Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júní 2017 15:30 Búist er við að Comey staðfesti meintan þrýsting Trump. vísir/epa James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar er búist við að hann muni staðfesta ásakanir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á hann til þess að hætta rannsókn á meintum tengslum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Mikill titringur er í bandarískum stjórnmálum vegna málsins, en fundur öldungadeildarinnar verður fyrir opnum tjöldum.Aðdragandinn að uppsögninni Comey hefur mikið verið í sviðsljósinu og ítrekað komið sér í fréttir eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Trump sagði Comey upp störfum í síðasta mánuði eftir tillögu þess efnis frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions. Comey starfaði sem forstjóri í þrjú ár, en þetta er í annað sinn sem forstjóri FBI er rekinn úr starfi.Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lagði fram minnisblað þar sem hann ráðlagði Bandaríkjaforseta að láta forstjóra FBI fara.vísir/epaSarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, sagði í framhaldinu að Comey hefði verið rúinn trausti og að Trump hefði um nokkurt skeið íhugað að láta Comey fara. Seinna meir lýsti Hvíta húsið því yfir að Comey hefði verið látinn fjúka vegna rannsóknar á tölvupóstum móframbjóðanda Trump, Hillary Clinton. Það sem vakti hins vegar nokkra furðu var að Trump hafði áður lýst yfir fullu trausti á forstjórann en það var í kosningabaráttu hans eftir að FBI tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði hafin á ný. Trump virtist hafa horn í síðu Comey um nokkurt skeið áður en hann lét verða af því að víkja honum úr starfi, en áður hafði forstjórinn hafnað ásökunum Trump um að Obama hefði hlerað Trump í kosningabaráttunni.Hillary Clinton spilar stórt hlutverk í atburðarrás Comey og Trump.vísir/epaUppgefin ástæða brottrekstursins er talin nokkuð ótrúverðug því talið er nær fullvíst að rannsókn alríkislögreglunnar á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við stjórnvöld í Rússlandi sé skýringin, og að þannig hafi Trump ætlað að stöðva rannsóknina. Þetta hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum þó aldrei viljað staðfesta. Comey hefur einnig verið sakaður um óeðlileg afskipti af kosningabaráttunni og bar hann vitni vegna þeirra ásakana en þar sagðist honum verða óglatt við tilhugsunina um að hafa hugsanlega haft áhrif á úrslit kosninganna.Óvæntar stefnur Comey frétti sjálfur af uppsögn sinni þegar hann var að flytja ræðu fyrir starfsmenn alríkislögreglunnar. Fréttir af uppsögninni birtust þar á sjónvarpsskjá fyrir aftan hann og taldi Comey að um hafi verið að ræða hrekk.Michael Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Hann hafði átt í samskiptum við Rússa - en laug því að hafa ekki gert það.vísir/afpMálið hefur tekið fleiri óvæntar stefnur en þar má meðal annars nefna að eftir að rannsókn á meintum tengslum Rússa hófst kom í ljós að Michael Flynn, þá verandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hafði átt í óeðlilegum samskiptum við sendiherra Rússlands – og sagt ósatt um þau. Flynn var í kjölfarið látinn fjúka.Vildi ekki vingast við forsetannNew York Times segist hafa heimildir fyrir því að Donald Trump hafi fari þess á leit við Comey að rannsókn á Flynn þjóðaröryggisráðgjafa yrði hætt: „I hope you can let this go,“ á Trump að hafa sagt við Comey. Má því gera ráð fyrir að þau mál beri á góma á fundinum á morgun. Miðað við framvindu mála síðastliðna mánuði er alls ekki óvíst að málið taki frekari stefnu, en líkt og fyrr segir er styrr vegna málsins á bandaríska þinginu.Trump tilnefndi í dag nýjan forstjóra FBI en það er lögfræðingurinn Christopher A. Wray. Donald Trump Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Sjá meira
James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar er búist við að hann muni staðfesta ásakanir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á hann til þess að hætta rannsókn á meintum tengslum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Mikill titringur er í bandarískum stjórnmálum vegna málsins, en fundur öldungadeildarinnar verður fyrir opnum tjöldum.Aðdragandinn að uppsögninni Comey hefur mikið verið í sviðsljósinu og ítrekað komið sér í fréttir eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Trump sagði Comey upp störfum í síðasta mánuði eftir tillögu þess efnis frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions. Comey starfaði sem forstjóri í þrjú ár, en þetta er í annað sinn sem forstjóri FBI er rekinn úr starfi.Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lagði fram minnisblað þar sem hann ráðlagði Bandaríkjaforseta að láta forstjóra FBI fara.vísir/epaSarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, sagði í framhaldinu að Comey hefði verið rúinn trausti og að Trump hefði um nokkurt skeið íhugað að láta Comey fara. Seinna meir lýsti Hvíta húsið því yfir að Comey hefði verið látinn fjúka vegna rannsóknar á tölvupóstum móframbjóðanda Trump, Hillary Clinton. Það sem vakti hins vegar nokkra furðu var að Trump hafði áður lýst yfir fullu trausti á forstjórann en það var í kosningabaráttu hans eftir að FBI tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði hafin á ný. Trump virtist hafa horn í síðu Comey um nokkurt skeið áður en hann lét verða af því að víkja honum úr starfi, en áður hafði forstjórinn hafnað ásökunum Trump um að Obama hefði hlerað Trump í kosningabaráttunni.Hillary Clinton spilar stórt hlutverk í atburðarrás Comey og Trump.vísir/epaUppgefin ástæða brottrekstursins er talin nokkuð ótrúverðug því talið er nær fullvíst að rannsókn alríkislögreglunnar á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við stjórnvöld í Rússlandi sé skýringin, og að þannig hafi Trump ætlað að stöðva rannsóknina. Þetta hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum þó aldrei viljað staðfesta. Comey hefur einnig verið sakaður um óeðlileg afskipti af kosningabaráttunni og bar hann vitni vegna þeirra ásakana en þar sagðist honum verða óglatt við tilhugsunina um að hafa hugsanlega haft áhrif á úrslit kosninganna.Óvæntar stefnur Comey frétti sjálfur af uppsögn sinni þegar hann var að flytja ræðu fyrir starfsmenn alríkislögreglunnar. Fréttir af uppsögninni birtust þar á sjónvarpsskjá fyrir aftan hann og taldi Comey að um hafi verið að ræða hrekk.Michael Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Hann hafði átt í samskiptum við Rússa - en laug því að hafa ekki gert það.vísir/afpMálið hefur tekið fleiri óvæntar stefnur en þar má meðal annars nefna að eftir að rannsókn á meintum tengslum Rússa hófst kom í ljós að Michael Flynn, þá verandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hafði átt í óeðlilegum samskiptum við sendiherra Rússlands – og sagt ósatt um þau. Flynn var í kjölfarið látinn fjúka.Vildi ekki vingast við forsetannNew York Times segist hafa heimildir fyrir því að Donald Trump hafi fari þess á leit við Comey að rannsókn á Flynn þjóðaröryggisráðgjafa yrði hætt: „I hope you can let this go,“ á Trump að hafa sagt við Comey. Má því gera ráð fyrir að þau mál beri á góma á fundinum á morgun. Miðað við framvindu mála síðastliðna mánuði er alls ekki óvíst að málið taki frekari stefnu, en líkt og fyrr segir er styrr vegna málsins á bandaríska þinginu.Trump tilnefndi í dag nýjan forstjóra FBI en það er lögfræðingurinn Christopher A. Wray.
Donald Trump Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Sjá meira