Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. Frumvörpin varða breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu annars vegar og lög um dánarvottorð hins vegar. Heilbrigðisráðherra segir að í grunninn séu frumvörpin viðbrögð við reynslunni af óskýru verklagi í kjölfar alvarlegra atvika á spítalanum. „Það verða skýrari vinnureglur ef að hlutir koma upp. Það gerir það þá auðveldara að bregðast við og rannsaka hvað fer úrskeiðis til þess að læra af því," segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Frumvörpin eru unnin á grunni skýrslu starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu en ráðherra segir nauðsynlegt að gæta þess að heilbrigðisstarfsfólk þori að tjá sig um það sem farið hafi úrskeiðis. „Að það myndist ekki óöryggi eða hræðsla við að það sé ekki óhætt að upplýsa eða skoða hlutina í grunninn," segir hann. Í skýrslunni er áréttað mikilvægi þess að starfsfólk sem gefur upplýsingar til rannsóknar geti treyst því að þær verði einungis notaðar í þeim tilgangi. Þær komi því ekki sök á fólkið og verði ekki raktar til þess.Ráðherra segir að verið sé að skoða þetta atriði í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Eitt af verkefnunum þar er samvinna við dómsmálaráðuneytið um að skoða refsilöggjöfina út frá nákvæmlega þessu. Að það sé skýrt hver staða starfsfólksins sé og það sé skýrt að hlutirnir komi upp á yfirborðið, verði skoðaðir faglega og að við séum með skýrar reglur og lög um það," segir Óttarr Proppé. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. Frumvörpin varða breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu annars vegar og lög um dánarvottorð hins vegar. Heilbrigðisráðherra segir að í grunninn séu frumvörpin viðbrögð við reynslunni af óskýru verklagi í kjölfar alvarlegra atvika á spítalanum. „Það verða skýrari vinnureglur ef að hlutir koma upp. Það gerir það þá auðveldara að bregðast við og rannsaka hvað fer úrskeiðis til þess að læra af því," segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Frumvörpin eru unnin á grunni skýrslu starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu en ráðherra segir nauðsynlegt að gæta þess að heilbrigðisstarfsfólk þori að tjá sig um það sem farið hafi úrskeiðis. „Að það myndist ekki óöryggi eða hræðsla við að það sé ekki óhætt að upplýsa eða skoða hlutina í grunninn," segir hann. Í skýrslunni er áréttað mikilvægi þess að starfsfólk sem gefur upplýsingar til rannsóknar geti treyst því að þær verði einungis notaðar í þeim tilgangi. Þær komi því ekki sök á fólkið og verði ekki raktar til þess.Ráðherra segir að verið sé að skoða þetta atriði í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Eitt af verkefnunum þar er samvinna við dómsmálaráðuneytið um að skoða refsilöggjöfina út frá nákvæmlega þessu. Að það sé skýrt hver staða starfsfólksins sé og það sé skýrt að hlutirnir komi upp á yfirborðið, verði skoðaðir faglega og að við séum með skýrar reglur og lög um það," segir Óttarr Proppé.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira