Erlent

Vindar gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í Kaliforníu

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er að áfram verði vindasamt um helgina.
Spáð er að áfram verði vindasamt um helgina. Vísir/afp
Þúsundir slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum að því að slökkva skógareldana sem geisa í suðurhluta Kaliforníu. Rúmlega sjö hundruð bygginga, þar af fjöldi glæsivilla, hafa eyðilagst í brunanum og þá hefur kona á áttræðisaldri látið lífið.

Hinn sterki Santa Ana-vinurinn hefur blásið nýju lífi í eldana og hefur stór hluti avókadóuppskerunnar í ríkinu eyðilagst. Um 90 prósent af öllum avókadó sem ræktaður er í Bandaríkjunum er ræktaður í Kaliforníu.

Áætlað er að um 5.700 slökkviliðsmanna séu nú að störfum, en óttast er að eldarnir muni hafa skelfileg áhrif á landbúnað í ríkinu.

Um 200 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og hefur ríkisstjórinn Jerry Brown lýst yfir neyðarástandi.

Eldarnir geisa víðs vegar á Kyrrahafsströndinni milli Los Angeles og Santa Barbara. Sömuleiðis eru skógareldar sunnar í ríkinu, ekki langt frá San Diego.

Spáð er að áfram verði vindasamt um helgina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×