Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. nóvember 2017 11:00 Íranskar eldflaugar gnæfa yfir risavaxinni mynd af æðstaklerkinum Khamenei. Vísir/AFP Sádi-Arabía Rækilega hefur hitnað í kolunum í deilu Sádi-Araba og Írana. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur nú sakað Íransstjórn um beinar hernaðaraðgerðir gegn ríki sínu með því að sjá Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen, fyrir eldflaugum. Í símtali við Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í gær sagði bin Salman að hægt væri að túlka aðgerðir Íransstjórnar sem stríðsyfirlýsingu. „Krónprinsinn benti á að það að Íransstjórn sjái Hútum fyrir eldflaugum sé álitið bein hernaðaraðgerð Íransstjórnar og mögulega stríðsyfirlýsing gegn konungsríkinu,“ segir í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Sádi-Arabíu sendi frá sér í gær.Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu.Vísir/AFPHútar hafa nú í tvö ár barist við ríkisstjórnina í Jemen sem nýtur stuðnings Sádi-Araba. Íran er sagt styðja Húta en ríkisstjórn landsins hefur alla tíð neitað því að sjá uppreisnarmönnunum fyrir vopnum. Hægt er að túlka átökin sem hluta af eins konar köldu stríði Írana og Sádi-Araba. Jonathan Marcus, greinandi hjá BBC, sagði í gær að ríkin tvö væru að berjast í köldu stríði um áhrif og völd í Miðausturlöndum. Fjölmiðlar sem eru á bandi Húta greindu frá því á laugardag að uppreisnarmennirnir hefðu skotið eldflaug af gerðinni Burkan H2 að alþjóðaflugvelli Khaleds konungs fyrir utan sádiarabísku höfuðborgina Riyadh. Sádi-Arabar náðu að skjóta eldflaugina niður og enginn fórst í árásinni. Mannréttindabaráttusamtökin Human Rights Watch sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar sem í sagði að hún væri stríðsglæpur og beindist nær eingöngu gegn almennum borgurum.Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans.Vísir/AFPAdel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, fullyrti í viðtali við CNN á mánudag að hin líbönsku Hezbollah-samtök, sem einnig njóta stuðnings Írana, tengdust árásinni. „Þetta var írönsk eldflaug sem Hezbollah skaut frá landsvæðinu sem Hútar hafa tekið í Jemen.“ „Ítök Írana á svæðinu ógna öryggi nágrannaríkjanna og heimsbyggðarinnar allrar,“ sagði al-Jubeir enn fremur. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, gefur lítið fyrir ásakanir al-Jubeir. „Sádi-Arabar sprengja Jemen í tætlur. Þeir drepa þúsundir saklausra borgara, meðal annars ungbörn, valda kóleru og hungursneyð en kenna Írönum auðvitað um allt saman,“ tísti Zarif. Eldflaugaskotið er ekki eina atvikið sem nú veldur titringi í heimshlutanum. Afsögn Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, á laugardag er einnig til þess fallin að kynda undir í þessu kalda stríði. „Íran stýrir þessu svæði og ákvarðanatöku bæði í Sýrlandi og Írak. Ég vil segja Írönum og fylgjendum þeirra að þeir munu tapa í valdabaráttu sinni innan Arabaríkjanna,“ sagði al-Hariri í ávarpi þar sem hann tilkynnti um afsögnina.Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons.Vísir/AFPAl-Hariri þótti líta út fyrir að vera í uppnámi þegar hann flutti ávarpið. Talaði hann meðal annars um að honum fyndist lífi sínu ógnað vegna stöðu sinnar. Þá sakaði hann Írana jafnframt um að breiða út ótta og óreiðu og valda eyðileggingu. Íransstjórn væri jafnframt að styðja Hezbollah í því verkefni samtakanna að byggja upp ríki innan ríkis. Lyse Doucet, yfirumsjónarmaður erlendra frétta hjá BBC, greinir frá því að í samtölum sínum við ónefndan líbanskan ráðherra hafi ráðherrann sagt að orðalagið í ávarpi al-Hariri hafi ekki verið hans eigið. Í umfjöllun BBC kemur fram að heimildir miðilsins hermi að Sádi-Arabar hafi verið orðnir þreyttir á árangursleysi baráttu al-Hariri við Hezbollah. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið fundur al-Hariri á föstudag með Ali Akbar Velayati, ráðgjafa Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerks Írans. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Sádi-Arabía Rækilega hefur hitnað í kolunum í deilu Sádi-Araba og Írana. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur nú sakað Íransstjórn um beinar hernaðaraðgerðir gegn ríki sínu með því að sjá Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen, fyrir eldflaugum. Í símtali við Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í gær sagði bin Salman að hægt væri að túlka aðgerðir Íransstjórnar sem stríðsyfirlýsingu. „Krónprinsinn benti á að það að Íransstjórn sjái Hútum fyrir eldflaugum sé álitið bein hernaðaraðgerð Íransstjórnar og mögulega stríðsyfirlýsing gegn konungsríkinu,“ segir í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Sádi-Arabíu sendi frá sér í gær.Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu.Vísir/AFPHútar hafa nú í tvö ár barist við ríkisstjórnina í Jemen sem nýtur stuðnings Sádi-Araba. Íran er sagt styðja Húta en ríkisstjórn landsins hefur alla tíð neitað því að sjá uppreisnarmönnunum fyrir vopnum. Hægt er að túlka átökin sem hluta af eins konar köldu stríði Írana og Sádi-Araba. Jonathan Marcus, greinandi hjá BBC, sagði í gær að ríkin tvö væru að berjast í köldu stríði um áhrif og völd í Miðausturlöndum. Fjölmiðlar sem eru á bandi Húta greindu frá því á laugardag að uppreisnarmennirnir hefðu skotið eldflaug af gerðinni Burkan H2 að alþjóðaflugvelli Khaleds konungs fyrir utan sádiarabísku höfuðborgina Riyadh. Sádi-Arabar náðu að skjóta eldflaugina niður og enginn fórst í árásinni. Mannréttindabaráttusamtökin Human Rights Watch sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar sem í sagði að hún væri stríðsglæpur og beindist nær eingöngu gegn almennum borgurum.Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans.Vísir/AFPAdel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, fullyrti í viðtali við CNN á mánudag að hin líbönsku Hezbollah-samtök, sem einnig njóta stuðnings Írana, tengdust árásinni. „Þetta var írönsk eldflaug sem Hezbollah skaut frá landsvæðinu sem Hútar hafa tekið í Jemen.“ „Ítök Írana á svæðinu ógna öryggi nágrannaríkjanna og heimsbyggðarinnar allrar,“ sagði al-Jubeir enn fremur. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, gefur lítið fyrir ásakanir al-Jubeir. „Sádi-Arabar sprengja Jemen í tætlur. Þeir drepa þúsundir saklausra borgara, meðal annars ungbörn, valda kóleru og hungursneyð en kenna Írönum auðvitað um allt saman,“ tísti Zarif. Eldflaugaskotið er ekki eina atvikið sem nú veldur titringi í heimshlutanum. Afsögn Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, á laugardag er einnig til þess fallin að kynda undir í þessu kalda stríði. „Íran stýrir þessu svæði og ákvarðanatöku bæði í Sýrlandi og Írak. Ég vil segja Írönum og fylgjendum þeirra að þeir munu tapa í valdabaráttu sinni innan Arabaríkjanna,“ sagði al-Hariri í ávarpi þar sem hann tilkynnti um afsögnina.Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons.Vísir/AFPAl-Hariri þótti líta út fyrir að vera í uppnámi þegar hann flutti ávarpið. Talaði hann meðal annars um að honum fyndist lífi sínu ógnað vegna stöðu sinnar. Þá sakaði hann Írana jafnframt um að breiða út ótta og óreiðu og valda eyðileggingu. Íransstjórn væri jafnframt að styðja Hezbollah í því verkefni samtakanna að byggja upp ríki innan ríkis. Lyse Doucet, yfirumsjónarmaður erlendra frétta hjá BBC, greinir frá því að í samtölum sínum við ónefndan líbanskan ráðherra hafi ráðherrann sagt að orðalagið í ávarpi al-Hariri hafi ekki verið hans eigið. Í umfjöllun BBC kemur fram að heimildir miðilsins hermi að Sádi-Arabar hafi verið orðnir þreyttir á árangursleysi baráttu al-Hariri við Hezbollah. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið fundur al-Hariri á föstudag með Ali Akbar Velayati, ráðgjafa Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerks Írans.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira