Rifist um efnavopnaárásina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. apríl 2017 06:00 Fórnarlömb árásarinnar voru mörg hver jörðuð í gær. Nordicphotos/AFP Varafulltrúi Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kljáðist við fulltrúa annarra ríkja á fundi ráðsins í gær. Umræðuefnið var efnavopnaárás þriðjudagsins á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með borgarastyrjöldinni í Sýrlandi á jörðu niðri, greindu frá því á þriðjudag að íbúar bæjarins hefðu séð sprengjur falla úr lofti. Í kjölfarið hafi fórnarlömb árásarinnar meðal annars froðufellt og kafnað. Líklegt þykir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að saríngas væri banvænt efnavopn, um tuttugu sinnum banvænna en blásýra, og ylli einna helst köfnun þar sem gasið réðist á miðtaugakerfi líkamans og lamaði öndunarfæri.Nikki Haley hafði með sér myndir af fórnarlömbunum á fund öryggisráðs SÞ.Nordicphotos/AFPAfstaða Rússa óverjandi Tilgátu Igors Konoshenkov, varnarmálaráðherra Rússlands, um að sýrlenskar þotur hefðu hæft efnavopnaframleiðslu uppreisnarmanna og þannig eitrað fyrir fórnarlömbum, var hafnað á fundi öryggisráðsins. Sjálfir hafa Sýrlendingar sagst aldrei hafa beitt efnavopnum. Matthew Rycroft, fulltrúi Bretlands, sagði að með árásinni hefði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, niðurlægt Rússa og hæðst að friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Þá sagði Rycroft Rússa verja hið óverjanlega með stuðningi sínum við stjórn al-Assads. Vladimir Safronkov, varafulltrúi Rússa, svaraði fyrir sig og sagði Breta heltekna af markmiði sínu um að steypa al-Assad af stóli í stað þess að reyna að koma á friði. Þá sagði hann ríki sitt ekki sjá þörf á því að öryggisráðið samþykkti nýjar ályktanir eða aðgerðir. Þess í stað ætti ráðið að fara fram á hlutlausa, ítarlega og alþjóðlega rannsókn á árinu. Ekki væri hægt að reiða sig á upptökur af vettvangi þar sem megnið af þeim væri „sviðsett“. Þess ber að geta að Rússar hafa neitunarvald í öryggisráðinu. Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði að efnavopnaárásir Sýrlendinga myndu halda áfram þar til eitthvað yrði gert. „Rússar styðjast endurtekið við sömu skálduðu frásagnirnar til þess að beina athyglinni frá bandamönnum þeirra í Damaskus,“ sagði Haley. Tala látinna er enn á reiki. Syrian Observatory heldur því fram að alls hafi 72 látist í árásinni, þar af tuttugu börn. Hins vegar héldu þeir François Delattre, fulltrúi Frakklands í öryggisráðinu, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því fram í gær að yfir hundrað hefðu farist. Ekki fyrsta efnavopnaárásinÞann 21. ágúst árið 2013 vöknuðu íbúar í úthverfum Damaskus við mannskæðustu efnavopnaárás síðustu fjögurra áratuga. Sprengjur sem innihéldu saríngas skullu á hverfunum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna. Rannsóknarlið frá Sameinuðu þjóðunum fann í kjölfarið sönnunargögn sem sýndu fram á að saríngasi hefði verið skotið á svæðið. Sýrlenski herinn var sagður hafa staðið að árásinni. Ekki er ljóst hversu margir fórust í árásinni. Bretar telja 350 hafa farist, Syrian Observatory for Human Rights telja þá vera 502, Bandaríkin segja 1.429 hafa farist og uppreisnarmenn sjálfir segja að 1.729 hafi farist. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Varafulltrúi Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kljáðist við fulltrúa annarra ríkja á fundi ráðsins í gær. Umræðuefnið var efnavopnaárás þriðjudagsins á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með borgarastyrjöldinni í Sýrlandi á jörðu niðri, greindu frá því á þriðjudag að íbúar bæjarins hefðu séð sprengjur falla úr lofti. Í kjölfarið hafi fórnarlömb árásarinnar meðal annars froðufellt og kafnað. Líklegt þykir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að saríngas væri banvænt efnavopn, um tuttugu sinnum banvænna en blásýra, og ylli einna helst köfnun þar sem gasið réðist á miðtaugakerfi líkamans og lamaði öndunarfæri.Nikki Haley hafði með sér myndir af fórnarlömbunum á fund öryggisráðs SÞ.Nordicphotos/AFPAfstaða Rússa óverjandi Tilgátu Igors Konoshenkov, varnarmálaráðherra Rússlands, um að sýrlenskar þotur hefðu hæft efnavopnaframleiðslu uppreisnarmanna og þannig eitrað fyrir fórnarlömbum, var hafnað á fundi öryggisráðsins. Sjálfir hafa Sýrlendingar sagst aldrei hafa beitt efnavopnum. Matthew Rycroft, fulltrúi Bretlands, sagði að með árásinni hefði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, niðurlægt Rússa og hæðst að friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Þá sagði Rycroft Rússa verja hið óverjanlega með stuðningi sínum við stjórn al-Assads. Vladimir Safronkov, varafulltrúi Rússa, svaraði fyrir sig og sagði Breta heltekna af markmiði sínu um að steypa al-Assad af stóli í stað þess að reyna að koma á friði. Þá sagði hann ríki sitt ekki sjá þörf á því að öryggisráðið samþykkti nýjar ályktanir eða aðgerðir. Þess í stað ætti ráðið að fara fram á hlutlausa, ítarlega og alþjóðlega rannsókn á árinu. Ekki væri hægt að reiða sig á upptökur af vettvangi þar sem megnið af þeim væri „sviðsett“. Þess ber að geta að Rússar hafa neitunarvald í öryggisráðinu. Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði að efnavopnaárásir Sýrlendinga myndu halda áfram þar til eitthvað yrði gert. „Rússar styðjast endurtekið við sömu skálduðu frásagnirnar til þess að beina athyglinni frá bandamönnum þeirra í Damaskus,“ sagði Haley. Tala látinna er enn á reiki. Syrian Observatory heldur því fram að alls hafi 72 látist í árásinni, þar af tuttugu börn. Hins vegar héldu þeir François Delattre, fulltrúi Frakklands í öryggisráðinu, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því fram í gær að yfir hundrað hefðu farist. Ekki fyrsta efnavopnaárásinÞann 21. ágúst árið 2013 vöknuðu íbúar í úthverfum Damaskus við mannskæðustu efnavopnaárás síðustu fjögurra áratuga. Sprengjur sem innihéldu saríngas skullu á hverfunum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna. Rannsóknarlið frá Sameinuðu þjóðunum fann í kjölfarið sönnunargögn sem sýndu fram á að saríngasi hefði verið skotið á svæðið. Sýrlenski herinn var sagður hafa staðið að árásinni. Ekki er ljóst hversu margir fórust í árásinni. Bretar telja 350 hafa farist, Syrian Observatory for Human Rights telja þá vera 502, Bandaríkin segja 1.429 hafa farist og uppreisnarmenn sjálfir segja að 1.729 hafi farist.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00