Eyjamenn tryggðu sér dýrmæt og langþráð stiga á Skaganum í 16. umferð Pepsi-deildar karla í dag.
Eyjaliðið, sem var bikarmeistari á dögunum, hafði ekki unnið deildarleik síðan fyrir 17. júní.
Sigurmark Eyjamanna gerir tilkall til þess að vera slysalegasta sigurmark sumarsins. Miðvörðurinn Brian Stuart McLean skoraði markið með skalla á 37. mínútu eftir fyrirgjöf frá Matt Garner.
Skallinn var ekki líklegur til að vera að fara í markið enda beint á markvörðinn Árna Snær Ólafsson.Boltinn fór hinsvegar í gegnum klof Árna og lak í markið.
Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá markið mikilvæga hjá Eyjamönnum á Akranesi í dag.
