Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 15:20 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. Hún fagnar yfirlýsingum heilbrigðisráðherra um nýtt og betra regluverk um verkferla en undrast að ekki hafi verið ráðist í slíkt fyrr. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um sjálfsvíg ungs manns á geðdeild Landspítala og hafa aðstandendur annarra stigið fram og lýst sambærilegri reynslu. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Embætti landlæknis um fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum landsins en án árangurs. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, skrifar grein á Vísi sem ber heitið Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu. Þar segir hún lagaumhverfi gera ráð fyrir að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnana séu tilkynnt til lögreglu og landlæknis og undrast hún að ekki sé hægt að fletta upp í skráningarkerfi landlæknis fjölda sjálfsvíga.Rétt á að vita umfang vandans Þórhildur segir að rót vandans sé falin á meðan fólk er ómeðvitað um stærð og umfang vandans, án upplýsinga og yfirsýnar. Fjölmiðlar og almenningur eigi rétt á að vita umfang vandans og svar landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsvíga á stofnunum - sé óásættanlegt. Því hefur þingmaðurinn sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum var rætt við Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sem lýsti því yfir að unnið verði að nýju og betra regluverki um verkferla í málum. Þingmaður Pírata segir yfirlýsingu ráðherra lofa góðu en veki upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015. Þar hafi komið fram að það vanti skýra verkferla í málum sem þessum og það vanti sameiginlegan gagnagrunn sem haldi utan um atvikin. Þingmaðurinn segir velferðarnefnd muni fjalla um þetta málefni á næstu vikum og leitast verði eftir að fá svör við ofangreindum spurningum. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“ "Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir Anna. 14. ágúst 2017 20:00 Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Systur sem misstu móður sína fyrir ellefu árum var brugðið að sjá fréttir af ungum manni sem framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Þær héldu að tilfelli móður þeirra væri einsdæmi. 15. ágúst 2017 21:00 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. Hún fagnar yfirlýsingum heilbrigðisráðherra um nýtt og betra regluverk um verkferla en undrast að ekki hafi verið ráðist í slíkt fyrr. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um sjálfsvíg ungs manns á geðdeild Landspítala og hafa aðstandendur annarra stigið fram og lýst sambærilegri reynslu. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Embætti landlæknis um fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum landsins en án árangurs. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, skrifar grein á Vísi sem ber heitið Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu. Þar segir hún lagaumhverfi gera ráð fyrir að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnana séu tilkynnt til lögreglu og landlæknis og undrast hún að ekki sé hægt að fletta upp í skráningarkerfi landlæknis fjölda sjálfsvíga.Rétt á að vita umfang vandans Þórhildur segir að rót vandans sé falin á meðan fólk er ómeðvitað um stærð og umfang vandans, án upplýsinga og yfirsýnar. Fjölmiðlar og almenningur eigi rétt á að vita umfang vandans og svar landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsvíga á stofnunum - sé óásættanlegt. Því hefur þingmaðurinn sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum var rætt við Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sem lýsti því yfir að unnið verði að nýju og betra regluverki um verkferla í málum. Þingmaður Pírata segir yfirlýsingu ráðherra lofa góðu en veki upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015. Þar hafi komið fram að það vanti skýra verkferla í málum sem þessum og það vanti sameiginlegan gagnagrunn sem haldi utan um atvikin. Þingmaðurinn segir velferðarnefnd muni fjalla um þetta málefni á næstu vikum og leitast verði eftir að fá svör við ofangreindum spurningum.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“ "Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir Anna. 14. ágúst 2017 20:00 Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Systur sem misstu móður sína fyrir ellefu árum var brugðið að sjá fréttir af ungum manni sem framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Þær héldu að tilfelli móður þeirra væri einsdæmi. 15. ágúst 2017 21:00 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“ "Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir Anna. 14. ágúst 2017 20:00
Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Systur sem misstu móður sína fyrir ellefu árum var brugðið að sjá fréttir af ungum manni sem framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Þær héldu að tilfelli móður þeirra væri einsdæmi. 15. ágúst 2017 21:00
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30
Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17. ágúst 2017 20:00