Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2017 16:45 Mögulegt sjónarhorn frá TRAPPIST-1f. Vísir/NASA Uppgötvun sjö reikistjarna á braut um rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1 þykir einkar merkileg. Pláneturnar eru á stærð við jörðina og mætti mögulega finna vatn á minnst þremur þeirra. Eitt það merkilegast við TRAPPIST-1 er að stjörnukerfið er í „eingöngu“ 39 ljósára fjarlægð. Það þýðir að á ljóshraða tæki það okkur 39 ár að ferðast til sólkerfisins. Það virkar ef til vill sem stórkostleg vegalengd en á stjarnfræðilegum skala eru þetta smámunir. Hefur vísindamönnum tekist að afla nokkurra upplýsinga um stærð, efnasamsetningu og sporbrautir reikistjarnanna og í ljós hefur komið að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Sólkerfið hefur bæði mestan fjölda reikistjarna á stærð við Jörðina sem fundist hefur til þessa og mestan fjölda hnatta sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborðinu.Mögulegt útlit plánetanna sjö, eftir þeim gögnum sem liggja fyrir.Vísir/NASAEnn er ekki mikið vitað um þessar plánetur í rauninni, en vísindamenn segja að það muni breytast. Einn af vísindamönnunum sem kynntu niðurstöðuna sagði að við myndum vita hvort að líf sé á plánetunum innan eins áratugar. Sporbraut plánetanna liggur mjög nærri dvergnum rauða og þykir líklegt að þær hafi myndast utar í sólkerfinu og færst nærri sólinni. Það eykur líkurnar á því að finna vatn á plánetunum. Rauðir dvergar lifa mun lengur en sólir eins og okkar.Með tilliti til þessarar uppgötvunar er eðlilegt að spyrja: Er mögulegt að senda geimfar til TRAPPIST-1 og hvað tæki það mögulega langan tíma? Í kílómetrum talið er TRAPPIST-1 Í um 369 billjón kílómetra fjarlægð. Það eru 369.000.000.000.000 kílómetrar. Eins og áður segir, tæki það okkur 39 ár að ferðast þangað á ljóshraða. Geimför okkar jarðarbúa komast hins vegar ekki nærri því svo hratt.Nærri því milljón ár Eitt hraðasta geimfar sem hefur verið sent frá jörðinni er New Horizons. Það er nú á leið út úr sólkerfi okkar á um 14,31 kílómetra á sekúndu hraða. Það samsvarar 51.516 kílómetrum á klukkustund. Það tæki New Horizons um 817 þúsund ár að ferðast til TRAPPIST-1.Hraðasti manngerði hluturinn Geimfarið Juno er sá mannbyggði hlutur sem hefur náð mestum hraða. Þegar geimfarið notaði þyngdarafl Júpíter til að auka hraða sinn í fyrra náði geimfarið 265 þúsund kílómetra hámarkshraða. June væri um 159 þúsund ár til TRAPPIST-1 ef farið héldi þeim hraða alla ferðina.Á leið til annarrar stjörnu Voyager 1 er það geimfar sem hefur ferðast lengst. Árið 2012 yfirgaf geimfarið stjörnukerfi okkar á 61,5 þúsund kílómetra hraða. Voyager er hins vegar ekki á leið til TRAPPIST-1 heldur til annarrar stjörnu sem er í um 17,6 ljósára fjarlægð. Geimfarið mun fljúga hjá stjörnunni AC +79 3888 í 1,7 ljósára fjarlægð eftir um 40 þúsund ár. Það tæki Voyager um 685 þúsund ár að fara til TRAPPIST-1.Skutlurnar ekki í boði Geimskutlur NASA flugu yfir jörðinni á, að mestu, 28.160 kílómetrum á klukkustund. Á þeim hraða tæki það skutlurnar um 1,5 milljón ár að fljúga til TRAPPIST-1.Agnarsmá könnunarför Stephen Hawking og aðrir meðlimir Breakthrough hópsins tilkynntu Starshot hugmyndina í fyrra. Með henni gætu smá geimför fræðilega náð allt að tuttugu prósentum af hraða ljóssins. Þannig gætu slík geimför farið þessa löngu ferð á einungis um 200 árum. Starshot virkar á þann veg að laser-geislar eru notaðir til þess að koma agnarsmáu könnunarfari á mikinn hraða. Með slíkum geislum væri hægt að senda fjölda slíkra könnunarfara fyrir sama orkukostnað og að skjóta einni geimflaug á braut um jörðu. Það tæki slíkt geimfar einungis þrjá daga að fara út fyrir sporbraut Plúto og um 20 ár að ferðast til okkar næstu stjörnu. Þessi aðferð býður þó ekki, enn sem komið er, upp á möguleika á mönnuðum geimferðum og hún er enn einungis fræðileg.Það er nokkuð ljóst að maðurinn mun ekki ferðast til TRAPPIST-1 á næstunni. Því miður. Rithöfundar og aðrir sem koma að vísindaskáldskap hafa búið til margar ímyndaðar aðferðir til að ferðast á ógnarhraða um sólkerfið og jafnvel út fyrir það. Til dæmis má nefnfa söguheima Star Trek, Star Wars og Battlestar Gallactica í því samhengi.Hvað væri Captain Kirk lengi? Skipin í söguheimi Star Trek ferðast á svokölluðum Warp-hraða. Hann er á mismunandi stigum og er mismunandi eftir því á hvaða tíma Star Trek sögurnar gerast. Stundum hefur Warp-hraði reyndar bara verið fáránlegur, en það er önnur saga. Captain James Tiberius Kirk, sem leikinn var af William Shatner í upprunalegu Star Trek þáttunum, stýrði skipinu USS Enterprise. Hámarkshraði þess var Warp 8. Á þeim hraða væri mögulegt að ferðast til TRAPPIST-1 á einungis 28 dögum. Við þurfum því bara að bíða til ársins 2245 þegar Enterprise (NCC-1701) fer fyrst á loft. Þá verður líklega ekkert mál að skella sér í frí til TRAPPIST-1. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Uppgötvun sjö reikistjarna á braut um rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1 þykir einkar merkileg. Pláneturnar eru á stærð við jörðina og mætti mögulega finna vatn á minnst þremur þeirra. Eitt það merkilegast við TRAPPIST-1 er að stjörnukerfið er í „eingöngu“ 39 ljósára fjarlægð. Það þýðir að á ljóshraða tæki það okkur 39 ár að ferðast til sólkerfisins. Það virkar ef til vill sem stórkostleg vegalengd en á stjarnfræðilegum skala eru þetta smámunir. Hefur vísindamönnum tekist að afla nokkurra upplýsinga um stærð, efnasamsetningu og sporbrautir reikistjarnanna og í ljós hefur komið að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Sólkerfið hefur bæði mestan fjölda reikistjarna á stærð við Jörðina sem fundist hefur til þessa og mestan fjölda hnatta sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborðinu.Mögulegt útlit plánetanna sjö, eftir þeim gögnum sem liggja fyrir.Vísir/NASAEnn er ekki mikið vitað um þessar plánetur í rauninni, en vísindamenn segja að það muni breytast. Einn af vísindamönnunum sem kynntu niðurstöðuna sagði að við myndum vita hvort að líf sé á plánetunum innan eins áratugar. Sporbraut plánetanna liggur mjög nærri dvergnum rauða og þykir líklegt að þær hafi myndast utar í sólkerfinu og færst nærri sólinni. Það eykur líkurnar á því að finna vatn á plánetunum. Rauðir dvergar lifa mun lengur en sólir eins og okkar.Með tilliti til þessarar uppgötvunar er eðlilegt að spyrja: Er mögulegt að senda geimfar til TRAPPIST-1 og hvað tæki það mögulega langan tíma? Í kílómetrum talið er TRAPPIST-1 Í um 369 billjón kílómetra fjarlægð. Það eru 369.000.000.000.000 kílómetrar. Eins og áður segir, tæki það okkur 39 ár að ferðast þangað á ljóshraða. Geimför okkar jarðarbúa komast hins vegar ekki nærri því svo hratt.Nærri því milljón ár Eitt hraðasta geimfar sem hefur verið sent frá jörðinni er New Horizons. Það er nú á leið út úr sólkerfi okkar á um 14,31 kílómetra á sekúndu hraða. Það samsvarar 51.516 kílómetrum á klukkustund. Það tæki New Horizons um 817 þúsund ár að ferðast til TRAPPIST-1.Hraðasti manngerði hluturinn Geimfarið Juno er sá mannbyggði hlutur sem hefur náð mestum hraða. Þegar geimfarið notaði þyngdarafl Júpíter til að auka hraða sinn í fyrra náði geimfarið 265 þúsund kílómetra hámarkshraða. June væri um 159 þúsund ár til TRAPPIST-1 ef farið héldi þeim hraða alla ferðina.Á leið til annarrar stjörnu Voyager 1 er það geimfar sem hefur ferðast lengst. Árið 2012 yfirgaf geimfarið stjörnukerfi okkar á 61,5 þúsund kílómetra hraða. Voyager er hins vegar ekki á leið til TRAPPIST-1 heldur til annarrar stjörnu sem er í um 17,6 ljósára fjarlægð. Geimfarið mun fljúga hjá stjörnunni AC +79 3888 í 1,7 ljósára fjarlægð eftir um 40 þúsund ár. Það tæki Voyager um 685 þúsund ár að fara til TRAPPIST-1.Skutlurnar ekki í boði Geimskutlur NASA flugu yfir jörðinni á, að mestu, 28.160 kílómetrum á klukkustund. Á þeim hraða tæki það skutlurnar um 1,5 milljón ár að fljúga til TRAPPIST-1.Agnarsmá könnunarför Stephen Hawking og aðrir meðlimir Breakthrough hópsins tilkynntu Starshot hugmyndina í fyrra. Með henni gætu smá geimför fræðilega náð allt að tuttugu prósentum af hraða ljóssins. Þannig gætu slík geimför farið þessa löngu ferð á einungis um 200 árum. Starshot virkar á þann veg að laser-geislar eru notaðir til þess að koma agnarsmáu könnunarfari á mikinn hraða. Með slíkum geislum væri hægt að senda fjölda slíkra könnunarfara fyrir sama orkukostnað og að skjóta einni geimflaug á braut um jörðu. Það tæki slíkt geimfar einungis þrjá daga að fara út fyrir sporbraut Plúto og um 20 ár að ferðast til okkar næstu stjörnu. Þessi aðferð býður þó ekki, enn sem komið er, upp á möguleika á mönnuðum geimferðum og hún er enn einungis fræðileg.Það er nokkuð ljóst að maðurinn mun ekki ferðast til TRAPPIST-1 á næstunni. Því miður. Rithöfundar og aðrir sem koma að vísindaskáldskap hafa búið til margar ímyndaðar aðferðir til að ferðast á ógnarhraða um sólkerfið og jafnvel út fyrir það. Til dæmis má nefnfa söguheima Star Trek, Star Wars og Battlestar Gallactica í því samhengi.Hvað væri Captain Kirk lengi? Skipin í söguheimi Star Trek ferðast á svokölluðum Warp-hraða. Hann er á mismunandi stigum og er mismunandi eftir því á hvaða tíma Star Trek sögurnar gerast. Stundum hefur Warp-hraði reyndar bara verið fáránlegur, en það er önnur saga. Captain James Tiberius Kirk, sem leikinn var af William Shatner í upprunalegu Star Trek þáttunum, stýrði skipinu USS Enterprise. Hámarkshraði þess var Warp 8. Á þeim hraða væri mögulegt að ferðast til TRAPPIST-1 á einungis 28 dögum. Við þurfum því bara að bíða til ársins 2245 þegar Enterprise (NCC-1701) fer fyrst á loft. Þá verður líklega ekkert mál að skella sér í frí til TRAPPIST-1.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira