Rannsaka lekann til WikiLeaks Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Samsung-sjónvörpum hefur verið breytt þannig að hægt sé að nota þau til að hlera samtöl. Nordicphotos/Getty Bandaríska leyniþjónustan CIA vissi af öryggisgöllum í fjölda snjalltækja en gerði framleiðendum ekki viðvart heldur nýtti sér þá til að njósna um eigendur tækjanna. Tæknin er nú ekki aðeins í höndum leyniþjónustunnar. Þetta er meðal þess sem lesa má úr Vault 7, nýjasta gagnaleka WikiLeaks. Samtökin halda því fram að þau hafi fengið gögnin send frá verktaka sem starfaði eitt sinn fyrir leyniþjónustuna. CIA hefur neitað að tjá sig um málið á meðan kannað er hvort gögnin innihaldi réttar upplýsingar. Utanaðkomandi sérfræðingar segja hins vegar ýmislegt benda til þess að svo sé. Opinber rannsókn á birtingu gagnanna er þó hafin. Greindi CNN frá því í gær eftir heimildum sínum innan úr leyniþjónustum Bandaríkjanna. Standa bæði alríkislögreglan FBI og CIA sömuleiðis að rannsókninni. Meðal þess sem finna má í gögnunum eru tæki sem CIA hefur notað til að stela gögnum úr iPhone-snjallsímum og önnur sem eru notuð til að taka yfir tölvur frá Microsoft. Enn önnur voru notuð til að breyta Samsung-snjallsjónvörpum í hlerunartæki og þá virðist leyniþjónustan hafa þróað búnað ætlaðan til að taka yfir tölvur bifreiða. Tæknirisar heimsins brugðust við lekanum með því að senda frá sér yfirlýsingar um efnið. Í yfirlýsingu Apple sagði að fyrirtækið hefði nú þegar lokað fyrir fjölda galla sem nefndir eru í lekanum. Þá ítrekaði fyrirtækið að notendur væru ávallt með nýjustu útgáfu stýrikerfanna í tækjum sínum. „Að verja einkalíf notenda er helsta forgangsmál okkar. Við vitum af göllunum og erum að vinna í að lagfæra þá eins hratt og unnt er,“ sagði í yfirlýsingu Samsung. Microsoft tók í sama streng. Google hefur hingað til neitað að svara fyrir galla í Android-stýrikerfinu. „Hver sá sem heldur að mál Chelsea Manning og Edwards Snowden hafi verið einsdæmi hefur rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner, fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna Bandaríkjanna. Fjögur ár eru liðin síðan WikiLeaks sendi frá sér gögn Edwards Snowden. Sá leki hafði mikil áhrif á samstarf Bandaríkjastjórnar og Kísildalsins. Líklegt þykir að lekinn nú geti haft svipuð áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan CIA vissi af öryggisgöllum í fjölda snjalltækja en gerði framleiðendum ekki viðvart heldur nýtti sér þá til að njósna um eigendur tækjanna. Tæknin er nú ekki aðeins í höndum leyniþjónustunnar. Þetta er meðal þess sem lesa má úr Vault 7, nýjasta gagnaleka WikiLeaks. Samtökin halda því fram að þau hafi fengið gögnin send frá verktaka sem starfaði eitt sinn fyrir leyniþjónustuna. CIA hefur neitað að tjá sig um málið á meðan kannað er hvort gögnin innihaldi réttar upplýsingar. Utanaðkomandi sérfræðingar segja hins vegar ýmislegt benda til þess að svo sé. Opinber rannsókn á birtingu gagnanna er þó hafin. Greindi CNN frá því í gær eftir heimildum sínum innan úr leyniþjónustum Bandaríkjanna. Standa bæði alríkislögreglan FBI og CIA sömuleiðis að rannsókninni. Meðal þess sem finna má í gögnunum eru tæki sem CIA hefur notað til að stela gögnum úr iPhone-snjallsímum og önnur sem eru notuð til að taka yfir tölvur frá Microsoft. Enn önnur voru notuð til að breyta Samsung-snjallsjónvörpum í hlerunartæki og þá virðist leyniþjónustan hafa þróað búnað ætlaðan til að taka yfir tölvur bifreiða. Tæknirisar heimsins brugðust við lekanum með því að senda frá sér yfirlýsingar um efnið. Í yfirlýsingu Apple sagði að fyrirtækið hefði nú þegar lokað fyrir fjölda galla sem nefndir eru í lekanum. Þá ítrekaði fyrirtækið að notendur væru ávallt með nýjustu útgáfu stýrikerfanna í tækjum sínum. „Að verja einkalíf notenda er helsta forgangsmál okkar. Við vitum af göllunum og erum að vinna í að lagfæra þá eins hratt og unnt er,“ sagði í yfirlýsingu Samsung. Microsoft tók í sama streng. Google hefur hingað til neitað að svara fyrir galla í Android-stýrikerfinu. „Hver sá sem heldur að mál Chelsea Manning og Edwards Snowden hafi verið einsdæmi hefur rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner, fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna Bandaríkjanna. Fjögur ár eru liðin síðan WikiLeaks sendi frá sér gögn Edwards Snowden. Sá leki hafði mikil áhrif á samstarf Bandaríkjastjórnar og Kísildalsins. Líklegt þykir að lekinn nú geti haft svipuð áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira