Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 21:00 Móðir Oddrúnar og Ásthildar hafði glímt við alvarleg veikindi um árabil. Hún var með jaðarpersónuleikaröskun, þunglyndi og kvíða en reyndi sitt besta til að halda heimili fyrir þrjár dætur sínar. Hún gerði nokkrar sjálfsvígstilraunir og lagðist oft inn á geðdeild. Í maí árið 2006 bað hún sjálf um innlögn á sjálfsvígsvakt vegna sjálfsvígshugsana. Innan við sólarhring síðar var dætrum hennar, sem þá voru fjórtán til sautján ára gamlar, tilkynnt um dauða hennar. Tvær af dætrunum ræddu mál móður sinnar í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Oddrún og Ásthildur ræddu mál móður sinnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld„Við fengum aldrei að vita hvað gerðist. Við fengum aldrei nein svör og í raun fengum við að heyra að það væri ekki mælt með að láta okkur vita í smáatriðum," segir Oddrún Lára Friðgeirsdóttir. Systurnar fengu alltaf á tilfinninguna að dauðsfallið hafi verið óumflýjanlegt vegna veikinda móður þeirra - ekki að um vanrækslu eða mistök hafi verið að ræða. En fimm árum síðar fengu þær að lesa skýrslu lögreglunnar. „Þar fengum við að vita að hún hafi verið á vakt þar sem átti að líta inn til hennar á fimmtán mínútna fresti. En hún fannst eftir að hafa verið ein í tvo tíma og hún hafði þá notað beltið sitt, sem hafði ekki verið fjarlægt,“ bætir Oddrún við. „Við fáum ekki einu sinni afsökunarbeiðni eða neitt í kjölfarið. Það var engin ábyrgð tekin á því sem gerðist. Ábyrgðin var sett á þann sem leitaði til þeirra eftir hjálp,“ segir Ásthildur Embla, eldri systirin. „Við öll í þessu samfélagi eigum að geta leitað til Landspítala ef við treystum okkur ekki sjálf fyrir eigin lífi. Það er Ömurlegt að fólki sé vísað frá eða geti ekki treyst á að það sé öruggt þarna inni.“Myndataka í fermingu Oddrúnar, yngstu systurinnar, tæpu ári fyrir andlát móðurinnar.Umfjöllun um ungan mann sem svipti sig lífi á geðdeild í síðustu viku hefur rifið upp sárin enda héldu systurnar að tilfelli móður þeirra væri og yrði algjört einsdæmi. „Eftir að eitthvað svona gerist ætti að vera aðgerðir og farið ofan í saumana, en ellefu árum seinna er þetta að gerast aftur,“ segir Ásthildur. „Ég upplifði líka þegar ég horfði á fréttir í gær að það væri verið að tala um að þetta væri að gerast í fyrsta skipti,“ segir Oddrún. Systurnar vilja þó ítreka að geðdeild sé sá staður sem fólk í vanda á að leita til en vona að umræðan síðustu daga verði til þess að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar svo svona atvik gerist aldrei aftur. Þær segjast ekki áfellast starfsfóklið. „Heldur kerfinu í heild sem er að bregðast. Það er niðurskurður á kerfi sem er þegar brotið,“ segir Oddrún. Tengdar fréttir Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Móðir Oddrúnar og Ásthildar hafði glímt við alvarleg veikindi um árabil. Hún var með jaðarpersónuleikaröskun, þunglyndi og kvíða en reyndi sitt besta til að halda heimili fyrir þrjár dætur sínar. Hún gerði nokkrar sjálfsvígstilraunir og lagðist oft inn á geðdeild. Í maí árið 2006 bað hún sjálf um innlögn á sjálfsvígsvakt vegna sjálfsvígshugsana. Innan við sólarhring síðar var dætrum hennar, sem þá voru fjórtán til sautján ára gamlar, tilkynnt um dauða hennar. Tvær af dætrunum ræddu mál móður sinnar í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Oddrún og Ásthildur ræddu mál móður sinnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld„Við fengum aldrei að vita hvað gerðist. Við fengum aldrei nein svör og í raun fengum við að heyra að það væri ekki mælt með að láta okkur vita í smáatriðum," segir Oddrún Lára Friðgeirsdóttir. Systurnar fengu alltaf á tilfinninguna að dauðsfallið hafi verið óumflýjanlegt vegna veikinda móður þeirra - ekki að um vanrækslu eða mistök hafi verið að ræða. En fimm árum síðar fengu þær að lesa skýrslu lögreglunnar. „Þar fengum við að vita að hún hafi verið á vakt þar sem átti að líta inn til hennar á fimmtán mínútna fresti. En hún fannst eftir að hafa verið ein í tvo tíma og hún hafði þá notað beltið sitt, sem hafði ekki verið fjarlægt,“ bætir Oddrún við. „Við fáum ekki einu sinni afsökunarbeiðni eða neitt í kjölfarið. Það var engin ábyrgð tekin á því sem gerðist. Ábyrgðin var sett á þann sem leitaði til þeirra eftir hjálp,“ segir Ásthildur Embla, eldri systirin. „Við öll í þessu samfélagi eigum að geta leitað til Landspítala ef við treystum okkur ekki sjálf fyrir eigin lífi. Það er Ömurlegt að fólki sé vísað frá eða geti ekki treyst á að það sé öruggt þarna inni.“Myndataka í fermingu Oddrúnar, yngstu systurinnar, tæpu ári fyrir andlát móðurinnar.Umfjöllun um ungan mann sem svipti sig lífi á geðdeild í síðustu viku hefur rifið upp sárin enda héldu systurnar að tilfelli móður þeirra væri og yrði algjört einsdæmi. „Eftir að eitthvað svona gerist ætti að vera aðgerðir og farið ofan í saumana, en ellefu árum seinna er þetta að gerast aftur,“ segir Ásthildur. „Ég upplifði líka þegar ég horfði á fréttir í gær að það væri verið að tala um að þetta væri að gerast í fyrsta skipti,“ segir Oddrún. Systurnar vilja þó ítreka að geðdeild sé sá staður sem fólk í vanda á að leita til en vona að umræðan síðustu daga verði til þess að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar svo svona atvik gerist aldrei aftur. Þær segjast ekki áfellast starfsfóklið. „Heldur kerfinu í heild sem er að bregðast. Það er niðurskurður á kerfi sem er þegar brotið,“ segir Oddrún.
Tengdar fréttir Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30
Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41