Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2017 19:56 Frá vettvangi Vísir/EPA Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. Talið er að minnst átta hafi látist. Eftir að hafa keyrt niður hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur var bílnum klesst á annan bíl. Fór ökumaðurinn þá úr bílnum vopnaður byssu. Lögregla á vettvangi brást fljótt við og skaut manninn. Hann er nú í haldi lögreglu. Þetta segir lögreglan í New York á Twitter-síðu hennar. Fyrstu fregnir gáfu til kynna að um skotárás hafi verið að ræða en svo virðist ekki vera miðað við upplýsingar lögreglu.New York Times greinir frá því að ökumanninum hafi tekist að aka nokkuð langa vegalend eftir hjólastígnum. Þá hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að byssan sem ökumaðurinn var með hafi ekki verið ekta. Þá segja heimildarmenn blaðsins einnig að maðurinn hafi kallað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku. Yfirvöld rannsaka árásina sem hryðjuverk en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki.Stuyvesant High students say they saw a man shooting from a truck, and then saw the truck turn & strike a school bus https://t.co/wAKD67WRA2 pic.twitter.com/C1NINU0ZBF— The New York Times (@nytimes) October 31, 2017 Í frétt New York Post er vettvangi árásinnar lýst sem „blóðbaði.“ en NBC í New York hefur eftir embættismanni borgarinnar að maðurinn hafi keyrt niður fjölmarga vegfarendur. Fjölmörg vitni urðu að atvikinu. CNN hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að sex hafi látist í árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur tjáð sig um árásina. Þar segir hann útlit fyrir að „mjög veikur“ aðili hafi framið árásina. Slíkt sé ekki í boði í Bandaríkjunum.Fyrirsögn þessarar fréttar hefur verið breytt samkvæmt nýjustu upplýsingum. Fréttin verður uppfærð.The vehicle struck multiple people on the path. There are several fatalities and numerous people injured.— NYPD NEWS (@NYPDnews) October 31, 2017 In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. Talið er að minnst átta hafi látist. Eftir að hafa keyrt niður hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur var bílnum klesst á annan bíl. Fór ökumaðurinn þá úr bílnum vopnaður byssu. Lögregla á vettvangi brást fljótt við og skaut manninn. Hann er nú í haldi lögreglu. Þetta segir lögreglan í New York á Twitter-síðu hennar. Fyrstu fregnir gáfu til kynna að um skotárás hafi verið að ræða en svo virðist ekki vera miðað við upplýsingar lögreglu.New York Times greinir frá því að ökumanninum hafi tekist að aka nokkuð langa vegalend eftir hjólastígnum. Þá hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að byssan sem ökumaðurinn var með hafi ekki verið ekta. Þá segja heimildarmenn blaðsins einnig að maðurinn hafi kallað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku. Yfirvöld rannsaka árásina sem hryðjuverk en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki.Stuyvesant High students say they saw a man shooting from a truck, and then saw the truck turn & strike a school bus https://t.co/wAKD67WRA2 pic.twitter.com/C1NINU0ZBF— The New York Times (@nytimes) October 31, 2017 Í frétt New York Post er vettvangi árásinnar lýst sem „blóðbaði.“ en NBC í New York hefur eftir embættismanni borgarinnar að maðurinn hafi keyrt niður fjölmarga vegfarendur. Fjölmörg vitni urðu að atvikinu. CNN hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að sex hafi látist í árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur tjáð sig um árásina. Þar segir hann útlit fyrir að „mjög veikur“ aðili hafi framið árásina. Slíkt sé ekki í boði í Bandaríkjunum.Fyrirsögn þessarar fréttar hefur verið breytt samkvæmt nýjustu upplýsingum. Fréttin verður uppfærð.The vehicle struck multiple people on the path. There are several fatalities and numerous people injured.— NYPD NEWS (@NYPDnews) October 31, 2017 In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira