Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.
Sjá einnig: Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum
Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeki, sem kom til Bandaríkjanna árið 2010. Þá var hann handtekinn í Missouri-ríki í fyrra fyrir umferðarlagabrot. Hann er nú á sjúkrahúsi.
Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fannst bréf í bíl Saipov með vísunum í hið svokallaða Íslamska ríki. Heimildarmenn New York Times segja hann hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum.

- „Svo virðist sem enn önnur árás hafi verið framin af sjúkum og brjáluðum einstaklingi í New York. Löggæsluyfirvöld fylgjast náið með þessu. EKKI Í BNA!“
- „Við megum ekki leyfa ISIS að snúa til baka, eða koma inn, í landið okkar eftir að hafa sigrað þau í Austurlöndum nær og annars staðar. Nóg!“
- „Hugsanir mínar, samúð og bænir eru með fórnarlömbum árásarinn í New York og fjölskyldum þeirra. Guð og þjóðin eru með ykkur.“
I have just ordered Homeland Security to step up our already Extreme Vetting Program. Being politically correct is fine, but not for this!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017