Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2017 19:56 Frá vettvangi Vísir/EPA Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. Talið er að minnst átta hafi látist. Eftir að hafa keyrt niður hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur var bílnum klesst á annan bíl. Fór ökumaðurinn þá úr bílnum vopnaður byssu. Lögregla á vettvangi brást fljótt við og skaut manninn. Hann er nú í haldi lögreglu. Þetta segir lögreglan í New York á Twitter-síðu hennar. Fyrstu fregnir gáfu til kynna að um skotárás hafi verið að ræða en svo virðist ekki vera miðað við upplýsingar lögreglu.New York Times greinir frá því að ökumanninum hafi tekist að aka nokkuð langa vegalend eftir hjólastígnum. Þá hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að byssan sem ökumaðurinn var með hafi ekki verið ekta. Þá segja heimildarmenn blaðsins einnig að maðurinn hafi kallað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku. Yfirvöld rannsaka árásina sem hryðjuverk en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki.Stuyvesant High students say they saw a man shooting from a truck, and then saw the truck turn & strike a school bus https://t.co/wAKD67WRA2 pic.twitter.com/C1NINU0ZBF— The New York Times (@nytimes) October 31, 2017 Í frétt New York Post er vettvangi árásinnar lýst sem „blóðbaði.“ en NBC í New York hefur eftir embættismanni borgarinnar að maðurinn hafi keyrt niður fjölmarga vegfarendur. Fjölmörg vitni urðu að atvikinu. CNN hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að sex hafi látist í árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur tjáð sig um árásina. Þar segir hann útlit fyrir að „mjög veikur“ aðili hafi framið árásina. Slíkt sé ekki í boði í Bandaríkjunum.Fyrirsögn þessarar fréttar hefur verið breytt samkvæmt nýjustu upplýsingum. Fréttin verður uppfærð.The vehicle struck multiple people on the path. There are several fatalities and numerous people injured.— NYPD NEWS (@NYPDnews) October 31, 2017 In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. Talið er að minnst átta hafi látist. Eftir að hafa keyrt niður hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur var bílnum klesst á annan bíl. Fór ökumaðurinn þá úr bílnum vopnaður byssu. Lögregla á vettvangi brást fljótt við og skaut manninn. Hann er nú í haldi lögreglu. Þetta segir lögreglan í New York á Twitter-síðu hennar. Fyrstu fregnir gáfu til kynna að um skotárás hafi verið að ræða en svo virðist ekki vera miðað við upplýsingar lögreglu.New York Times greinir frá því að ökumanninum hafi tekist að aka nokkuð langa vegalend eftir hjólastígnum. Þá hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að byssan sem ökumaðurinn var með hafi ekki verið ekta. Þá segja heimildarmenn blaðsins einnig að maðurinn hafi kallað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku. Yfirvöld rannsaka árásina sem hryðjuverk en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki.Stuyvesant High students say they saw a man shooting from a truck, and then saw the truck turn & strike a school bus https://t.co/wAKD67WRA2 pic.twitter.com/C1NINU0ZBF— The New York Times (@nytimes) October 31, 2017 Í frétt New York Post er vettvangi árásinnar lýst sem „blóðbaði.“ en NBC í New York hefur eftir embættismanni borgarinnar að maðurinn hafi keyrt niður fjölmarga vegfarendur. Fjölmörg vitni urðu að atvikinu. CNN hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að sex hafi látist í árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur tjáð sig um árásina. Þar segir hann útlit fyrir að „mjög veikur“ aðili hafi framið árásina. Slíkt sé ekki í boði í Bandaríkjunum.Fyrirsögn þessarar fréttar hefur verið breytt samkvæmt nýjustu upplýsingum. Fréttin verður uppfærð.The vehicle struck multiple people on the path. There are several fatalities and numerous people injured.— NYPD NEWS (@NYPDnews) October 31, 2017 In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira