„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Sæunn Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2017 13:30 Vísir/Stefán Ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, samtaka sem aðstoða fólk við að koma sér út í lífið á ný eftir geðræn veikindi, segir þetta atvik sláandi en ekki koma á óvart í ljósi þess hve mikið álag sé á spítalanum. Mikilvægt sé einnig að grípa inn í fyrr. Ekki er um einstakt tilfelli að ræða og þykir það gagnrýnisvert að maður í sjálfsvígshugleiðingum hafi verið færður í h erbergi þar sem aðbúnaður til sjálfsvígs var mögulegur. Málfríður segir tilfellið til marks um hve mikið álag sé á landspítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu almennt. „Fyrst og fremst er maður ofboðslega sleginn og sorgmæddur yfir svona tíðindum en samt sem áður vitum við það að álagið á Landspítalanum og geðheilbrigðiskerfinu almennt er gríðarlega mikið. Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist,” segir Málfríður. „Hins vegar hef ég sjálf legið á geðdeild og veit það að það þarf mikið til til að geta tekist svona inn á deildinni. Ég held að svona gerist bara út af álagi, álagi á kerfinu og álagi á spítalanum,” segir Málfríður.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls.Hún telur að mikilvægt sé að grípa inn í fyrr þegar veikindi komi upp. „Það þarf að horfa á þetta í heild sinni. Það er löngu sprungið kerfið inn á Landspítalanum en það má grípa inn í þegar fólk er kannski ekki komið á þennan stað og bæta kerfið. Eins og til dæmis, ég get bara talað fyrir Hugarafl, það sem við erum að berjast fyrir í dag er að það leggist ekki af til að við getum gripið inn í.“ Hugarafli var neitað um fjármagn fyrir árið í ár og hafa samtökin verið að berjast fyrr tilvist sinni. „Við erum með að jafnaði 160 manns í þjónustu og það getur þýtt ef það leggist af aukið álag á Landspítalann, heilsugæslu og því miður gæti það þýtt einhver dauðsföll,“ segir Málfríður. Málfríður telur einnig að ráðamenn þurfi að opna augun fyrir því að staðan í geðheilbrigðiskerfinu sé eins alvarleg og sjálfsvígið gefi til kynna um. „Líf geðsjúkra er líka dýrmætt," segir hún. Tengdar fréttir Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, samtaka sem aðstoða fólk við að koma sér út í lífið á ný eftir geðræn veikindi, segir þetta atvik sláandi en ekki koma á óvart í ljósi þess hve mikið álag sé á spítalanum. Mikilvægt sé einnig að grípa inn í fyrr. Ekki er um einstakt tilfelli að ræða og þykir það gagnrýnisvert að maður í sjálfsvígshugleiðingum hafi verið færður í h erbergi þar sem aðbúnaður til sjálfsvígs var mögulegur. Málfríður segir tilfellið til marks um hve mikið álag sé á landspítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu almennt. „Fyrst og fremst er maður ofboðslega sleginn og sorgmæddur yfir svona tíðindum en samt sem áður vitum við það að álagið á Landspítalanum og geðheilbrigðiskerfinu almennt er gríðarlega mikið. Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist,” segir Málfríður. „Hins vegar hef ég sjálf legið á geðdeild og veit það að það þarf mikið til til að geta tekist svona inn á deildinni. Ég held að svona gerist bara út af álagi, álagi á kerfinu og álagi á spítalanum,” segir Málfríður.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls.Hún telur að mikilvægt sé að grípa inn í fyrr þegar veikindi komi upp. „Það þarf að horfa á þetta í heild sinni. Það er löngu sprungið kerfið inn á Landspítalanum en það má grípa inn í þegar fólk er kannski ekki komið á þennan stað og bæta kerfið. Eins og til dæmis, ég get bara talað fyrir Hugarafl, það sem við erum að berjast fyrir í dag er að það leggist ekki af til að við getum gripið inn í.“ Hugarafli var neitað um fjármagn fyrir árið í ár og hafa samtökin verið að berjast fyrr tilvist sinni. „Við erum með að jafnaði 160 manns í þjónustu og það getur þýtt ef það leggist af aukið álag á Landspítalann, heilsugæslu og því miður gæti það þýtt einhver dauðsföll,“ segir Málfríður. Málfríður telur einnig að ráðamenn þurfi að opna augun fyrir því að staðan í geðheilbrigðiskerfinu sé eins alvarleg og sjálfsvígið gefi til kynna um. „Líf geðsjúkra er líka dýrmætt," segir hún.
Tengdar fréttir Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41