„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Sæunn Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2017 13:30 Vísir/Stefán Ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, samtaka sem aðstoða fólk við að koma sér út í lífið á ný eftir geðræn veikindi, segir þetta atvik sláandi en ekki koma á óvart í ljósi þess hve mikið álag sé á spítalanum. Mikilvægt sé einnig að grípa inn í fyrr. Ekki er um einstakt tilfelli að ræða og þykir það gagnrýnisvert að maður í sjálfsvígshugleiðingum hafi verið færður í h erbergi þar sem aðbúnaður til sjálfsvígs var mögulegur. Málfríður segir tilfellið til marks um hve mikið álag sé á landspítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu almennt. „Fyrst og fremst er maður ofboðslega sleginn og sorgmæddur yfir svona tíðindum en samt sem áður vitum við það að álagið á Landspítalanum og geðheilbrigðiskerfinu almennt er gríðarlega mikið. Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist,” segir Málfríður. „Hins vegar hef ég sjálf legið á geðdeild og veit það að það þarf mikið til til að geta tekist svona inn á deildinni. Ég held að svona gerist bara út af álagi, álagi á kerfinu og álagi á spítalanum,” segir Málfríður.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls.Hún telur að mikilvægt sé að grípa inn í fyrr þegar veikindi komi upp. „Það þarf að horfa á þetta í heild sinni. Það er löngu sprungið kerfið inn á Landspítalanum en það má grípa inn í þegar fólk er kannski ekki komið á þennan stað og bæta kerfið. Eins og til dæmis, ég get bara talað fyrir Hugarafl, það sem við erum að berjast fyrir í dag er að það leggist ekki af til að við getum gripið inn í.“ Hugarafli var neitað um fjármagn fyrir árið í ár og hafa samtökin verið að berjast fyrr tilvist sinni. „Við erum með að jafnaði 160 manns í þjónustu og það getur þýtt ef það leggist af aukið álag á Landspítalann, heilsugæslu og því miður gæti það þýtt einhver dauðsföll,“ segir Málfríður. Málfríður telur einnig að ráðamenn þurfi að opna augun fyrir því að staðan í geðheilbrigðiskerfinu sé eins alvarleg og sjálfsvígið gefi til kynna um. „Líf geðsjúkra er líka dýrmætt," segir hún. Tengdar fréttir Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, samtaka sem aðstoða fólk við að koma sér út í lífið á ný eftir geðræn veikindi, segir þetta atvik sláandi en ekki koma á óvart í ljósi þess hve mikið álag sé á spítalanum. Mikilvægt sé einnig að grípa inn í fyrr. Ekki er um einstakt tilfelli að ræða og þykir það gagnrýnisvert að maður í sjálfsvígshugleiðingum hafi verið færður í h erbergi þar sem aðbúnaður til sjálfsvígs var mögulegur. Málfríður segir tilfellið til marks um hve mikið álag sé á landspítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu almennt. „Fyrst og fremst er maður ofboðslega sleginn og sorgmæddur yfir svona tíðindum en samt sem áður vitum við það að álagið á Landspítalanum og geðheilbrigðiskerfinu almennt er gríðarlega mikið. Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist,” segir Málfríður. „Hins vegar hef ég sjálf legið á geðdeild og veit það að það þarf mikið til til að geta tekist svona inn á deildinni. Ég held að svona gerist bara út af álagi, álagi á kerfinu og álagi á spítalanum,” segir Málfríður.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls.Hún telur að mikilvægt sé að grípa inn í fyrr þegar veikindi komi upp. „Það þarf að horfa á þetta í heild sinni. Það er löngu sprungið kerfið inn á Landspítalanum en það má grípa inn í þegar fólk er kannski ekki komið á þennan stað og bæta kerfið. Eins og til dæmis, ég get bara talað fyrir Hugarafl, það sem við erum að berjast fyrir í dag er að það leggist ekki af til að við getum gripið inn í.“ Hugarafli var neitað um fjármagn fyrir árið í ár og hafa samtökin verið að berjast fyrr tilvist sinni. „Við erum með að jafnaði 160 manns í þjónustu og það getur þýtt ef það leggist af aukið álag á Landspítalann, heilsugæslu og því miður gæti það þýtt einhver dauðsföll,“ segir Málfríður. Málfríður telur einnig að ráðamenn þurfi að opna augun fyrir því að staðan í geðheilbrigðiskerfinu sé eins alvarleg og sjálfsvígið gefi til kynna um. „Líf geðsjúkra er líka dýrmætt," segir hún.
Tengdar fréttir Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41