Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2017 09:25 Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógareldsins Tómasar. Vísir/afp Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er orðinn sá stærsti sem geisað hefur í sögu ríkisins. Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Tómas hefur nú lagt undir sig yfir 1100 ferkílómetra landsvæði, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Svæðið er því stærra að flatarmáli en New York-borg, Brussel og París samanlagt. Eldurinn kviknaði í Santa Paula í Kaliforníu-ríki í byrjun desember en hefur fært sig vestur og út að ströndinni. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín, flestir í grennd við Santa Barbara. Yfir þúsund byggingar hafa auk þess orðið eldinum að bráð og þá hefur einn slökkviliðsmaður látist í baráttunni við hann. Gert er ráð fyrir að áfram hægist á skógareldinum næstu daga en slökkvilið á svæðinu hafa að mestu náð tökum á honum.12.22.2017 Good Evening from the #ThomasFire. The fire is 273,400 and 65% contained. The Thomas Fire has now become the largest fire in California's recorded history. Photo by Kari Greer for U.S.F.S. pic.twitter.com/VIuadVJ17Q— Los Padres NF (@LosPadresNF) December 23, 2017 Tómas er einn fjölmargra skógarelda sem geisað hafa í ríkinu á árinu. Gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar eru talin ein orsök þess að tíðni stórra skógarelda hefur aukist síðustu ár. Næststærsti skógarheldur sem geisað hefur í Kaliforníu er Cedar-skógareldurinn. Sá kviknaði árið 2003 í grennd við San Diego og lagði undir sig rétt tæpa 1106 ferkílómetra. Bandaríkin Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Vindar gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. 9. desember 2017 13:24 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er orðinn sá stærsti sem geisað hefur í sögu ríkisins. Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Tómas hefur nú lagt undir sig yfir 1100 ferkílómetra landsvæði, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Svæðið er því stærra að flatarmáli en New York-borg, Brussel og París samanlagt. Eldurinn kviknaði í Santa Paula í Kaliforníu-ríki í byrjun desember en hefur fært sig vestur og út að ströndinni. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín, flestir í grennd við Santa Barbara. Yfir þúsund byggingar hafa auk þess orðið eldinum að bráð og þá hefur einn slökkviliðsmaður látist í baráttunni við hann. Gert er ráð fyrir að áfram hægist á skógareldinum næstu daga en slökkvilið á svæðinu hafa að mestu náð tökum á honum.12.22.2017 Good Evening from the #ThomasFire. The fire is 273,400 and 65% contained. The Thomas Fire has now become the largest fire in California's recorded history. Photo by Kari Greer for U.S.F.S. pic.twitter.com/VIuadVJ17Q— Los Padres NF (@LosPadresNF) December 23, 2017 Tómas er einn fjölmargra skógarelda sem geisað hafa í ríkinu á árinu. Gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar eru talin ein orsök þess að tíðni stórra skógarelda hefur aukist síðustu ár. Næststærsti skógarheldur sem geisað hefur í Kaliforníu er Cedar-skógareldurinn. Sá kviknaði árið 2003 í grennd við San Diego og lagði undir sig rétt tæpa 1106 ferkílómetra.
Bandaríkin Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Vindar gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. 9. desember 2017 13:24 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43
43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32
Vindar gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. 9. desember 2017 13:24
Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59