„Við erum með meira sjáflstraust en í fyrra,“ sagði Paul Pogba við BBC Sport eftir sigur Manchester United á Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í dag.
„Við þekkjumst betur og við erum að vinna fyrir hvorn annan og það hjálpar okkur.“
Sjá einnig: Leik lokið: Swansea 0 - 4 Man. United | United-menn völtuðu yfir Swansea
Armeninn Henrikh Mkhitaryan tók undir að liðsandinn hafi unnið þennan leik. „Þetta var erfiður leikur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við spiluðum af ástriðu og gerðum það sem við þurftum að gera.“
„Eftir að þeir breyttu um leikaðferð og spiluðu með fleiri varnarmenn skapaðist meira pláss fyrir okkur og auðveldaði leikinn fyrir okkur.“
Pogba: Meira sjálfstraust en í fyrra
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið








„Búnir að vera á smá hrakhólum“
Íslenski boltinn

Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
Íslenski boltinn
