Gylfi markahæstur hjá Swansea í efstu deild Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2017 10:00 Gylfi Þór fagnar einu marka sinna með Swansea. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson varð á sunnudag markahæsti leikmaður Swansea í efstu deild frá upphafi er hann skoraði sitt 33. úrvalsdeildarmark fyrir félagið í 2-1 tapi gegn Manchester City. Þar með tók hann fram úr Bob Latchford sem spilaði með Swansea frá 1981 til 1984 og skoraði 32 mörk fyrir félagið í gömlu 1. deildinni. Gylfi varð í fyrra markahæsti leikmaður Swansea í úrvalsdeildinni sem var stofnuð árið 1992. „Guði sé lof fyrir Gylfa Sigurðsson,“ segir í fyrirsögn South Wales Evening Post um afrekið en ljóst er að nafn Gylfa er nú skráð stórum stöfum í sögubækur félagsins. Þrátt fyrir tapið um helgina hefur Swansea gengið betur að undanförnu eftir erfitt haust og hafði unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum á undan. Fyrir vikið komst Swansea úr fallsæti og er það ekki síst frammistöðu Gylfa að þakka en hann hefur skorað í síðustu þremur leikjum Swansea. „Engin furða að Paul Clement þjálfari telur að Sigurðsson sé nógu góður til að spila með liðum eins og Real Madrid og Bayern München,“ sagði greinahöfundur en í greininni eru mörk Gylfa greind með nákvæmum hætti. Sjá einnig: Sky Sports: Gylfi fær ekki fyrirsagnirnar en er líklega vanmetnastur í deildinni Kemur meðal annars fram að Gylfi hefur skorað sín 33 úrvalsdeildarmörk í 110 leikjum fyrir félagið og að hann skori því í 30 prósent leikja sinna sem sé frábær tölfræði fyrir miðjumann.Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að koma með beinum hætti að ríflega helmingi marka Swansea.vísir/gettyHann sé með betra markahlutfall en leikmenn á borð við Christian Eriksen, Ross Barkley, Eden Hazard og Kevin de Bruyne. Þá er enn fremur bent á að í þeim 31 leikjum sem Gylfi hefur skorað hefur Swansea aðeins tapað tíu þeirra. Alls hafa sextán unnist og Swansea hefur fengið alls 53 stig þegar Gylfi hefur verið á skotskónum. Sjá einnig: Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Þetta tímabilið hefur Gylfi átt beinan þátt í fimmtán af 29 mörkum Swansea og á þar með beinan þátt í tólf af 21 stigi liðsins á tímabilinu. Gylfi á þó meira inni á Liberty-vellinum, heimavelli Swansea, þar sem 21 marka hans hafa komið á útivelli en Gylfi hefur skorað gegn nítján mismunandi liðum á ferlinum með Swansea - þar af öllu stóru liðunum (Chelsea, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Arsenal og Liverpool). Enski boltinn Tengdar fréttir Sky Sports: Gylfi fær ekki fyrirsagnirnar en er líklega vanmetnastur í deildinni Tölfræðin sannar að Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 7. febrúar 2017 10:45 Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu. 6. febrúar 2017 08:00 Gylfi Þór þriðji í vali fólksins á leikmanni mánaðarins Tom Davies var með mikla yfirburði í netkosningu um leikmann janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 7. febrúar 2017 13:00 Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Íslenski landsliðsmaðurinn trónir nú einn á toppi listanst yfir þá sem skapa mest af miðjunni. 6. febrúar 2017 11:30 Hjörvar: Get alveg séð Tottenham kyngja stoltinu og reyna að fá Gylfa aftur Messumenn fóru ítarlega yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í síðustu leikjum. 7. febrúar 2017 14:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson varð á sunnudag markahæsti leikmaður Swansea í efstu deild frá upphafi er hann skoraði sitt 33. úrvalsdeildarmark fyrir félagið í 2-1 tapi gegn Manchester City. Þar með tók hann fram úr Bob Latchford sem spilaði með Swansea frá 1981 til 1984 og skoraði 32 mörk fyrir félagið í gömlu 1. deildinni. Gylfi varð í fyrra markahæsti leikmaður Swansea í úrvalsdeildinni sem var stofnuð árið 1992. „Guði sé lof fyrir Gylfa Sigurðsson,“ segir í fyrirsögn South Wales Evening Post um afrekið en ljóst er að nafn Gylfa er nú skráð stórum stöfum í sögubækur félagsins. Þrátt fyrir tapið um helgina hefur Swansea gengið betur að undanförnu eftir erfitt haust og hafði unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum á undan. Fyrir vikið komst Swansea úr fallsæti og er það ekki síst frammistöðu Gylfa að þakka en hann hefur skorað í síðustu þremur leikjum Swansea. „Engin furða að Paul Clement þjálfari telur að Sigurðsson sé nógu góður til að spila með liðum eins og Real Madrid og Bayern München,“ sagði greinahöfundur en í greininni eru mörk Gylfa greind með nákvæmum hætti. Sjá einnig: Sky Sports: Gylfi fær ekki fyrirsagnirnar en er líklega vanmetnastur í deildinni Kemur meðal annars fram að Gylfi hefur skorað sín 33 úrvalsdeildarmörk í 110 leikjum fyrir félagið og að hann skori því í 30 prósent leikja sinna sem sé frábær tölfræði fyrir miðjumann.Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að koma með beinum hætti að ríflega helmingi marka Swansea.vísir/gettyHann sé með betra markahlutfall en leikmenn á borð við Christian Eriksen, Ross Barkley, Eden Hazard og Kevin de Bruyne. Þá er enn fremur bent á að í þeim 31 leikjum sem Gylfi hefur skorað hefur Swansea aðeins tapað tíu þeirra. Alls hafa sextán unnist og Swansea hefur fengið alls 53 stig þegar Gylfi hefur verið á skotskónum. Sjá einnig: Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Þetta tímabilið hefur Gylfi átt beinan þátt í fimmtán af 29 mörkum Swansea og á þar með beinan þátt í tólf af 21 stigi liðsins á tímabilinu. Gylfi á þó meira inni á Liberty-vellinum, heimavelli Swansea, þar sem 21 marka hans hafa komið á útivelli en Gylfi hefur skorað gegn nítján mismunandi liðum á ferlinum með Swansea - þar af öllu stóru liðunum (Chelsea, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Arsenal og Liverpool).
Enski boltinn Tengdar fréttir Sky Sports: Gylfi fær ekki fyrirsagnirnar en er líklega vanmetnastur í deildinni Tölfræðin sannar að Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 7. febrúar 2017 10:45 Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu. 6. febrúar 2017 08:00 Gylfi Þór þriðji í vali fólksins á leikmanni mánaðarins Tom Davies var með mikla yfirburði í netkosningu um leikmann janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 7. febrúar 2017 13:00 Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Íslenski landsliðsmaðurinn trónir nú einn á toppi listanst yfir þá sem skapa mest af miðjunni. 6. febrúar 2017 11:30 Hjörvar: Get alveg séð Tottenham kyngja stoltinu og reyna að fá Gylfa aftur Messumenn fóru ítarlega yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í síðustu leikjum. 7. febrúar 2017 14:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Sky Sports: Gylfi fær ekki fyrirsagnirnar en er líklega vanmetnastur í deildinni Tölfræðin sannar að Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 7. febrúar 2017 10:45
Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu. 6. febrúar 2017 08:00
Gylfi Þór þriðji í vali fólksins á leikmanni mánaðarins Tom Davies var með mikla yfirburði í netkosningu um leikmann janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 7. febrúar 2017 13:00
Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Íslenski landsliðsmaðurinn trónir nú einn á toppi listanst yfir þá sem skapa mest af miðjunni. 6. febrúar 2017 11:30
Hjörvar: Get alveg séð Tottenham kyngja stoltinu og reyna að fá Gylfa aftur Messumenn fóru ítarlega yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í síðustu leikjum. 7. febrúar 2017 14:00