Ian Wright: Wenger verður að fara eða fá öðruvísi leikmenn til Arsenal | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 10:30 Arsene Wenger er í vandræðum. vísir/getty Meistaradeildarvonir Arsenal minnkuðu í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester City á heimavelli í stórleik 30. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal, sem hefur komist í Meistaradeildina 19 ár í röð, er nú í sjötta sæti deildarinnar, sjö stigum frá City sem vermir fjórða sætið en á vissulega leik til góða.Sjá einnig:Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Skyttur Arsene Wenger eru aðeins búnar að vinna einn leik af síðustu sex í deildinni og innbyrða fjögur stig af síðustu 18. Liðið er í gríðarlegri lægð og fær á sig mikið af mörkum. „Bæði lið [City og Arsenal] munu leita að tveimur til þremur varnarmönnum í sumar,“ sagði Alan Shearer, markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, í Match of the Day 3 á vef BBC í gærkvöldi.Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Wenger að fá leikmenn í sumar í baráttu við stóru liðin í úrvalsdeildinni þessa stundina þar sem svo fátt heillar við Arsenal. Það er allavega mat Iain Wright, fyrrverandi framherja liðsins. „Það er ekkert heillandi við Arsenal þessa stundina fyrir utan að liðið er í London. Maður veit ekki hvað er í gangi hjá stjóranum og enginn veit hvort tveir bestu leikmennirnir vilji fara eða vera,“ sagði Wright. „Ef Chelsea, Manchester United og jafnvel Tottenham, sem eru öll að gera betri hluti, reyna við sömu menn og Arsenal mun það lenda í vandræðum með að fá þá.“ Arsenal-liðið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ekki með nógu sterka karaktera í liðinu og Wright er harður á því að leikmannamálin verða að breytast. Það þarf að fá sterkari karaktera til liðsins eða Wenger þarf að víkja. „Þeir verða að gera það. Ef Arsene Wenger heldur áfram verður hann að fá öðruvísi leikmenn en hann hefur verið að fá. Ef hann gerir það ekki sé ég ekki tilganginn með þessu öllu. Annað hvort verður Wenger að fara eða hann verður að fá öðruvísi karaktera inn í liðið,“ sagði Iain Wright.Umræðuna má sjá með því að smella hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45 Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sjá meira
Meistaradeildarvonir Arsenal minnkuðu í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester City á heimavelli í stórleik 30. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal, sem hefur komist í Meistaradeildina 19 ár í röð, er nú í sjötta sæti deildarinnar, sjö stigum frá City sem vermir fjórða sætið en á vissulega leik til góða.Sjá einnig:Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Skyttur Arsene Wenger eru aðeins búnar að vinna einn leik af síðustu sex í deildinni og innbyrða fjögur stig af síðustu 18. Liðið er í gríðarlegri lægð og fær á sig mikið af mörkum. „Bæði lið [City og Arsenal] munu leita að tveimur til þremur varnarmönnum í sumar,“ sagði Alan Shearer, markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, í Match of the Day 3 á vef BBC í gærkvöldi.Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Wenger að fá leikmenn í sumar í baráttu við stóru liðin í úrvalsdeildinni þessa stundina þar sem svo fátt heillar við Arsenal. Það er allavega mat Iain Wright, fyrrverandi framherja liðsins. „Það er ekkert heillandi við Arsenal þessa stundina fyrir utan að liðið er í London. Maður veit ekki hvað er í gangi hjá stjóranum og enginn veit hvort tveir bestu leikmennirnir vilji fara eða vera,“ sagði Wright. „Ef Chelsea, Manchester United og jafnvel Tottenham, sem eru öll að gera betri hluti, reyna við sömu menn og Arsenal mun það lenda í vandræðum með að fá þá.“ Arsenal-liðið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ekki með nógu sterka karaktera í liðinu og Wright er harður á því að leikmannamálin verða að breytast. Það þarf að fá sterkari karaktera til liðsins eða Wenger þarf að víkja. „Þeir verða að gera það. Ef Arsene Wenger heldur áfram verður hann að fá öðruvísi leikmenn en hann hefur verið að fá. Ef hann gerir það ekki sé ég ekki tilganginn með þessu öllu. Annað hvort verður Wenger að fara eða hann verður að fá öðruvísi karaktera inn í liðið,“ sagði Iain Wright.Umræðuna má sjá með því að smella hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45 Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sjá meira
Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45
Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00