Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Fjöldi lögreglumanna var við Sigurbogann. Nordicphotos/AFP Einn lögreglumaður féll og tveir særðust þegar ráðist var á þá á Champs-Elysees í París í Frakklandi, í gær. Reuters greinir frá því, og hefur eftir vitni, að árásarmaður hafi stigið út úr bíl og skotið úr hríðskotabyssu. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn felldur er hann reyndi að flýja vettvang. Þá leitaði lögregla annars grunaðs í gærkvöld. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýsa yfir ábyrgð. á árásinni „Allt sem ég sá voru vopnaðir lögreglumenn og lögreglubílar, og sérstaklega þyrlur. Allt sem ég heyrði voru sírenur,“ segir Hlér Kristjánsson nemi sem var á svæðinu í gær.Hlér Kristjánsson, nemi.Mynd/HlérHann hafði verið í röð til að kaupa miða upp á Sigurbogann. „Svo komu um það bil fimm starfsmenn og töluðu saman ákaflega á frönsku, og ég heyrði orðið „police“ mikið og svo fullt af sírenum,“ segir Hlér. Þegar Hlér spurði starfsmennina hvað væri að ske sögðu þeir að ekkert væri að. Síðan var honum leyft að fara upp. „Þegar ég loksins kom upp, og rétt missti af sólsetrinu vegna tafarinnar, náði ég rétt að taka eina mynd og svo var öllum sagt að við þyrftum að fara niður á næstu hæð fyrir neðan.“ Þar beið Hlér og var mikill ruglingur með hvort hann fengi að fara upp aftur eða fara niður á jörðina. „Lögreglan virtist hafa sagt okkur að bíða en seinna sagt öryggismönnunum að segja okkur að koma okkur niður en sumir trúðu ekki öryggismönnunum og fóru að rífast,“ segir Hlér og bætir því við að að lokum hafi allir farið niður.„Þegar ég kom út spurði ég lögreglumann með einstaklega stóra byssu hvað væri í gangi, en hann sagðist ekkert vita. […] En lögreglan sá um þetta mjög vel og voru allir mjög vingjarnlegir.“ Talsmaður franska innanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu að of snemmt væri að segja til um hvað lægi að baki árásinni. Þó væri ljóst að vísvitandi hefði verið ráðist á lögreglumenn. Skrifstofa ríkissaksóknara sagði jafnframt að hryðjuverkadeild lögreglu rannsakaði málið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Einn lögreglumaður féll og tveir særðust þegar ráðist var á þá á Champs-Elysees í París í Frakklandi, í gær. Reuters greinir frá því, og hefur eftir vitni, að árásarmaður hafi stigið út úr bíl og skotið úr hríðskotabyssu. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn felldur er hann reyndi að flýja vettvang. Þá leitaði lögregla annars grunaðs í gærkvöld. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýsa yfir ábyrgð. á árásinni „Allt sem ég sá voru vopnaðir lögreglumenn og lögreglubílar, og sérstaklega þyrlur. Allt sem ég heyrði voru sírenur,“ segir Hlér Kristjánsson nemi sem var á svæðinu í gær.Hlér Kristjánsson, nemi.Mynd/HlérHann hafði verið í röð til að kaupa miða upp á Sigurbogann. „Svo komu um það bil fimm starfsmenn og töluðu saman ákaflega á frönsku, og ég heyrði orðið „police“ mikið og svo fullt af sírenum,“ segir Hlér. Þegar Hlér spurði starfsmennina hvað væri að ske sögðu þeir að ekkert væri að. Síðan var honum leyft að fara upp. „Þegar ég loksins kom upp, og rétt missti af sólsetrinu vegna tafarinnar, náði ég rétt að taka eina mynd og svo var öllum sagt að við þyrftum að fara niður á næstu hæð fyrir neðan.“ Þar beið Hlér og var mikill ruglingur með hvort hann fengi að fara upp aftur eða fara niður á jörðina. „Lögreglan virtist hafa sagt okkur að bíða en seinna sagt öryggismönnunum að segja okkur að koma okkur niður en sumir trúðu ekki öryggismönnunum og fóru að rífast,“ segir Hlér og bætir því við að að lokum hafi allir farið niður.„Þegar ég kom út spurði ég lögreglumann með einstaklega stóra byssu hvað væri í gangi, en hann sagðist ekkert vita. […] En lögreglan sá um þetta mjög vel og voru allir mjög vingjarnlegir.“ Talsmaður franska innanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu að of snemmt væri að segja til um hvað lægi að baki árásinni. Þó væri ljóst að vísvitandi hefði verið ráðist á lögreglumenn. Skrifstofa ríkissaksóknara sagði jafnframt að hryðjuverkadeild lögreglu rannsakaði málið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira