Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2017 09:25 Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógareldsins Tómasar. Vísir/afp Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er orðinn sá stærsti sem geisað hefur í sögu ríkisins. Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Tómas hefur nú lagt undir sig yfir 1100 ferkílómetra landsvæði, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Svæðið er því stærra að flatarmáli en New York-borg, Brussel og París samanlagt. Eldurinn kviknaði í Santa Paula í Kaliforníu-ríki í byrjun desember en hefur fært sig vestur og út að ströndinni. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín, flestir í grennd við Santa Barbara. Yfir þúsund byggingar hafa auk þess orðið eldinum að bráð og þá hefur einn slökkviliðsmaður látist í baráttunni við hann. Gert er ráð fyrir að áfram hægist á skógareldinum næstu daga en slökkvilið á svæðinu hafa að mestu náð tökum á honum.12.22.2017 Good Evening from the #ThomasFire. The fire is 273,400 and 65% contained. The Thomas Fire has now become the largest fire in California's recorded history. Photo by Kari Greer for U.S.F.S. pic.twitter.com/VIuadVJ17Q— Los Padres NF (@LosPadresNF) December 23, 2017 Tómas er einn fjölmargra skógarelda sem geisað hafa í ríkinu á árinu. Gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar eru talin ein orsök þess að tíðni stórra skógarelda hefur aukist síðustu ár. Næststærsti skógarheldur sem geisað hefur í Kaliforníu er Cedar-skógareldurinn. Sá kviknaði árið 2003 í grennd við San Diego og lagði undir sig rétt tæpa 1106 ferkílómetra. Bandaríkin Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Vindar gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. 9. desember 2017 13:24 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er orðinn sá stærsti sem geisað hefur í sögu ríkisins. Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Tómas hefur nú lagt undir sig yfir 1100 ferkílómetra landsvæði, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Svæðið er því stærra að flatarmáli en New York-borg, Brussel og París samanlagt. Eldurinn kviknaði í Santa Paula í Kaliforníu-ríki í byrjun desember en hefur fært sig vestur og út að ströndinni. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín, flestir í grennd við Santa Barbara. Yfir þúsund byggingar hafa auk þess orðið eldinum að bráð og þá hefur einn slökkviliðsmaður látist í baráttunni við hann. Gert er ráð fyrir að áfram hægist á skógareldinum næstu daga en slökkvilið á svæðinu hafa að mestu náð tökum á honum.12.22.2017 Good Evening from the #ThomasFire. The fire is 273,400 and 65% contained. The Thomas Fire has now become the largest fire in California's recorded history. Photo by Kari Greer for U.S.F.S. pic.twitter.com/VIuadVJ17Q— Los Padres NF (@LosPadresNF) December 23, 2017 Tómas er einn fjölmargra skógarelda sem geisað hafa í ríkinu á árinu. Gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar eru talin ein orsök þess að tíðni stórra skógarelda hefur aukist síðustu ár. Næststærsti skógarheldur sem geisað hefur í Kaliforníu er Cedar-skógareldurinn. Sá kviknaði árið 2003 í grennd við San Diego og lagði undir sig rétt tæpa 1106 ferkílómetra.
Bandaríkin Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Vindar gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. 9. desember 2017 13:24 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43
43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32
Vindar gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. 9. desember 2017 13:24
Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59