Donni: Við ætlum að verða Íslandsmeistarar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2017 20:34 Þór/KA er á mikilli siglingu. vísir/stefán „Við ætlum að verða Íslandsmeistarar og höfum alltaf stefnt á það,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA eftir afar öflugan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 1-3 og sýndu norðanstúlkur af sér mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir. „Það var stórt högg að fá mark á okkur þar sem við höfum ekki fengið mörg mörk á okkur. Það var virkilega sterkur karakter hjá stelpunum að halda bara áfram og gefa í ef eitthvað var,“ sagði Donni í samtali við Vísi eftir leik. Þór/KA svaraði opnunarmarki Stjörnunnar með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og kom það síðara á hárréttum tímapunkti, nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfleiks. „Það breytti hálfleiksræðunni heilmilið. Það var afar ljúft. Natalia er búin að vera að skjóta endalaust og það skilaði sér loksins í þessum leik,“ segir Donni og bætir við að með því marki hafi leikurinn spilast upp í hendur Þór/KA. „Seinni hálfleikur var uppleggið bara að halda stöðunni. Á þeirra heimavelli vissum við að þær myndu leggjast meira á okkur. Við erum góðar í að halda stöðunni og það gekk fullkomnlega upp,“ segir Donni. Markadrottningin Sandra María Jessen spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu hjá Þór/KA í sumar eftir að hún sleit krossbönd fyrr á árinu. Hún leit vel út og mun án efa styrkja sterkt lið Þórs/KA til muna þegar fram í sækir. „Hún er að keyra sig í gang. Hún á meira inni, þetta lítur vel út og hún lítur vel út. Þetta snýst að öllu leyti um liðið og það hentaði vel að fá hana inn í þennan leik. Hún á ennþá eftir að verða betri eins og við. Við eigum bara eftir að verða betri og betri,“ segir Donni. Þór/KA er nú með fimm stiga forskot á lið Stjörnunnar sem er í öðru sæti. Liðið er með fullt hús stiga og er hreinlega að stinga af. „Það er mjög gott. Fimm stiga forskot er bara frábært og við fögnum því í hálfa mínútu eftir leikinn og við einbeitum okkur að næsta leik.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-3 | Norðanstúlkur sýndu styrk sinn með sjöunda sigrinum í röð Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. 29. maí 2017 20:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
„Við ætlum að verða Íslandsmeistarar og höfum alltaf stefnt á það,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA eftir afar öflugan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 1-3 og sýndu norðanstúlkur af sér mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir. „Það var stórt högg að fá mark á okkur þar sem við höfum ekki fengið mörg mörk á okkur. Það var virkilega sterkur karakter hjá stelpunum að halda bara áfram og gefa í ef eitthvað var,“ sagði Donni í samtali við Vísi eftir leik. Þór/KA svaraði opnunarmarki Stjörnunnar með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og kom það síðara á hárréttum tímapunkti, nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfleiks. „Það breytti hálfleiksræðunni heilmilið. Það var afar ljúft. Natalia er búin að vera að skjóta endalaust og það skilaði sér loksins í þessum leik,“ segir Donni og bætir við að með því marki hafi leikurinn spilast upp í hendur Þór/KA. „Seinni hálfleikur var uppleggið bara að halda stöðunni. Á þeirra heimavelli vissum við að þær myndu leggjast meira á okkur. Við erum góðar í að halda stöðunni og það gekk fullkomnlega upp,“ segir Donni. Markadrottningin Sandra María Jessen spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu hjá Þór/KA í sumar eftir að hún sleit krossbönd fyrr á árinu. Hún leit vel út og mun án efa styrkja sterkt lið Þórs/KA til muna þegar fram í sækir. „Hún er að keyra sig í gang. Hún á meira inni, þetta lítur vel út og hún lítur vel út. Þetta snýst að öllu leyti um liðið og það hentaði vel að fá hana inn í þennan leik. Hún á ennþá eftir að verða betri eins og við. Við eigum bara eftir að verða betri og betri,“ segir Donni. Þór/KA er nú með fimm stiga forskot á lið Stjörnunnar sem er í öðru sæti. Liðið er með fullt hús stiga og er hreinlega að stinga af. „Það er mjög gott. Fimm stiga forskot er bara frábært og við fögnum því í hálfa mínútu eftir leikinn og við einbeitum okkur að næsta leik.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-3 | Norðanstúlkur sýndu styrk sinn með sjöunda sigrinum í röð Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. 29. maí 2017 20:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-3 | Norðanstúlkur sýndu styrk sinn með sjöunda sigrinum í röð Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. 29. maí 2017 20:45