Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 15:20 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. Hún fagnar yfirlýsingum heilbrigðisráðherra um nýtt og betra regluverk um verkferla en undrast að ekki hafi verið ráðist í slíkt fyrr. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um sjálfsvíg ungs manns á geðdeild Landspítala og hafa aðstandendur annarra stigið fram og lýst sambærilegri reynslu. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Embætti landlæknis um fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum landsins en án árangurs. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, skrifar grein á Vísi sem ber heitið Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu. Þar segir hún lagaumhverfi gera ráð fyrir að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnana séu tilkynnt til lögreglu og landlæknis og undrast hún að ekki sé hægt að fletta upp í skráningarkerfi landlæknis fjölda sjálfsvíga.Rétt á að vita umfang vandans Þórhildur segir að rót vandans sé falin á meðan fólk er ómeðvitað um stærð og umfang vandans, án upplýsinga og yfirsýnar. Fjölmiðlar og almenningur eigi rétt á að vita umfang vandans og svar landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsvíga á stofnunum - sé óásættanlegt. Því hefur þingmaðurinn sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum var rætt við Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sem lýsti því yfir að unnið verði að nýju og betra regluverki um verkferla í málum. Þingmaður Pírata segir yfirlýsingu ráðherra lofa góðu en veki upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015. Þar hafi komið fram að það vanti skýra verkferla í málum sem þessum og það vanti sameiginlegan gagnagrunn sem haldi utan um atvikin. Þingmaðurinn segir velferðarnefnd muni fjalla um þetta málefni á næstu vikum og leitast verði eftir að fá svör við ofangreindum spurningum. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“ "Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir Anna. 14. ágúst 2017 20:00 Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Systur sem misstu móður sína fyrir ellefu árum var brugðið að sjá fréttir af ungum manni sem framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Þær héldu að tilfelli móður þeirra væri einsdæmi. 15. ágúst 2017 21:00 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. Hún fagnar yfirlýsingum heilbrigðisráðherra um nýtt og betra regluverk um verkferla en undrast að ekki hafi verið ráðist í slíkt fyrr. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um sjálfsvíg ungs manns á geðdeild Landspítala og hafa aðstandendur annarra stigið fram og lýst sambærilegri reynslu. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Embætti landlæknis um fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum landsins en án árangurs. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, skrifar grein á Vísi sem ber heitið Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu. Þar segir hún lagaumhverfi gera ráð fyrir að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnana séu tilkynnt til lögreglu og landlæknis og undrast hún að ekki sé hægt að fletta upp í skráningarkerfi landlæknis fjölda sjálfsvíga.Rétt á að vita umfang vandans Þórhildur segir að rót vandans sé falin á meðan fólk er ómeðvitað um stærð og umfang vandans, án upplýsinga og yfirsýnar. Fjölmiðlar og almenningur eigi rétt á að vita umfang vandans og svar landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsvíga á stofnunum - sé óásættanlegt. Því hefur þingmaðurinn sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum var rætt við Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sem lýsti því yfir að unnið verði að nýju og betra regluverki um verkferla í málum. Þingmaður Pírata segir yfirlýsingu ráðherra lofa góðu en veki upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015. Þar hafi komið fram að það vanti skýra verkferla í málum sem þessum og það vanti sameiginlegan gagnagrunn sem haldi utan um atvikin. Þingmaðurinn segir velferðarnefnd muni fjalla um þetta málefni á næstu vikum og leitast verði eftir að fá svör við ofangreindum spurningum.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“ "Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir Anna. 14. ágúst 2017 20:00 Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Systur sem misstu móður sína fyrir ellefu árum var brugðið að sjá fréttir af ungum manni sem framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Þær héldu að tilfelli móður þeirra væri einsdæmi. 15. ágúst 2017 21:00 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Sjá meira
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“ "Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir Anna. 14. ágúst 2017 20:00
Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Systur sem misstu móður sína fyrir ellefu árum var brugðið að sjá fréttir af ungum manni sem framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Þær héldu að tilfelli móður þeirra væri einsdæmi. 15. ágúst 2017 21:00
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30
Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17. ágúst 2017 20:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent