Juraj Grizelj hefur samið við Keflavík um að leika með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.
Juraj hefur leikið hér á landi frá árinu 2013, alltaf í Inkasso-deildinni. Fyrstu tvö árin lék hann með Grindavík en síðustu tvö ár hefur hann leikið með KA.
Juraj skoraði fimm mörk 21 leik fyrir KA á síðasta tímabili þegar liðið vann sér sæti í Pepsi-deildinni í fyrsta sinn síðan 2004.
Juraj hefur skorað 30 mörk í 85 deildar- og bikarleikjum á Íslandi.
Keflavík endaði í 3. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra.
Juraj Grizelj til Keflavíkur
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti

Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti


