„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Sæunn Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2017 13:30 Vísir/Stefán Ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, samtaka sem aðstoða fólk við að koma sér út í lífið á ný eftir geðræn veikindi, segir þetta atvik sláandi en ekki koma á óvart í ljósi þess hve mikið álag sé á spítalanum. Mikilvægt sé einnig að grípa inn í fyrr. Ekki er um einstakt tilfelli að ræða og þykir það gagnrýnisvert að maður í sjálfsvígshugleiðingum hafi verið færður í h erbergi þar sem aðbúnaður til sjálfsvígs var mögulegur. Málfríður segir tilfellið til marks um hve mikið álag sé á landspítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu almennt. „Fyrst og fremst er maður ofboðslega sleginn og sorgmæddur yfir svona tíðindum en samt sem áður vitum við það að álagið á Landspítalanum og geðheilbrigðiskerfinu almennt er gríðarlega mikið. Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist,” segir Málfríður. „Hins vegar hef ég sjálf legið á geðdeild og veit það að það þarf mikið til til að geta tekist svona inn á deildinni. Ég held að svona gerist bara út af álagi, álagi á kerfinu og álagi á spítalanum,” segir Málfríður.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls.Hún telur að mikilvægt sé að grípa inn í fyrr þegar veikindi komi upp. „Það þarf að horfa á þetta í heild sinni. Það er löngu sprungið kerfið inn á Landspítalanum en það má grípa inn í þegar fólk er kannski ekki komið á þennan stað og bæta kerfið. Eins og til dæmis, ég get bara talað fyrir Hugarafl, það sem við erum að berjast fyrir í dag er að það leggist ekki af til að við getum gripið inn í.“ Hugarafli var neitað um fjármagn fyrir árið í ár og hafa samtökin verið að berjast fyrr tilvist sinni. „Við erum með að jafnaði 160 manns í þjónustu og það getur þýtt ef það leggist af aukið álag á Landspítalann, heilsugæslu og því miður gæti það þýtt einhver dauðsföll,“ segir Málfríður. Málfríður telur einnig að ráðamenn þurfi að opna augun fyrir því að staðan í geðheilbrigðiskerfinu sé eins alvarleg og sjálfsvígið gefi til kynna um. „Líf geðsjúkra er líka dýrmætt," segir hún. Tengdar fréttir Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, samtaka sem aðstoða fólk við að koma sér út í lífið á ný eftir geðræn veikindi, segir þetta atvik sláandi en ekki koma á óvart í ljósi þess hve mikið álag sé á spítalanum. Mikilvægt sé einnig að grípa inn í fyrr. Ekki er um einstakt tilfelli að ræða og þykir það gagnrýnisvert að maður í sjálfsvígshugleiðingum hafi verið færður í h erbergi þar sem aðbúnaður til sjálfsvígs var mögulegur. Málfríður segir tilfellið til marks um hve mikið álag sé á landspítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu almennt. „Fyrst og fremst er maður ofboðslega sleginn og sorgmæddur yfir svona tíðindum en samt sem áður vitum við það að álagið á Landspítalanum og geðheilbrigðiskerfinu almennt er gríðarlega mikið. Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist,” segir Málfríður. „Hins vegar hef ég sjálf legið á geðdeild og veit það að það þarf mikið til til að geta tekist svona inn á deildinni. Ég held að svona gerist bara út af álagi, álagi á kerfinu og álagi á spítalanum,” segir Málfríður.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls.Hún telur að mikilvægt sé að grípa inn í fyrr þegar veikindi komi upp. „Það þarf að horfa á þetta í heild sinni. Það er löngu sprungið kerfið inn á Landspítalanum en það má grípa inn í þegar fólk er kannski ekki komið á þennan stað og bæta kerfið. Eins og til dæmis, ég get bara talað fyrir Hugarafl, það sem við erum að berjast fyrir í dag er að það leggist ekki af til að við getum gripið inn í.“ Hugarafli var neitað um fjármagn fyrir árið í ár og hafa samtökin verið að berjast fyrr tilvist sinni. „Við erum með að jafnaði 160 manns í þjónustu og það getur þýtt ef það leggist af aukið álag á Landspítalann, heilsugæslu og því miður gæti það þýtt einhver dauðsföll,“ segir Málfríður. Málfríður telur einnig að ráðamenn þurfi að opna augun fyrir því að staðan í geðheilbrigðiskerfinu sé eins alvarleg og sjálfsvígið gefi til kynna um. „Líf geðsjúkra er líka dýrmætt," segir hún.
Tengdar fréttir Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41