Clough hélt Pearce á jörðinni eftir landsleik: „Lagaðu straujárnið annars verður þú á bekknum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2017 09:30 Brian Clough elskaði Stuart Pearce. vísir/getty Brian Clough, fyrrverandi knattspyrnustjóri Derby og Nottingham Forest, var engum líkur. Hann er af flestum talinn sá besti sem aldrei þjálfaði enska landsliðið en Clough gerði Forest að Evrópumeistara tvö ár í röð árin 1979 og 1980. Clough var með einstakan stíl og var elskaður af fjölmiðlamönnum sem og leikmönnum sínum en Dean Saunders, fyrrverandi landsliðsmaður Wales, sagði geggjaða sögu af Clough í útvarpsþætti Jim White á talkSPORT í gærkvöldi. Sagan snerist um það hvernig Clough hélt Stuart Pearce, fyrrverandi leikmanni Forest og enska landsliðsins, á jörðinni eftir að hann kom hress og kátur úr leik með enska landsliðinu. Hana má heyra í heild sinni hér neðst í fréttinni. Pearce spilaði með Englandi á þriðjudagskvöldi og þurfti ekki að mæta aftur til æfinga hjá Forest fyrr en síðdegis á fimmtudegi. Þegar hann sat svo inn í búningsklefanum með félögum sínum kom Clough inn með poka sem hann lagði á gólfið en í pokanum var augljóslega eitthvað þungt.Brian Clough með aðstoðarmanni sínum til margra ára, Peter Taylor.vísir/getty„Clough spurði Pearce hvernig hann taldi sig hafa staðið sig með enska liðinu og Pearce var nokkuð ánægður með sína frammistöðu. Clough fannst það ekki. Honum fannst Pearce hafa staðið sig skelfilega,“ segir Saunders. Clough hélt svo áfram, í léttum tóni vitaskuld, og sagði við aðra leikmenn Forest að Pearce, fyrirliði liðsins, væri loddari. Hann hafði séð auglýsingu fyrir raftækjabúð Stuart Pearce í leikskránni í síðasta leik. Pearce úrskýrði að fjölskylda hans hefði lengi átt þessa raftækjabúð og þegar hann var sjálfur að spila í utandeildinni reyndi hann að halda fyrirtækinu á floti. „Fyrirliðinn okkar er loddari,“ sagði Clogh og Pearce spurði á móti hvað hann ætti við. „Ef Barbara, konan mín, hringir í þetta númer ef ljósapera fer heima hjá okkur verður það þú sem svarar?“José Mourinho og Brian Clough eru líkir segir sonur Cloughs, Nigel.vísir/gettyPearce var augljóslega ekki að vinna í raftækjabúð samhliða því að vera fyrirliði úrvalsdeildarliðs og landsliðsmaður Englands og útskýrði því að bróðir hans væri að sjá um búðina. „Þá ertu loddari. Í auglýsingunni segir að þú komir,“ sagði Clough og gekk að Pearce með pokann þunga. Í honum var straujárn sem hann rétti fyrirliðanum. „Straujárnið hennar Barböru minnar er bilað. Lagaðu það fyrir laugardaginn annars verður þú á bekknum,“ sagði Clough og gekk út úr klefanum. Stuart Pearce tók engar áhættur með hvort Clough væri að grínast eða ekki þannig að hann lagaði straujárnið og lagði það á skrifborð stjórans á laugardagsmorguninn svo hann væri örugglega í liðinu. Þessa bráðskemmtilegu sögu má heyra hér að neðan. Enski boltinn Tengdar fréttir Brian Clough: Mourinho er alveg eins og pabbi José Mourinho mætir syni goðsagnarinnar Brians Clough í deildabikarnum í kvöld. 20. september 2017 11:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Brian Clough, fyrrverandi knattspyrnustjóri Derby og Nottingham Forest, var engum líkur. Hann er af flestum talinn sá besti sem aldrei þjálfaði enska landsliðið en Clough gerði Forest að Evrópumeistara tvö ár í röð árin 1979 og 1980. Clough var með einstakan stíl og var elskaður af fjölmiðlamönnum sem og leikmönnum sínum en Dean Saunders, fyrrverandi landsliðsmaður Wales, sagði geggjaða sögu af Clough í útvarpsþætti Jim White á talkSPORT í gærkvöldi. Sagan snerist um það hvernig Clough hélt Stuart Pearce, fyrrverandi leikmanni Forest og enska landsliðsins, á jörðinni eftir að hann kom hress og kátur úr leik með enska landsliðinu. Hana má heyra í heild sinni hér neðst í fréttinni. Pearce spilaði með Englandi á þriðjudagskvöldi og þurfti ekki að mæta aftur til æfinga hjá Forest fyrr en síðdegis á fimmtudegi. Þegar hann sat svo inn í búningsklefanum með félögum sínum kom Clough inn með poka sem hann lagði á gólfið en í pokanum var augljóslega eitthvað þungt.Brian Clough með aðstoðarmanni sínum til margra ára, Peter Taylor.vísir/getty„Clough spurði Pearce hvernig hann taldi sig hafa staðið sig með enska liðinu og Pearce var nokkuð ánægður með sína frammistöðu. Clough fannst það ekki. Honum fannst Pearce hafa staðið sig skelfilega,“ segir Saunders. Clough hélt svo áfram, í léttum tóni vitaskuld, og sagði við aðra leikmenn Forest að Pearce, fyrirliði liðsins, væri loddari. Hann hafði séð auglýsingu fyrir raftækjabúð Stuart Pearce í leikskránni í síðasta leik. Pearce úrskýrði að fjölskylda hans hefði lengi átt þessa raftækjabúð og þegar hann var sjálfur að spila í utandeildinni reyndi hann að halda fyrirtækinu á floti. „Fyrirliðinn okkar er loddari,“ sagði Clogh og Pearce spurði á móti hvað hann ætti við. „Ef Barbara, konan mín, hringir í þetta númer ef ljósapera fer heima hjá okkur verður það þú sem svarar?“José Mourinho og Brian Clough eru líkir segir sonur Cloughs, Nigel.vísir/gettyPearce var augljóslega ekki að vinna í raftækjabúð samhliða því að vera fyrirliði úrvalsdeildarliðs og landsliðsmaður Englands og útskýrði því að bróðir hans væri að sjá um búðina. „Þá ertu loddari. Í auglýsingunni segir að þú komir,“ sagði Clough og gekk að Pearce með pokann þunga. Í honum var straujárn sem hann rétti fyrirliðanum. „Straujárnið hennar Barböru minnar er bilað. Lagaðu það fyrir laugardaginn annars verður þú á bekknum,“ sagði Clough og gekk út úr klefanum. Stuart Pearce tók engar áhættur með hvort Clough væri að grínast eða ekki þannig að hann lagaði straujárnið og lagði það á skrifborð stjórans á laugardagsmorguninn svo hann væri örugglega í liðinu. Þessa bráðskemmtilegu sögu má heyra hér að neðan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Brian Clough: Mourinho er alveg eins og pabbi José Mourinho mætir syni goðsagnarinnar Brians Clough í deildabikarnum í kvöld. 20. september 2017 11:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Brian Clough: Mourinho er alveg eins og pabbi José Mourinho mætir syni goðsagnarinnar Brians Clough í deildabikarnum í kvöld. 20. september 2017 11:00