök Írana á svæðinu ógna öryggi nágrannaríkjanna og heimsbyggðarinnar allrar,“ sagði al-Jubeir enn fremur. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, gefur lítið fyrir ásakanir al-Jubeir. „Sádi-Arabar sprengja Jemen í tætlur. Þeir drepa þúsundir saklausra borgara, meðal annars ungbörn, valda kóleru og hungursneyð en kenna Írönum auðvitað um allt saman,“ tísti Zarif. Eldflaugaskotið er ekki eina atvikið sem nú veldur titringi í heimshlutanum. Afsögn Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, á laugardag er einnig til þess fallin að kynda undir í þessu kalda stríði. „Íran stýrir þessu svæði og ákvarðanatöku bæði í Sýrlandi og Írak. Ég vil segja Írönum og fylgjendum þeirra að þeir munu tapa í valdabaráttu sinni innan Arabaríkjanna,“ sagði al-Hariri í ávarpi þar sem hann tilkynnti um afsögnina.Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons.Vísir/AFPAl-Hariri þótti líta út fyrir að vera í uppnámi þegar hann flutti ávarpið. Talaði hann meðal annars um að honum fyndist lífi sínu ógnað vegna stöðu sinnar. Þá sakaði hann Írana jafnframt um að breiða út ótta og óreiðu og valda eyðileggingu. Íransstjórn væri jafnframt að styðja Hezbollah í því verkefni samtakanna að byggja upp ríki innan ríkis. Lyse Doucet, yfirumsjónarmaður erlendra frétta hjá BBC, greinir frá því að í samtölum sínum við ónefndan líbanskan ráðherra hafi ráðherrann sagt að orðalagið í ávarpi al-Hariri hafi ekki verið hans eigið. Í umfjöllun BBC kemur fram að heimildir miðilsins hermi að Sádi-Arabar hafi verið orðnir þreyttir á árangursleysi baráttu al-Hariri við Hezbollah. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið fundur al-Hariri á föstudag með Ali Akbar Velayati, ráðgjafa Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerks Írans.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira