Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2017 19:56 Frá vettvangi Vísir/EPA Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. Talið er að minnst átta hafi látist. Eftir að hafa keyrt niður hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur var bílnum klesst á annan bíl. Fór ökumaðurinn þá úr bílnum vopnaður byssu. Lögregla á vettvangi brást fljótt við og skaut manninn. Hann er nú í haldi lögreglu. Þetta segir lögreglan í New York á Twitter-síðu hennar. Fyrstu fregnir gáfu til kynna að um skotárás hafi verið að ræða en svo virðist ekki vera miðað við upplýsingar lögreglu.New York Times greinir frá því að ökumanninum hafi tekist að aka nokkuð langa vegalend eftir hjólastígnum. Þá hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að byssan sem ökumaðurinn var með hafi ekki verið ekta. Þá segja heimildarmenn blaðsins einnig að maðurinn hafi kallað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku. Yfirvöld rannsaka árásina sem hryðjuverk en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki.Stuyvesant High students say they saw a man shooting from a truck, and then saw the truck turn & strike a school bus https://t.co/wAKD67WRA2 pic.twitter.com/C1NINU0ZBF— The New York Times (@nytimes) October 31, 2017 Í frétt New York Post er vettvangi árásinnar lýst sem „blóðbaði.“ en NBC í New York hefur eftir embættismanni borgarinnar að maðurinn hafi keyrt niður fjölmarga vegfarendur. Fjölmörg vitni urðu að atvikinu. CNN hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að sex hafi látist í árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur tjáð sig um árásina. Þar segir hann útlit fyrir að „mjög veikur“ aðili hafi framið árásina. Slíkt sé ekki í boði í Bandaríkjunum.Fyrirsögn þessarar fréttar hefur verið breytt samkvæmt nýjustu upplýsingum. Fréttin verður uppfærð.The vehicle struck multiple people on the path. There are several fatalities and numerous people injured.— NYPD NEWS (@NYPDnews) October 31, 2017 In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. Talið er að minnst átta hafi látist. Eftir að hafa keyrt niður hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur var bílnum klesst á annan bíl. Fór ökumaðurinn þá úr bílnum vopnaður byssu. Lögregla á vettvangi brást fljótt við og skaut manninn. Hann er nú í haldi lögreglu. Þetta segir lögreglan í New York á Twitter-síðu hennar. Fyrstu fregnir gáfu til kynna að um skotárás hafi verið að ræða en svo virðist ekki vera miðað við upplýsingar lögreglu.New York Times greinir frá því að ökumanninum hafi tekist að aka nokkuð langa vegalend eftir hjólastígnum. Þá hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að byssan sem ökumaðurinn var með hafi ekki verið ekta. Þá segja heimildarmenn blaðsins einnig að maðurinn hafi kallað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku. Yfirvöld rannsaka árásina sem hryðjuverk en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki.Stuyvesant High students say they saw a man shooting from a truck, and then saw the truck turn & strike a school bus https://t.co/wAKD67WRA2 pic.twitter.com/C1NINU0ZBF— The New York Times (@nytimes) October 31, 2017 Í frétt New York Post er vettvangi árásinnar lýst sem „blóðbaði.“ en NBC í New York hefur eftir embættismanni borgarinnar að maðurinn hafi keyrt niður fjölmarga vegfarendur. Fjölmörg vitni urðu að atvikinu. CNN hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að sex hafi látist í árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur tjáð sig um árásina. Þar segir hann útlit fyrir að „mjög veikur“ aðili hafi framið árásina. Slíkt sé ekki í boði í Bandaríkjunum.Fyrirsögn þessarar fréttar hefur verið breytt samkvæmt nýjustu upplýsingum. Fréttin verður uppfærð.The vehicle struck multiple people on the path. There are several fatalities and numerous people injured.— NYPD NEWS (@NYPDnews) October 31, 2017 In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira