Middlesbrough er búið að reka knattspyrnustjórann Garry Monk eftir aðeins hálft ár í starfi.
Boro vann Sheffield Wednesday 1-2 í dag en nokkrum klukkutímum síðar greindi félagið frá því að Monk hefði verið sagt upp störfum. Ekki skemmtileg jólagjöf það.
Monk skilur við Boro í 9. sæti ensku B-deildarinnar. Liðið er búið að vinna 10 af 23 deildarleikjum sínum.
Monk stýrði áður Leeds United og Swansea City. Síðarnefnda félagið er í stjóraleit og Monk hefur verið orðaður við endurkomu á Liberty völlinn.
Fékk uppsagnarbréf í jólagjöf
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
